Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldið úti auknu eftirliti með ökumönnum á aðventunni og þá sérstaklega um helgina þegar svokallað Twitter-maraþon lögreglunnar fór fram.
Maraþonið fór fram á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags og greindi lögreglan meðal annars frá nokkrum umferðarslysum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun og einn ölvaður bakkaði meira að segja á lögreglubíl.
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að tuttugu þeirra sem voru teknir fyrir akstur undir áhrifum voru stöðvaðir í Reykjavík, fimm í Garðabæ og tveir í Kópavogi og Hafnarfirði.
Þetta voru 26 karlmenn á aldrinum 21 til 65 ára og þrjár konur, 19 til 24 ára.