Breytt hugsun stjórnenda Bragi Bjarnason skrifar 15. desember 2021 09:31 Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir. Stjórnandi hjá fyrirtæki eða stofnun ber þó ekki bara ábyrgð á ákveðnu verkefni eða mannauð heldur líka eigin gjörðum og heilsu en sá þáttur lætur því miður stundum undan í hröðum heimi þar sem allt þarf að gerast í gær. Festast í skurðinum Hjá einstaklingi sem vinnur í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis eða stofnun eru það alla jafna taldir góðir kostir að vera áræðin, úrræðagóður, geta leyst úr hlutum og sýnt frumkvæði við sköpun nýrra tækifæra. Hættan er samt sú að þessi duglegi stjórnandi festist í því að vinna að öllu sjálfur enda er hann miklu fljótari að leysa verkefnið í stað þess að deila þeim með samstarfsmönnum og fá fleiri hendur og víðari hugsun að verkefninu. Hægt og rólega geta slíkir stjórnendur lent í því að festast í skurði, orðið slæm fyrirmynd samstarfsmanna og haft engan tíma eftir til að skapa nýja hluti eða sinna því sem þú áttir raunverulega að vera að gera sem stjórnandi. Hvað er það svo sem þú átt raunverulega að vera að gera? Stjórnandi er leiðandi afl í sínu teymi og á að veita því innblástur og trú til að vinna að ákveðnu verkefni eða finna ný tækifæri. Með því að virkja sitt teymi og gefa samstarfsmönnum trú, ábyrgð og þau verkfæri sem þarf til að leysa úr verkefnum hefur hann margfaldað sjálfan sig og aukið líkurnar á t.d. nýjum tækifærum fyrir fyrirtækið. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem nær því besta fram hjá samstarfsmönnum og gefur færi til að þróast í starfi, því einstaklingur sem fær tækifæri til að bera ábyrgð í rétta umhverfinu er líklegri til að standa undir því. Sem já, ætti að vera ávinningur fyrir fyrirtækið og gefur stjórnandanum aukið rými til að vinna að framþróun nýrra verkefna. Breytt hugsun Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sá eini á staðnum sem geti gert hlutina og verði að gera allt sjálfur þar sem enginn annar er fær um það eða of lengi að því. Sennilega ein af algengari mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að stjórnandi brennur út eða fer nokkuð nálægt því. Góð tímastjórnun, “Not to do” listi og markviss dreifing á ábyrgð og álagi eru nokkrar af mörgum leiðum stjórnenda til að ná enn betri árangri. Tími allra starfsmanna er mikilvægur og það er á ábyrgð stjórnanda að nýta hann sem og sinn sem best. Ef við stjórnendur viðurkennum það fyrir sjálfum okkur að við þurfum ekki gera allt sjálf, og það er í lagi að leita sér sérfræðiaðstoðar, þá er tíminn sem við leggjum í að leiða teymið okkar og virkja kosti samstarfsmanna tíma vel varið. Því ef við gefum okkur ekki tíma til að sá fræjunum þá verður engin uppskera. Höfundur er deildastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Bragi Bjarnason Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Hlutverk stjórnandans er margslungið og fjölbreytt og einstaklingar í því starfi sjá það eðlilega ekki allir eins. Hver mótar sinn stjórnunarstíl út frá karakter, námi, reynslu, vinnustaðamenningu og fleiri þáttum sem geta verið meðfæddir eða lærðir. Stjórnandi hjá fyrirtæki eða stofnun ber þó ekki bara ábyrgð á ákveðnu verkefni eða mannauð heldur líka eigin gjörðum og heilsu en sá þáttur lætur því miður stundum undan í hröðum heimi þar sem allt þarf að gerast í gær. Festast í skurðinum Hjá einstaklingi sem vinnur í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis eða stofnun eru það alla jafna taldir góðir kostir að vera áræðin, úrræðagóður, geta leyst úr hlutum og sýnt frumkvæði við sköpun nýrra tækifæra. Hættan er samt sú að þessi duglegi stjórnandi festist í því að vinna að öllu sjálfur enda er hann miklu fljótari að leysa verkefnið í stað þess að deila þeim með samstarfsmönnum og fá fleiri hendur og víðari hugsun að verkefninu. Hægt og rólega geta slíkir stjórnendur lent í því að festast í skurði, orðið slæm fyrirmynd samstarfsmanna og haft engan tíma eftir til að skapa nýja hluti eða sinna því sem þú áttir raunverulega að vera að gera sem stjórnandi. Hvað er það svo sem þú átt raunverulega að vera að gera? Stjórnandi er leiðandi afl í sínu teymi og á að veita því innblástur og trú til að vinna að ákveðnu verkefni eða finna ný tækifæri. Með því að virkja sitt teymi og gefa samstarfsmönnum trú, ábyrgð og þau verkfæri sem þarf til að leysa úr verkefnum hefur hann margfaldað sjálfan sig og aukið líkurnar á t.d. nýjum tækifærum fyrir fyrirtækið. Mikilvægt er að skapa umhverfi sem nær því besta fram hjá samstarfsmönnum og gefur færi til að þróast í starfi, því einstaklingur sem fær tækifæri til að bera ábyrgð í rétta umhverfinu er líklegri til að standa undir því. Sem já, ætti að vera ávinningur fyrir fyrirtækið og gefur stjórnandanum aukið rými til að vinna að framþróun nýrra verkefna. Breytt hugsun Það getur verið erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé ekki sá eini á staðnum sem geti gert hlutina og verði að gera allt sjálfur þar sem enginn annar er fær um það eða of lengi að því. Sennilega ein af algengari mistökum og getur auðveldlega orðið til þess að stjórnandi brennur út eða fer nokkuð nálægt því. Góð tímastjórnun, “Not to do” listi og markviss dreifing á ábyrgð og álagi eru nokkrar af mörgum leiðum stjórnenda til að ná enn betri árangri. Tími allra starfsmanna er mikilvægur og það er á ábyrgð stjórnanda að nýta hann sem og sinn sem best. Ef við stjórnendur viðurkennum það fyrir sjálfum okkur að við þurfum ekki gera allt sjálf, og það er í lagi að leita sér sérfræðiaðstoðar, þá er tíminn sem við leggjum í að leiða teymið okkar og virkja kosti samstarfsmanna tíma vel varið. Því ef við gefum okkur ekki tíma til að sá fræjunum þá verður engin uppskera. Höfundur er deildastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun