Áhöfn olíuskips á útopnu að þjóna loðnubræðslum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2021 22:44 Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf. Sigurjón Ólason Viðbótar olíuflutningar til loðnuverksmiðja til að mæta óvæntri raforkuskerðingu jafngilda farmi 550 olíubíla af stærstu gerð. Umferð olíutrukka á þjóðvegunum mun þó ekki aukast því eina olíuskip Íslendinga fer í verkefnið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja fengu óvænt þær fréttir frá Landsvirkjun fyrir tólf dögum, í upphafi loðnuvertíðar, að engin afgangsorka væri til í kerfinu. Þeir þyrftu að keyra rafvæddar loðnubræðslurnar á olíu. Við spurðum Hörð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf., hvað þetta væri stórt dæmi sem fyrirtækið hefði núna allt í einu fengið upp í hendurnar: „Þetta er náttúrlega viðbót við það sem verið hefur undanfarin ár vegna þess að þetta er extra stór vertíð. Og við gerum ráð fyrir því að þá verði þetta auka 20 milljónir lítra, sem við þurfum að koma til verksmiðja í landinu,“ svarar Hörður og miðar við þá forsendu að engin raforka fáist í bræðslurnar. Olíubílar lestaðir í olíustöðinni í Örfirisey.Sigurjón Ólason Til að átta sig betur á magninu má geta þess að þetta er álíka og rúmast í 550 olíuflutningabílum af lengri gerðinni, að sögn Harðar. Olían verður þó ekki flutt á trukkum um þjóðvegina. „Nei, við flytjum þetta allt saman með Keili. Við erum að þjónusta sjö verksmiðjur í landinu. Allt eldsneyti sem þær nota, fyrir utan rafmagn, verður flutt með Keili. Við þurfum svona 26 aukaferðir með Keili.“ Þetta þýðir þrjá til fjóra skipsfarma að jafnaði á hverja verksmiðju. Nokkrar þeirra munu þó fá olíu með skipum beint frá útlöndum. En svo mikið er víst; það er hafin törn hjá skipverjunum á Keili. Olíuskipið Keilir á leið að olíubryggjunni í Örfirisey síðastliðinn fimmtudag.Sigurjón Ólason „Já, já. Það er bara unnið alla daga allan sólarhringinn á Keili núna framundan næstu mánuði. Það er bara skiptiáhöfn á honum.“ -Þannig að hann verður alveg á útopnu? „Hann verður alveg á útopnu, alla daga. Þetta er nú eina olíuflutningaskipið sem Íslendingar eiga. Þannig að við leggjum mikið traust á það.“ -En fyrir ykkur í olíubransanum, eruð þið ekki bara að gleðjast yfir þessum auknu verkefnum? „Jú, gera það ekki allir sem fá aukin verkefni? Þeir gleðjast. Við tökum bara þátt í gleðinni með fiskimjölsframleiðendum,“ svarar forstjóri Olíudreifingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bensín og olía Orkumál Sjávarútvegur Loðnuveiðar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja fengu óvænt þær fréttir frá Landsvirkjun fyrir tólf dögum, í upphafi loðnuvertíðar, að engin afgangsorka væri til í kerfinu. Þeir þyrftu að keyra rafvæddar loðnubræðslurnar á olíu. Við spurðum Hörð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar ehf., hvað þetta væri stórt dæmi sem fyrirtækið hefði núna allt í einu fengið upp í hendurnar: „Þetta er náttúrlega viðbót við það sem verið hefur undanfarin ár vegna þess að þetta er extra stór vertíð. Og við gerum ráð fyrir því að þá verði þetta auka 20 milljónir lítra, sem við þurfum að koma til verksmiðja í landinu,“ svarar Hörður og miðar við þá forsendu að engin raforka fáist í bræðslurnar. Olíubílar lestaðir í olíustöðinni í Örfirisey.Sigurjón Ólason Til að átta sig betur á magninu má geta þess að þetta er álíka og rúmast í 550 olíuflutningabílum af lengri gerðinni, að sögn Harðar. Olían verður þó ekki flutt á trukkum um þjóðvegina. „Nei, við flytjum þetta allt saman með Keili. Við erum að þjónusta sjö verksmiðjur í landinu. Allt eldsneyti sem þær nota, fyrir utan rafmagn, verður flutt með Keili. Við þurfum svona 26 aukaferðir með Keili.“ Þetta þýðir þrjá til fjóra skipsfarma að jafnaði á hverja verksmiðju. Nokkrar þeirra munu þó fá olíu með skipum beint frá útlöndum. En svo mikið er víst; það er hafin törn hjá skipverjunum á Keili. Olíuskipið Keilir á leið að olíubryggjunni í Örfirisey síðastliðinn fimmtudag.Sigurjón Ólason „Já, já. Það er bara unnið alla daga allan sólarhringinn á Keili núna framundan næstu mánuði. Það er bara skiptiáhöfn á honum.“ -Þannig að hann verður alveg á útopnu? „Hann verður alveg á útopnu, alla daga. Þetta er nú eina olíuflutningaskipið sem Íslendingar eiga. Þannig að við leggjum mikið traust á það.“ -En fyrir ykkur í olíubransanum, eruð þið ekki bara að gleðjast yfir þessum auknu verkefnum? „Jú, gera það ekki allir sem fá aukin verkefni? Þeir gleðjast. Við tökum bara þátt í gleðinni með fiskimjölsframleiðendum,“ svarar forstjóri Olíudreifingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bensín og olía Orkumál Sjávarútvegur Loðnuveiðar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14