Myndband af blóðmerahaldi sem kom fram í heimildarmynd alþjóðlegra dýraverndarsamtaka vakti mikla reiði í vikunni. Fjöldi fólks og samtaka hefur fordæmt meðferð á hrossunum sem sást þar, þar á meðal Dýralæknafélag Íslands og Félag hrossabænda. Matvælastofnun rannsakar nú myndbandið.
Í yfirlýsingu sem FEIF birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi er blóðmerahald og ill meðferð á hryssum á „blóðbýlum“ fordæmd. Samtökin muni styðja hvaða aðgerðir sem íslensk stjórnvöld kunni að ráðast í til þess að taka fyrir blóðmerahald.
Blóðmerarhald er sagt hafa verið lengi við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG.
FEIF segist fagna ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að stöðva innflutning og framleiðslu á PMSG-hormóninu innan sambandsins.
Ekki náðist strax í Gunnar Sturluson, forseta FEIF, strax við vinnslu þessarar fréttar.