Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2021 09:15 Blóðslettur nærri brenndum líkum þorpsbúa í Done Taw í Búrma. AP Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. Ófæðið er sagt vera hefnd vegna árásar á bílalest hersins á svæðinu. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og sjálfstæðum fjölmiðlum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, að hermenn hafi ráðist á þorpið Done Taw í Sagaing-héraði og smalað saman ellefu íbúum þess inn í kofa. Þetta fólk var svo bundið saman og kveikt í þeim en í hópnum voru táningar. Myndir og myndbönd af brenndum líkum fólksins hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og hafa valdið mikilli reiði í Búrma, þar sem herinn tók völd í febrúar. Í kjölfarið hefur herinn verið sakaður um fjölmörg ódæði í landinu en AP segir þau virðast fara versnandi samhliða harðari mótspyrnu gegn herstjórninni. Vitni sem AP ræddi við sagði um fimmtíu hermenn hafa ráðist á þorpið á þriðjudaginn og handsamað alla þá sem tókst ekki að flýja. Önnur vitni sem vísað er í í þarlendum fjölmiðlum segja fórnarlömbin hafa tilheyrt nokkurskonar varnarsveit þorpsins sem íbúar hafi skipulagt sjálfir. Uppreisnarmenn hafa ráðist á hermenn í Sagaing-héraði og öðrum í norðvesturhluta landsins að undanförnu. Eftir að herinn tók völdin í landinu fóru fram umfangsmikil mótmæli víða um landið. Herinn mætti þeim af mikilli hörku og voru borgarar stráfelldir af hernum. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch kalla eftir því að alþjóðasamfélagið gangi úr skugga um að þeim herforingjum sem gáfu skipanir vegna ódæðisins verði refsað. Þá verði aðgengi herforingjastjórnarinnar að fjármagni takmarkað. „Heimildarmenn okkar segja þetta hafa verið drengi og ungt fólk sem var á röngum stað á röngum tíma,“ hefur AP eftir Manny Maung, talskonu HRW. Hún sagði fregnir hafa borist af sambærilegum ódæðum að undanförnu en í þetta sinn hafi það náðst á myndavélar. Herforingjastjórn Búrma hefur beitt mikilli hörku gegn mótmælendum eftir valdarán hersins. Fjölmargir liggja í valnum og þúsundir hafa verið handteknir.AP Maung segir augljóst að ódæðið hafi átt að uppgötvast. Markmið hersins sé að hræða fólk. Herinn framdi valdarán á þeim grundvelli að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningum í Búrma í fyrra. Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur í kosningunum en hún var nýverið dæmd í fangelsi fyrir að kynda undir mótmælum gegn herforingjastjórninni. Sjá einnig: Stytta refsingu Suu Kyi um helming Horforingjarnir sem stjórna Búrma hafa aldrei opinberað nokkurs konar sannanir um hið meinta kosningasvindl. Þá höfðu þeir einnig heitið því að halda nýjar kosningar í landinu en hafa ekki gert það. Ríkið með tvö nöfn Búrma gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Hernaður Mannréttindi Mjanmar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ófæðið er sagt vera hefnd vegna árásar á bílalest hersins á svæðinu. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og sjálfstæðum fjölmiðlum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, að hermenn hafi ráðist á þorpið Done Taw í Sagaing-héraði og smalað saman ellefu íbúum þess inn í kofa. Þetta fólk var svo bundið saman og kveikt í þeim en í hópnum voru táningar. Myndir og myndbönd af brenndum líkum fólksins hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og hafa valdið mikilli reiði í Búrma, þar sem herinn tók völd í febrúar. Í kjölfarið hefur herinn verið sakaður um fjölmörg ódæði í landinu en AP segir þau virðast fara versnandi samhliða harðari mótspyrnu gegn herstjórninni. Vitni sem AP ræddi við sagði um fimmtíu hermenn hafa ráðist á þorpið á þriðjudaginn og handsamað alla þá sem tókst ekki að flýja. Önnur vitni sem vísað er í í þarlendum fjölmiðlum segja fórnarlömbin hafa tilheyrt nokkurskonar varnarsveit þorpsins sem íbúar hafi skipulagt sjálfir. Uppreisnarmenn hafa ráðist á hermenn í Sagaing-héraði og öðrum í norðvesturhluta landsins að undanförnu. Eftir að herinn tók völdin í landinu fóru fram umfangsmikil mótmæli víða um landið. Herinn mætti þeim af mikilli hörku og voru borgarar stráfelldir af hernum. Sjá einnig: Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch kalla eftir því að alþjóðasamfélagið gangi úr skugga um að þeim herforingjum sem gáfu skipanir vegna ódæðisins verði refsað. Þá verði aðgengi herforingjastjórnarinnar að fjármagni takmarkað. „Heimildarmenn okkar segja þetta hafa verið drengi og ungt fólk sem var á röngum stað á röngum tíma,“ hefur AP eftir Manny Maung, talskonu HRW. Hún sagði fregnir hafa borist af sambærilegum ódæðum að undanförnu en í þetta sinn hafi það náðst á myndavélar. Herforingjastjórn Búrma hefur beitt mikilli hörku gegn mótmælendum eftir valdarán hersins. Fjölmargir liggja í valnum og þúsundir hafa verið handteknir.AP Maung segir augljóst að ódæðið hafi átt að uppgötvast. Markmið hersins sé að hræða fólk. Herinn framdi valdarán á þeim grundvelli að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningum í Búrma í fyrra. Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur í kosningunum en hún var nýverið dæmd í fangelsi fyrir að kynda undir mótmælum gegn herforingjastjórninni. Sjá einnig: Stytta refsingu Suu Kyi um helming Horforingjarnir sem stjórna Búrma hafa aldrei opinberað nokkurs konar sannanir um hið meinta kosningasvindl. Þá höfðu þeir einnig heitið því að halda nýjar kosningar í landinu en hafa ekki gert það. Ríkið með tvö nöfn Búrma gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Hernaður Mannréttindi Mjanmar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira