Börn eru á meðal hinna látnu en enn er verið að rannsaka slysavettvang. Sjö voru fluttir á spítala með brunasár.
Fólkið var frá Skopje í Norður-Makedóníu og var á heimleið eftir helgarferð til Istanbul.
Forsætisráðherra Norður-Makedóníu hefur þegar rætt við kollega sinn í Búlgaríu um slysið og næstu skref. Innanríkisráðherra Búlgaríu heimsótti vettvang og sagði fólkið hafa „brunnið upp“.
Málið er í rannsókn.