„Markmiðið er að taka gullið með heim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2021 10:00 Andrea Sif Pétursdóttir var fimleikakona ársins 2020. stöð 2 sport Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, hefur marga fjöruna sopið í bransanum. Hún kveðst spennt fyrir EM í hópfimleikum sem hefst í dag með keppni í unglingaflokki. Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun en kvennalandsliðið stígur á stokk klukkan 16:30. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við horfðum á unglingaliðin áðan og þá fann maður stemmninguna. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við komum inn í salinn og nýtum áhöldin,“ sagði Andrea í samtali við Vísi í gær. Kvenna- og karlalið Íslands komu til Guimaeres í Portúgal í fyrradag eftir langt og strangt ferðalag. Andrea viðurkennir að það hafi setið aðeins í íslenska hópnum. „Já, við fundum það þegar við fórum í smá göngutúr áðan að maður var súr í vöðvunum. Þetta voru þrjú flug og svolítið langt,“ sagði Andrea. Hún segir ekkert launungarmál að íslenska liðið stefni á toppinn á EM í ár. En það er ekki alfarið undir því komið hver niðurstaðan verður. Spurning hvoru megin peningurinn lendir „Markmiðið er að taka gullið með heim en það er ekki alveg í okkar höndum því dómararnir eiga alltaf lokaorðið. Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verður það nóg,“ sagði Andrea. Hún segir markmið íslenska liðsins fyllilega raunhæft. „Við erum yfirleitt að keppa við Svía og það er bara spurning hvoru megin sem peningurinn lendir eins og Bjössi þjálfari segir. Við erum í keppni við Svía,“ sagði Andrea. Vegna kórónuveirufaraldursins eru Danir og Norðmenn ekki á meðal þátttökuliða á EM að þessu sinni. Andrea segir að það hjálpi vissulega til. „Jú, en síðustu ár höfum við verið í 2. sæti á eftir Svíum, síðan Danir í 3. sæti og Norðmenn þar á eftir. Ég held að þetta hefði verið svipað ef þær hefðu verið með en það er bara enn lengra í næstu þjóðir,“ sagði Andrea. Hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira Hún segir gaman að sjá vöxtinn í hópfimleikum en að þessu sinni eru fjórtán þátttökuþjóðir. „Bretland og Portúgal og alls konar þjóðir eru að stíga upp og það er gaman að keppnin sé að harðna og þetta er ekkert gefins,“ sagði Andrea og bætti við að aukin samkeppni haldi íslenska liðinu á tánum. „Það hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira sem við erum alltaf að reyna að gera. Þetta er mjög jákvætt.“ Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
Hún kveðst spennt fyrir EM í hópfimleikum sem hefst í dag með keppni í unglingaflokki. Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun en kvennalandsliðið stígur á stokk klukkan 16:30. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við horfðum á unglingaliðin áðan og þá fann maður stemmninguna. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við komum inn í salinn og nýtum áhöldin,“ sagði Andrea í samtali við Vísi í gær. Kvenna- og karlalið Íslands komu til Guimaeres í Portúgal í fyrradag eftir langt og strangt ferðalag. Andrea viðurkennir að það hafi setið aðeins í íslenska hópnum. „Já, við fundum það þegar við fórum í smá göngutúr áðan að maður var súr í vöðvunum. Þetta voru þrjú flug og svolítið langt,“ sagði Andrea. Hún segir ekkert launungarmál að íslenska liðið stefni á toppinn á EM í ár. En það er ekki alfarið undir því komið hver niðurstaðan verður. Spurning hvoru megin peningurinn lendir „Markmiðið er að taka gullið með heim en það er ekki alveg í okkar höndum því dómararnir eiga alltaf lokaorðið. Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verður það nóg,“ sagði Andrea. Hún segir markmið íslenska liðsins fyllilega raunhæft. „Við erum yfirleitt að keppa við Svía og það er bara spurning hvoru megin sem peningurinn lendir eins og Bjössi þjálfari segir. Við erum í keppni við Svía,“ sagði Andrea. Vegna kórónuveirufaraldursins eru Danir og Norðmenn ekki á meðal þátttökuliða á EM að þessu sinni. Andrea segir að það hjálpi vissulega til. „Jú, en síðustu ár höfum við verið í 2. sæti á eftir Svíum, síðan Danir í 3. sæti og Norðmenn þar á eftir. Ég held að þetta hefði verið svipað ef þær hefðu verið með en það er bara enn lengra í næstu þjóðir,“ sagði Andrea. Hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira Hún segir gaman að sjá vöxtinn í hópfimleikum en að þessu sinni eru fjórtán þátttökuþjóðir. „Bretland og Portúgal og alls konar þjóðir eru að stíga upp og það er gaman að keppnin sé að harðna og þetta er ekkert gefins,“ sagði Andrea og bætti við að aukin samkeppni haldi íslenska liðinu á tánum. „Það hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira sem við erum alltaf að reyna að gera. Þetta er mjög jákvætt.“
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira