Leikmenn hverfa á miðju HM kvenna í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 14:00 Shaghayegh Bapiri í leik með Íran á HM en hún er nú horfin. IHF Íranska landsliðið er að keppa á HM kvenna í handbolta sem nú stendur yfir á Spáni. Það lítur út fyrir það að það munu ekki allir leikmenn liðsins skila sér heim af mótinu. Þá sögu geta fleiri lönd sagt. Þetta er mjög sérstakt heimsmeistaramót hjá konunum því ákveðið var að fjölga liðum á mótinu og fyrir vikið hafa sumar þjóðir verið að stíga sín fyrstu skref á móti sem þessu. Ännu en VM-spelare är spårlöst försvunnen.https://t.co/8DFzxorZWs— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 15, 2021 Það hefur ekki aðeins þýtt að bestu liðin hafa unnið mjög marga risasigra heldur virðist vera sem svo að leikmenn sumra þjóða hafi ákveðið að nýta sér tækifærið til að komast til Evrópu. Fyrst hurfu fjórir leikmenn kamerúnska landsliðsins og nú hefur einn leikmaður íranska landsliðsins einnig gufað upp. Leikmennirnir frá Kamerún skiluðu sér aldrei í kórónuveirupróf fyrir leik á móti Angóla og hafa ekki sést síðan. El País sagði frá því að síðast sást til leikmannanna fjögurra stíga upp í leigubíl fyrir framan liðshótelið. Nú síðast segir TV2 Sport í Noregi frá því að íranska handboltakonan Shaghayegh Bapiri sé horfin. Bapiri er þrítug og spilar með Eshtad Sazeh Mashhad í heimalandinu eins og flestir leikmenn landsliðsins. Í gær uppgötvaðist það fyrst að Shaghayegh væri horfin en hún er reyndasti leikmaður íranska liðsins með 285 landsleiki fyrir heimsmeistaramótið. Alþjóða handboltasambandið og spænskir mótshaldarar hafa staðfest það að enginn viti hvar Shaghayegh sé niðurkomin. Þeir segja lítið geta gert ef leikmaður sé staðráðin í að koma sér í burtu enda sé liðshótelið ekki eins og fangelsi. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Þetta er mjög sérstakt heimsmeistaramót hjá konunum því ákveðið var að fjölga liðum á mótinu og fyrir vikið hafa sumar þjóðir verið að stíga sín fyrstu skref á móti sem þessu. Ännu en VM-spelare är spårlöst försvunnen.https://t.co/8DFzxorZWs— Johan Flinck (@JohanFlinck) December 15, 2021 Það hefur ekki aðeins þýtt að bestu liðin hafa unnið mjög marga risasigra heldur virðist vera sem svo að leikmenn sumra þjóða hafi ákveðið að nýta sér tækifærið til að komast til Evrópu. Fyrst hurfu fjórir leikmenn kamerúnska landsliðsins og nú hefur einn leikmaður íranska landsliðsins einnig gufað upp. Leikmennirnir frá Kamerún skiluðu sér aldrei í kórónuveirupróf fyrir leik á móti Angóla og hafa ekki sést síðan. El País sagði frá því að síðast sást til leikmannanna fjögurra stíga upp í leigubíl fyrir framan liðshótelið. Nú síðast segir TV2 Sport í Noregi frá því að íranska handboltakonan Shaghayegh Bapiri sé horfin. Bapiri er þrítug og spilar með Eshtad Sazeh Mashhad í heimalandinu eins og flestir leikmenn landsliðsins. Í gær uppgötvaðist það fyrst að Shaghayegh væri horfin en hún er reyndasti leikmaður íranska liðsins með 285 landsleiki fyrir heimsmeistaramótið. Alþjóða handboltasambandið og spænskir mótshaldarar hafa staðfest það að enginn viti hvar Shaghayegh sé niðurkomin. Þeir segja lítið geta gert ef leikmaður sé staðráðin í að koma sér í burtu enda sé liðshótelið ekki eins og fangelsi.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira