Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2021 13:54 Kona gengur undir spjaldi þar sem sjálfstæði Barbados er fagnað. Eyjarnar ætla að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja á 55 ára sjálfstæðisafmæli sínu. Vísir/Getty Nýtt lýðveldi verður til þegar Barbadoseyjar losa sig við Elísabetu Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn í næstu viku. Þar með lýkur nær endanlega fjögur hundrað ára löngum nýlendutengslum Barbados og Bretlands. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Lýst verður yfir lýðveldinu Barbados við hátíðlega athöfn í Bridgetown að kvöldi 29. nóvember. Karl Bretaprins ætlar að vera viðstaddur hana. Þetta verður í fyrsta skipti í tæp þrjátíu ár sem ríki ákveður að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður bresku krúnunnar segir ákvörðunina alfarið mál íbúa Barbadoseyja. Fimmtán önnur ríki hafa Elísabetu sem þjóðhöfðingja sinn, þar á meðal Ástralía og Kanada. Barbados verður áfram hluti af breska samveldinu sem 54 ríki í Afríku, Asíu, Ameríkunum, Evrópu og Kyrrahafi tilheyra. Lok nýlenduarðráns Spænskir þrælahaldarar hröktu frumbyggja á Barbados í burtu og voru eyjarnar mannlausar þegar Englendingar slógu eign sinni á þær. Þeir fylltu brátt eyjarnar af um 600.000 afrískum þrælum frá 1627 til 1833. Þeir voru látnir þræla á sykurreyrekrum og urðu enskum að féþúfu. Eyjarnar fengu fullveldi árið 1938 og réðu þá plantekrueigendur lögum og lofum en öðluðust ekki sjálfstæði fyrr en árið 1966. „Þetta eru endalok sögu nýlenduaðráns hugans og líkamans. Íbúar þessara eyja hafa barist, ekki aðeins fyrir frelsi og réttlæti, heldur til að losna undan oki heimsvalda- og nýlenduyfirráða,“ segir Hilary Beckles lávarður og prófessor í sögu Barbados. Rætt hefur verið um að fleiri fyrrverandi breska nýlendur gætu fetað í fótspor Barbados, þar á meðal Jamaíka og Sankti Vinsent og Grenadínur. Barbados Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Lýst verður yfir lýðveldinu Barbados við hátíðlega athöfn í Bridgetown að kvöldi 29. nóvember. Karl Bretaprins ætlar að vera viðstaddur hana. Þetta verður í fyrsta skipti í tæp þrjátíu ár sem ríki ákveður að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður bresku krúnunnar segir ákvörðunina alfarið mál íbúa Barbadoseyja. Fimmtán önnur ríki hafa Elísabetu sem þjóðhöfðingja sinn, þar á meðal Ástralía og Kanada. Barbados verður áfram hluti af breska samveldinu sem 54 ríki í Afríku, Asíu, Ameríkunum, Evrópu og Kyrrahafi tilheyra. Lok nýlenduarðráns Spænskir þrælahaldarar hröktu frumbyggja á Barbados í burtu og voru eyjarnar mannlausar þegar Englendingar slógu eign sinni á þær. Þeir fylltu brátt eyjarnar af um 600.000 afrískum þrælum frá 1627 til 1833. Þeir voru látnir þræla á sykurreyrekrum og urðu enskum að féþúfu. Eyjarnar fengu fullveldi árið 1938 og réðu þá plantekrueigendur lögum og lofum en öðluðust ekki sjálfstæði fyrr en árið 1966. „Þetta eru endalok sögu nýlenduaðráns hugans og líkamans. Íbúar þessara eyja hafa barist, ekki aðeins fyrir frelsi og réttlæti, heldur til að losna undan oki heimsvalda- og nýlenduyfirráða,“ segir Hilary Beckles lávarður og prófessor í sögu Barbados. Rætt hefur verið um að fleiri fyrrverandi breska nýlendur gætu fetað í fótspor Barbados, þar á meðal Jamaíka og Sankti Vinsent og Grenadínur.
Barbados Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira