Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 10:06 Suður-Afríka hefur verið leiðandi í bólusetningum gegn Covid-19 í Afríku. EPA-EFE/Kim Ludbrook Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni í Afríku en í Suður-Afríku og hvergi fleiri látist vegna veirunnar í heimsálfunni en þar. Fyrir utan þetta hefur Suður-Afríka verið leiðandi í bólusetningum í álfunni og sjónir flestra beinst að landinu þar sem Suður-Afríka var eitt þeirra landa sem fyrst greindi ómíkron-afbrigði veirunnar. Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf það út á föstudag að þeir sem ekki hafi einkenni veirunnar, en hafa komist í nálægð við hana, þurfi hvorki að fara í PCR-próf né í sóttkví en eigi þó að fylgjast með því hvort þeir þrói með sér einkenni fimm til sjö daga eftir að þeir eru útsettir fyrir smiti. Þá er þeim gert að fara ekki á mannmarga staði fyrstu vikuna eftir útsetningu. Þeir einir sem þróa með sér einkenni þurfa að fara í próf og þeir sem sýna mild einkenni veikinda þurfa aðeins að fara í einangrun í átta daga. Þeir sem verða mikið veikir eiga að fara í tíu daga einangrun. Þá verður öllum sóttkvíarhótelum lokað og smitrakningu verður hætt, fyrir utan þau tilfelli þar sem smitaður hefur verið í mikilli mannmergð. Sibongiseni Dhlomo, staðgengill heilbrigðisráðherra, sagði í tilkynningu að ákvörðunin væri byggð á ráðleggingum sérfræðinga, sem telji sóttkvíaraðgerðir engu skila lengur. Þá meti sérfræðingar það svo að um 60% þjóðarinnar hafi vörn gegn ómíkron-smiti, annað hvort með bólusetningu eða fyrra smiti. Auk þess sýni meirihluti smitaðra lítil sem engin einkenni og fáir greinist því með afbrigðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni í Afríku en í Suður-Afríku og hvergi fleiri látist vegna veirunnar í heimsálfunni en þar. Fyrir utan þetta hefur Suður-Afríka verið leiðandi í bólusetningum í álfunni og sjónir flestra beinst að landinu þar sem Suður-Afríka var eitt þeirra landa sem fyrst greindi ómíkron-afbrigði veirunnar. Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf það út á föstudag að þeir sem ekki hafi einkenni veirunnar, en hafa komist í nálægð við hana, þurfi hvorki að fara í PCR-próf né í sóttkví en eigi þó að fylgjast með því hvort þeir þrói með sér einkenni fimm til sjö daga eftir að þeir eru útsettir fyrir smiti. Þá er þeim gert að fara ekki á mannmarga staði fyrstu vikuna eftir útsetningu. Þeir einir sem þróa með sér einkenni þurfa að fara í próf og þeir sem sýna mild einkenni veikinda þurfa aðeins að fara í einangrun í átta daga. Þeir sem verða mikið veikir eiga að fara í tíu daga einangrun. Þá verður öllum sóttkvíarhótelum lokað og smitrakningu verður hætt, fyrir utan þau tilfelli þar sem smitaður hefur verið í mikilli mannmergð. Sibongiseni Dhlomo, staðgengill heilbrigðisráðherra, sagði í tilkynningu að ákvörðunin væri byggð á ráðleggingum sérfræðinga, sem telji sóttkvíaraðgerðir engu skila lengur. Þá meti sérfræðingar það svo að um 60% þjóðarinnar hafi vörn gegn ómíkron-smiti, annað hvort með bólusetningu eða fyrra smiti. Auk þess sýni meirihluti smitaðra lítil sem engin einkenni og fáir greinist því með afbrigðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04
Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01