Braskborgin Reykjavík Gunnar Smári Egilsson skrifar 7. desember 2021 07:30 Um daginn keypti Þorpið, félag sem stofnað var til með 1,5 m.kr. hlutafjárframboði byggingarétt í Ártúnsholti fyrir sjö milljarða króna. Eigið fé þessa félags var neikvætt um 3,9 m.kr. um síðustu áramót, það skuldaði þá meira en það átti. Hvernig má þetta vera? Getið þið leikið þetta eftir, keypt eitthvað fyrir sjö milljarða án þess að eiga túskilding með gati? Nei, auðvitað ekki. En sumir geta þetta í Reykjavík. Og í fjölmiðlum er sagt frá þessu eins og stórkostlegu framfaraskrefi, að eignarlaust félag ætli sér að byggja 1200 íbúðir og byrja á verkinu í sjö milljarða mínus. Hvað haldið þið að fjármögnun þessa verks kosti? Og hver haldið þið að borgi þann kostnað? Jú, einmitt. Fólkið sem kaupa eða leigja þessar íbúðir. Það mun borga allan fjármagnskostnaðinn og hagnaðinn sem eigendur Þorpsins ætla sér; fólk sem átti ekkert í gær en ætlar sér að verða ofsaríkt á morgun. Gammafélagið græðir Og íbúarnir þurfa líka að borga þessa sjö milljarða fyrir byggingaréttinn, gjald fyrir lóð með engu á öðru en ákvörðun borgaryfirvalda um byggingamagn. Félagið sem seldi réttinn hafði skráð hann á 1,9 milljarð króna í bókum sínum um síðustu áramót, náði sem sagt 5,1 milljarði króna í hreinan hagnað af þessum viðskiptum. Þetta er félag sem tengist Gamma, klúbbi ungra fjárglæframanna sem sprengdu upp húsnæðismarkaðinn í Reykjavík eftir Hrun og græddu svívirðilega mikið. Gamma varð reyndar gjaldþrota á heimskulegum veðmálum í útlöndum stuttu síðar, sem leiddi til þess að Kvikubanki tók yfir eignir Gamma. Karma, gæti einhver sagt. En það varð ógnargróði af braski þessa dótturfélags Gamma með byggingarréttinn í Ártúnsholti. Ungu fjárglæframennirnir hlógu alla leiðina í bankann þegar eignarlaust Þorpið galdraði fram sjö milljarða úr engu. Einhverjir braskverjar ákváðu að einn braskarinn ætti að fá lán til að kaupa af öðrum braskara. Þótt þú getir ekki fengið lán til að kaupa þér kjallaraholu, er alltaf nóg til fyrir braskarana. Almenningur borgar brúsann Þessir sjö milljarðar króna sem Gammarnir fóru með frá borði eru 87.500 kr. á hvern fermetra. Sá sem kaupir 75 fermetra íbúð mun borga rúmlega 6,5 milljónir króna meira fyrir íbúðina sína, bara til að dekka hlut Gamma. Þetta fer til manna sem voru búnir að taka út sinn hagnað áður en byrjað var að teikna fyrstu íbúðina. Líklega ætla eigendur Þorpsins og þau sem fjármagna þau sér annan eins gróða, svo líklega mun kaupandinn borga um 13 milljónir króna í braskgjöld þegar hann borgar íbúðina sína. En gleymum Þorpinu og þeim sem halda því uppi. Bara Gamma-gróðinn mun hækka mánaðarlega afborganir af 75 fermetra íbúðinni um rúmar 24 þúsund krónur á mánuði. Og miðað við hlutfall leigu og kaupverðs í nágrenninu má ætla að Gamma-skatturinn verði um 35 þúsund krónur á mánuði fyrir leigjenda að 75 fermetra íbúð. Ef við reiknum með að 75% íbúðanna verði seldar og 25% þeirra leigðar út má reikna með að íbúar í allt að 1200 íbúðum muni borga um 13,7 milljarða króna á núvirði yfir 40 ára tíma, bara til að borga út Gamma-mennina. En til hvers? Til hvers leggjum við slíka byrði á hóp fólks til að örfáir geti hlegið sig máttlausa á leið í bankann? 24-35 þúsund króna kjaraskerðing á mánuði í fjörutíu ár er mikið högg. Til að vega það upp þarftu að afla 42-61 þúsund króna tekna. Mánaðarlega í fjörutíu ár. Bara fyrir Gamma. Þetta er eitt af undrum veraldar. Að fólk láti þetta yfir sig ganga. Því er jafnvel haldið fram að það séu Gamma-mennirnir sem búi til verðmætin, að þeir sem hrifsa til sín fé almennings hafi í raun búið verðmætin til. Bensínmönnum gefinn 9,1 milljarður Og þetta Gamma-Þorp á Ártúnsholtinu er ekkert einsdæmi. Reitir seldu byggingarétt á svokölluðum Orkureit á svo til sama fermetraverð aðeins um viku áður en Þorpið keypti Gamma út á Ártúnsholti. Og stuttu síðar var tilkynnt að Reykjavíkurborg hefði mútað olíufélögunum til að loka nokkrum bensínstöðvum einhverjum misserum fyrr en ella hefði orðið, með því að gefa þeim rausnarlegan byggingarétt. Þessar bensínstöðvar eru á lóðum sem eru samanlagt meira en tvisvar sinnum stærri en Orkureiturinn. Ef við gerum ráð fyrir sambærilegu byggingamagni og þar, það er byggingamagni á týpískum þéttingareit í borginni, þá má ætla að borgin hafi gefið olíufélögunum byggingarétt upp á 9,1 milljarð króna. Olíufélögin áttu þessi verðmæti ekki í fyrra en hafa nú skyndilega eignast þau gegn loforði um að loka tólf bensínstöðvum sem eru að úreldast hratt. Ef þú vilt byggja í Reykjavík verður þú að kaupa lóð. Ef þú átt bensínstöð þá færðu byggingaréttinn ókeypis. Sem sárabætur frá borginni vegna þess að rafbílar nota ekki bensínstöðvar. Og selja olíufélögin byggingaréttinn einhverjum braskara sem ætar líka að finna ókeypis peninga með braski sem á endanum lendir á kaupendum og leigjendum húsnæðisins, sem verða ævina á enda að þræla upp í braskgróðann. Við þurfum ekki að hafa þetta svona Þetta kerfi, þessi stjórnlausa braskvæðing húsnæðis, er svona vegna þess að einhver bjó það til og vegna þess að við látum þetta viðgangast. Og eins og þetta kerfi er mannana verk, sköpunarverk fársjúkrar valdastéttar sem er orðin stjórnlaus af græðgi, þá getum við allt eins búið til nýtt kerfi sem þjónar almenningi en ekki aðeins bröskurunum. Til þess þurfum við að vakna af dáleiðslunni. Braskararnir skapa engin verðmæti, þeir eru blóðsugur og sníkjudýr, óværa. Að fela þeim uppbyggingu húsnæðiskerfisins, grunnþáttar allrar velmegunar, er sturlun, brjálsemi, sem því miður stjórnmálastéttin er heltekin af. Megir þú vakna sem fyrst. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Reykjavík Sósíalistaflokkurinn GAMMA Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn keypti Þorpið, félag sem stofnað var til með 1,5 m.kr. hlutafjárframboði byggingarétt í Ártúnsholti fyrir sjö milljarða króna. Eigið fé þessa félags var neikvætt um 3,9 m.kr. um síðustu áramót, það skuldaði þá meira en það átti. Hvernig má þetta vera? Getið þið leikið þetta eftir, keypt eitthvað fyrir sjö milljarða án þess að eiga túskilding með gati? Nei, auðvitað ekki. En sumir geta þetta í Reykjavík. Og í fjölmiðlum er sagt frá þessu eins og stórkostlegu framfaraskrefi, að eignarlaust félag ætli sér að byggja 1200 íbúðir og byrja á verkinu í sjö milljarða mínus. Hvað haldið þið að fjármögnun þessa verks kosti? Og hver haldið þið að borgi þann kostnað? Jú, einmitt. Fólkið sem kaupa eða leigja þessar íbúðir. Það mun borga allan fjármagnskostnaðinn og hagnaðinn sem eigendur Þorpsins ætla sér; fólk sem átti ekkert í gær en ætlar sér að verða ofsaríkt á morgun. Gammafélagið græðir Og íbúarnir þurfa líka að borga þessa sjö milljarða fyrir byggingaréttinn, gjald fyrir lóð með engu á öðru en ákvörðun borgaryfirvalda um byggingamagn. Félagið sem seldi réttinn hafði skráð hann á 1,9 milljarð króna í bókum sínum um síðustu áramót, náði sem sagt 5,1 milljarði króna í hreinan hagnað af þessum viðskiptum. Þetta er félag sem tengist Gamma, klúbbi ungra fjárglæframanna sem sprengdu upp húsnæðismarkaðinn í Reykjavík eftir Hrun og græddu svívirðilega mikið. Gamma varð reyndar gjaldþrota á heimskulegum veðmálum í útlöndum stuttu síðar, sem leiddi til þess að Kvikubanki tók yfir eignir Gamma. Karma, gæti einhver sagt. En það varð ógnargróði af braski þessa dótturfélags Gamma með byggingarréttinn í Ártúnsholti. Ungu fjárglæframennirnir hlógu alla leiðina í bankann þegar eignarlaust Þorpið galdraði fram sjö milljarða úr engu. Einhverjir braskverjar ákváðu að einn