Samvinna formanns og varaformanns - sameiginlegar áskoranir Guðný Maja Riba skrifar 12. desember 2021 09:01 Af hverju ég - Mun eitthvað breytast með tilkomu minni? Já, ég treysti mér til þess að svara þessari spurningu játandi. Mig langar að sjá nýjar áherslur innan sambandsins og að ungir kennarar fái tækifæri að koma snemma að skipulagi og stjórnun, til að sýn og áherslur verði í takt við þau nýju viðmið sem þróast með endurnýjun stéttarinnar. Varaformaður þarf einnig að hafa sterka sýn og óbilandi trú á þeim verkefnum sem hann vinnur að. Hann þarf að þekkja styrkleika og veikleika menntamála á öllum skólastigum landsins, þora að segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Eins þarf varaformaður að vera óhræddur við að takast á við krefjandi verkefni og vera trúr sínum félagsmönnum þvert á öll skólastig – búi yfir óþreytandi elju og metnaði að gera betur. Ég get lofað því að þessum kostum er ég gædd og tel þekkingu mína og reynslu á málefnum skólanna mikla. Mikilvægt er að saman fari reynsla skólastjórnenda og kennara í forystu sambandsins. Ég tel afar mikilvægt að varaformaður hafi innsýn á þeim vanda sem kennarar standa frammi fyrir á gólfinu í sínum daglegu störfum, þekki vel þær áskoranir sem kennari tekst á við og þá fjölmörgu þætti sem við kennarar þurfum að leysa úr á hverjum degi. Geti leitt þá umræðu um þær bjargir sem þarf til að spyrna við því gríðarlegu álagi sem margir kennara þurfa að starfa við. Vissulega gætu margir hugsað að vænlegast sé að varaformaður sé af öðru skólastigi en grunnskóla því að ný kjörin formaður kemur úr grunnskólanum. Það er ekki síður mikilvægt að varaformaður geti unnið náið með formanni og sé framsækin og láti verkin tala – standi á sínu og hafi háleit markmið fyrir alla félagsmenn Kennarasambands Íslands. Ef varaformaður býr yfir þessum eiginleikum skiptir ekki máli af hvaða skólastigi hann kemur. Ég get fullvissað ykkur um að ég bý yfir þessum eiginleikum. Ég hef það sem þarf til að leiða öfluga fylkingu ásamt nýjum formanni - ég treysti mér að vinna í þágu allra félagsmanna og tala máli allra – alltaf, alla daga! Ég heiti því að leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Guðný Maja Riba Höfundur sækist eftir að verða varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af hverju ég - Mun eitthvað breytast með tilkomu minni? Já, ég treysti mér til þess að svara þessari spurningu játandi. Mig langar að sjá nýjar áherslur innan sambandsins og að ungir kennarar fái tækifæri að koma snemma að skipulagi og stjórnun, til að sýn og áherslur verði í takt við þau nýju viðmið sem þróast með endurnýjun stéttarinnar. Varaformaður þarf einnig að hafa sterka sýn og óbilandi trú á þeim verkefnum sem hann vinnur að. Hann þarf að þekkja styrkleika og veikleika menntamála á öllum skólastigum landsins, þora að segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Eins þarf varaformaður að vera óhræddur við að takast á við krefjandi verkefni og vera trúr sínum félagsmönnum þvert á öll skólastig – búi yfir óþreytandi elju og metnaði að gera betur. Ég get lofað því að þessum kostum er ég gædd og tel þekkingu mína og reynslu á málefnum skólanna mikla. Mikilvægt er að saman fari reynsla skólastjórnenda og kennara í forystu sambandsins. Ég tel afar mikilvægt að varaformaður hafi innsýn á þeim vanda sem kennarar standa frammi fyrir á gólfinu í sínum daglegu störfum, þekki vel þær áskoranir sem kennari tekst á við og þá fjölmörgu þætti sem við kennarar þurfum að leysa úr á hverjum degi. Geti leitt þá umræðu um þær bjargir sem þarf til að spyrna við því gríðarlegu álagi sem margir kennara þurfa að starfa við. Vissulega gætu margir hugsað að vænlegast sé að varaformaður sé af öðru skólastigi en grunnskóla því að ný kjörin formaður kemur úr grunnskólanum. Það er ekki síður mikilvægt að varaformaður geti unnið náið með formanni og sé framsækin og láti verkin tala – standi á sínu og hafi háleit markmið fyrir alla félagsmenn Kennarasambands Íslands. Ef varaformaður býr yfir þessum eiginleikum skiptir ekki máli af hvaða skólastigi hann kemur. Ég get fullvissað ykkur um að ég bý yfir þessum eiginleikum. Ég hef það sem þarf til að leiða öfluga fylkingu ásamt nýjum formanni - ég treysti mér að vinna í þágu allra félagsmanna og tala máli allra – alltaf, alla daga! Ég heiti því að leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Guðný Maja Riba Höfundur sækist eftir að verða varaformaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar