Carlsen er núverandi heimsmeistari á meðan Nepomniachtchi vann keppni áskorenda og fékk þar með tækifærið til að takast á við heimsmeistarann. Norðmaðurinn er sem fyrr í 1. sæti heimslistans á meðan Rússinn er í 5. sætinu. Mótið átti að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
Alls verða tefldar14 skákir en það þarf sjö og hálfan vinning til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Fyrir daginn í dag höfðu þeir Carlsen og Nepomniachtchi mæst fimm sinnum en öllum skákunum lyktað með jafntefli, þangað til í dag.
Skák dagsins var líkt og hinar fimm æsispennandi enda tefldu þeir í sjö klukkustundir og 45 mínútur.
After 136 moves...CARLSEN WINS GAME 6!
— Chess.com (@chesscom) December 3, 2021
The first decisive game in a classical World Championship game in 5 YEARS! #CarlsenNepo pic.twitter.com/fqO38H54ls
„Ég er augljóslega uppgefinn en eftir sigra líkt og þennan er ég auðvitað mjög hamingjusamur,“ sagði úrvinda Carlsen í viðtali eftir skák dagsins.
YES.
— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 3, 2021
„Ég held að mögulega aðeins þolinmóðari undir lokin. Ég fann á einhverjum tíma að hann væri orðinn óþolinmóður og farinn að verja stöðu sína. Hann var ekki jafn árásargjarn og í upphafi, það gaf mér smá von og á endanum möguleika á að vinna skákina,“ bætti Carlsen að endingu við.