braskarinn ætti að fá lán til að kaupa af öðrum braskara. Þótt þú getir ekki fengið lán til að kaupa þér kjallaraholu, er alltaf nóg til fyrir braskarana. Almenningur borgar brúsann Þessir sjö milljarðar króna sem Gammarnir fóru með frá borði eru 87.500 kr. á hvern fermetra. Sá sem kaupir 75 fermetra íbúð mun borga rúmlega 6,5 milljónir króna meira fyrir íbúðina sína, bara til að dekka hlut Gamma. Þetta fer til manna sem voru búnir að taka út sinn hagnað áður en byrjað var að teikna fyrstu íbúðina. Líklega ætla eigendur Þorpsins og þau sem fjármagna þau sér annan eins gróða, svo líklega mun kaupandinn borga um 13 milljónir króna í braskgjöld þegar hann borgar íbúðina sína. En gleymum Þorpinu og þeim sem halda því uppi. Bara Gamma-gróðinn mun hækka mánaðarlega afborganir af 75 fermetra íbúðinni um rúmar 24 þúsund krónur á mánuði. Og miðað við hlutfall leigu og kaupverðs í nágrenninu má ætla að Gamma-skatturinn verði um 35 þúsund krónur á mánuði fyrir leigjenda að 75 fermetra íbúð. Ef við reiknum með að 75% íbúðanna verði seldar og 25% þeirra leigðar út má reikna með að íbúar í allt að 1200 íbúðum muni borga um 13,7 milljarða króna á núvirði yfir 40 ára tíma, bara til að borga út Gamma-mennina. En til hvers? Til hvers leggjum við slíka byrði á hóp fólks til að örfáir geti hlegið sig máttlausa á leið í bankann? 24-35 þúsund króna kjaraskerðing á mánuði í fjörutíu ár er mikið högg. Til að vega það upp þarftu að afla 42-61 þúsund króna tekna. Mánaðarlega í fjörutíu ár. Bara fyrir Gamma. Þetta er eitt af undrum veraldar. Að fólk láti þetta yfir sig ganga. Því er jafnvel haldið fram að það séu Gamma-mennirnir sem búi til verðmætin, að þeir sem hrifsa til sín fé almennings hafi í raun búið verðmætin til. Bensínmönnum gefinn 9,1 milljarður Og þetta Gamma-Þorp á Ártúnsholtinu er ekkert einsdæmi. Reitir seldu byggingarétt á svokölluðum Orkureit á svo til sama fermetraverð aðeins um viku áður en Þorpið keypti Gamma út á Ártúnsholti. Og stuttu síðar var tilkynnt að Reykjavíkurborg hefði mútað olíufélögunum til að loka nokkrum bensínstöðvum einhverjum misserum fyrr en ella hefði orðið, með því að gefa þeim rausnarlegan byggingarétt. Þessar bensínstöðvar eru á lóðum sem eru samanlagt meira en tvisvar sinnum stærri en Orkureiturinn. Ef við gerum ráð fyrir sambærilegu byggingamagni og þar, það er byggingamagni á týpískum þéttingareit í borginni, þá má ætla að borgin hafi gefið olíufélögunum byggingarétt upp á 9,1 milljarð króna. Olíufélögin áttu þessi verðmæti ekki í fyrra en hafa nú skyndilega eignast þau gegn loforði um að loka tólf bensínstöðvum sem eru að úreldast hratt. Ef þú vilt byggja í Reykjavík verður þú að kaupa lóð. Ef þú átt bensínstöð þá færðu byggingaréttinn ókeypis. Sem sárabætur frá borginni vegna þess að rafbílar nota ekki bensínstöðvar. Og selja olíufélögin byggingaréttinn einhverjum braskara sem ætar líka að finna ókeypis peninga með braski sem á endanum lendir á kaupendum og leigjendum húsnæðisins, sem verða ævina á enda að þræla upp í braskgróðann. Við þurfum ekki að hafa þetta svona Þetta kerfi, þessi stjórnlausa braskvæðing húsnæðis, er svona vegna þess að einhver bjó það til og vegna þess að við látum þetta viðgangast. Og eins og þetta kerfi er mannana verk, sköpunarverk fársjúkrar valdastéttar sem er orðin stjórnlaus af græðgi, þá getum við allt eins búið til nýtt kerfi sem þjónar almenningi en ekki aðeins bröskurunum. Til þess þurfum við að vakna af dáleiðslunni. Braskararnir skapa engin verðmæti, þeir eru blóðsugur og sníkjudýr, óværa. Að fela þeim uppbyggingu húsnæðiskerfisins, grunnþáttar allrar velmegunar, er sturlun, brjálsemi, sem því miður stjórnmálastéttin er heltekin af. Megir þú vakna sem fyrst. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun