Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 15:47 Þungavigtin Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Matthías Orri Sigurðarson fóru saman yfir íslenska körfuboltann í nýjustu Þungavigtinni en í fyrsta sinn í langan tíma þá verður spilað í úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs. Meðal leikja í Subway-deildinni yfir hátíðirnar verður nágrannslagur Vals og KR og Reykjanesbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Mike hefur miklar áhyggjur af körfuboltaliði KR eftir erfiðar vikur að undanförnu þar sem liðið hefur meðal annars misst marga leikmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. „Staðan er bara þannig að KR getur ekki verið í næstefstu deild á næsta ári í körfunni,“ sagði Mikael Nikulásson og hefur miklar áhyggur af margfaldir íslandsmeistarar séu að fara að falla úr Subway-deildinni næsta vor. „Mike, það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Rikki G. „Það var nákvæmlega sama sagt um Njarðvík í fyrra og þeir áttu þá að falla. Ef það hefði ekki verið Covid þá hefðu þeir fallið. Þeir unnu síðustu þrjá leikina,“ sagði Mikael. „Ég sé ekki þetta KR-lið fara í síðustu þrjá leikina þar sem þeir mæta Val og Þór Þorlákshöfn eða eitthvað, og vinna þá leiki ef þeir lenda í sömu stöðu og Njarðvík í fyrra. Ef þeir ná að grísa tíunda sætið þá verða bara Þór og Vestri fyrir neðan þá en ekkert annað lið. Þetta er óásættanlegt í Vesturbæ,“ sagði Mikael. „Ertu alveg,“ náði Matthías Orri að skjóta inn í en komst ekki mikið lengra því það lá mikið á Mike. „KR er að skíttapa öllum leikjum sem þeir spila. Ég er búinn að segja þetta við Kjartan Atla í allan vetur. Hann er að segja að þeir séu með fínt lið. Já einmitt. Þeir eru að skíttapa öllum leikjum og þetta er það nákvæmlega sama og fyrir áramót í fyrra. Þeir bættu þetta eftir áramót en liðið í fyrra var miklu betra. Matti var þá og Tyler Sabin,“ sagði Mikael. Klippa: Þungavigtin: Er KR að fara að falla í körfuboltanum? „Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með KR núna. Liðin fá þrjá til fjóra möguleika í hverri einustu sókn til að skora stig. Þegar það er þannig þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki,“ sagði Mikael. „Mike er kannski að láta aðeins tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er auðvitað stuðningsmaður KR. KR þarf að styrkja liðið eftir áramót og ekki seinna en það,“ sagði Rikki G og beindi orðum sínum til Matthíasar. „Þetta eru tveir valmöguleikar. Annað hvort eru þeir að fara að sækja sér einn í viðbót fyrir Dani (Koljanin) og spila þá meira á þessum ungu og vera með svoleiðis verkefni í gangi. Eða að sækja sér tvo, verða stórir og koma inn í úrslitakeppnina. Hvor leiðin sem þeir fara þá get ég lofað því að þeir verða aldrei nálægt því að falla,“ sagði Matthías Orri. Þeir félagar völdu úrvalslið Subway-deildarinnar fyrir jól og fóru yfir fleiri í íslenska körfuboltalanum. Það má finna allan þáttinn inn á tal.is/vigtin og þar er líka hægt að tryggja sér áskrift. Subway-deild karla KR Körfubolti Þungavigtin Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Meðal leikja í Subway-deildinni yfir hátíðirnar verður nágrannslagur Vals og KR og Reykjanesbæjarslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Mike hefur miklar áhyggjur af körfuboltaliði KR eftir erfiðar vikur að undanförnu þar sem liðið hefur meðal annars misst marga leikmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. „Staðan er bara þannig að KR getur ekki verið í næstefstu deild á næsta ári í körfunni,“ sagði Mikael Nikulásson og hefur miklar áhyggur af margfaldir íslandsmeistarar séu að fara að falla úr Subway-deildinni næsta vor. „Mike, það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Rikki G. „Það var nákvæmlega sama sagt um Njarðvík í fyrra og þeir áttu þá að falla. Ef það hefði ekki verið Covid þá hefðu þeir fallið. Þeir unnu síðustu þrjá leikina,“ sagði Mikael. „Ég sé ekki þetta KR-lið fara í síðustu þrjá leikina þar sem þeir mæta Val og Þór Þorlákshöfn eða eitthvað, og vinna þá leiki ef þeir lenda í sömu stöðu og Njarðvík í fyrra. Ef þeir ná að grísa tíunda sætið þá verða bara Þór og Vestri fyrir neðan þá en ekkert annað lið. Þetta er óásættanlegt í Vesturbæ,“ sagði Mikael. „Ertu alveg,“ náði Matthías Orri að skjóta inn í en komst ekki mikið lengra því það lá mikið á Mike. „KR er að skíttapa öllum leikjum sem þeir spila. Ég er búinn að segja þetta við Kjartan Atla í allan vetur. Hann er að segja að þeir séu með fínt lið. Já einmitt. Þeir eru að skíttapa öllum leikjum og þetta er það nákvæmlega sama og fyrir áramót í fyrra. Þeir bættu þetta eftir áramót en liðið í fyrra var miklu betra. Matti var þá og Tyler Sabin,“ sagði Mikael. Klippa: Þungavigtin: Er KR að fara að falla í körfuboltanum? „Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með KR núna. Liðin fá þrjá til fjóra möguleika í hverri einustu sókn til að skora stig. Þegar það er þannig þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki,“ sagði Mikael. „Mike er kannski að láta aðeins tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og er auðvitað stuðningsmaður KR. KR þarf að styrkja liðið eftir áramót og ekki seinna en það,“ sagði Rikki G og beindi orðum sínum til Matthíasar. „Þetta eru tveir valmöguleikar. Annað hvort eru þeir að fara að sækja sér einn í viðbót fyrir Dani (Koljanin) og spila þá meira á þessum ungu og vera með svoleiðis verkefni í gangi. Eða að sækja sér tvo, verða stórir og koma inn í úrslitakeppnina. Hvor leiðin sem þeir fara þá get ég lofað því að þeir verða aldrei nálægt því að falla,“ sagði Matthías Orri. Þeir félagar völdu úrvalslið Subway-deildarinnar fyrir jól og fóru yfir fleiri í íslenska körfuboltalanum. Það má finna allan þáttinn inn á tal.is/vigtin og þar er líka hægt að tryggja sér áskrift.
Subway-deild karla KR Körfubolti Þungavigtin Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu