Birti bækur þar sem hann nefndi verðandi fórnarlömb sín Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 10:25 Fólk syrgir þá sem myrtir voru í Denver á dögunum. AP/David Zalubowski Maður sem sakaður er um að hafa skotið fimm til bana í Denver í Bandaríkjunum er talinn hafa birt bækur á netinu þar sem hann lýsti sambærilegri árás og nefndi nokkur af fórnarlömbum sínum. Lyndon James McLeod fór víðsvegar um borgina og skaut fólk á mismunandi stöðum á innan við klukkustund en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Lögreglan segir þó að McLeod hafi þekkt flest fórnarlamba sinna en hann skaut fjóra á mismunandi húðflúrstofum. Tveir særðust í árás hans og þar a meðal einn lögregluþjónn sem skaut McLeod til bana en McLeod skaut á fólk á fjórum húðflúrstofum og hóteli. Hann er sagður hafa þekkt öll fórnarlömb sín, nema unga konu sem hann skaut á hótelinu. Tvö af fórnarlömbum McLeod unnu með honum á húðflúrstofu sem hann átti með öðrum. Viðmælendur Denver Post segja þann rekstur hafa misheppnast og þá að mestu vegna hegðunar hans og framkomu. Enginn hafi getað unnið með honum. Bækurnar innihalda rasisma og kvenhatur Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði McLeod skrifað skáldsögur undir dulnefninu Roman McClay en fjalla um mann sem heitir einnig Lyndon. Í einni bókinni myrðir hann fólk í samkvæmi hjá manni persónu sem heitir Michael Swinyard. Eitt fórnarlamba McLeod hét Michael Swinyard. Denver Post segir bækur McLeod innihalda rasisma, kvenhatur og kafla sem byggi á reiði vegna hnattvæðingar. Í annarri bók sem hann birti, myrti Lyndon konu sem hét Alicia Cardenas, sem var fyrsta fórnarlamb McLeods og nefndi hann einnig húðflúrstofuna sem hún átti í bókinni. McLeod átti húðflúrstofuna á árum áður en Cardenas tók við rekstri hennar fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur sagt að McLeod hafi þekkt öll sín fórnarlömb, nema það síðasta. Það var 28 ára gömul kona sem hét Sarah Steck en hún starfaði á hóteli sem lögreglan segir McLeod hafa átt í viðskiptum við. Þá hefur Paul Pazen, lögreglustjóri Denver, sagt að McLeod hafi verið þekktur af lögreglu. Hann sagði McLeod hafa verið til rannsóknar í fyrra og árið 2020 en neitaði að segja af hverju. Skiptist ítrekað á skotum við lögreglu Árásin fór þannig fram að McLeod byrjaði á því að skjóta Cardenas og aðra konu til bana í húðflúrstofu hennar en þar særði hann einnig mann. Því næst ruddihan sér leið inn á heimili þar sem önnur húðflúrstofa var starfrækt og skaut á fólk þar, án þess þó að hæfa neinn. Skömmu eftir það lenti hann í skotbardaga við lögregluþjón en tókst að flýja eftir að hafa gert bíl lögregluþjónsins óökufæran. Í kjölfar þess myrti hann einn mann til viðbótar á annarri húðflúrstofu. Þá bar lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við McLeod sem hljóp á brott. Hann ógnaði fólki á veitingastað en hljóp svo inn á Hyatt house hótelið þar sem hann skaut hina 28 ára gömlu Söruh Steck. Um það bil mínútu eftir það varð hann á vegi lögreglukonunnar Ashley Ferris sem skipaði honum að leggja frá sér byssuna. Honum tókst að skjóta hana í kviðinn en hún svaraði skothríð McLeods og skaut hann til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Lögreglan segir þó að McLeod hafi þekkt flest fórnarlamba sinna en hann skaut fjóra á mismunandi húðflúrstofum. Tveir særðust í árás hans og þar a meðal einn lögregluþjónn sem skaut McLeod til bana en McLeod skaut á fólk á fjórum húðflúrstofum og hóteli. Hann er sagður hafa þekkt öll fórnarlömb sín, nema unga konu sem hann skaut á hótelinu. Tvö af fórnarlömbum McLeod unnu með honum á húðflúrstofu sem hann átti með öðrum. Viðmælendur Denver Post segja þann rekstur hafa misheppnast og þá að mestu vegna hegðunar hans og framkomu. Enginn hafi getað unnið með honum. Bækurnar innihalda rasisma og kvenhatur Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði McLeod skrifað skáldsögur undir dulnefninu Roman McClay en fjalla um mann sem heitir einnig Lyndon. Í einni bókinni myrðir hann fólk í samkvæmi hjá manni persónu sem heitir Michael Swinyard. Eitt fórnarlamba McLeod hét Michael Swinyard. Denver Post segir bækur McLeod innihalda rasisma, kvenhatur og kafla sem byggi á reiði vegna hnattvæðingar. Í annarri bók sem hann birti, myrti Lyndon konu sem hét Alicia Cardenas, sem var fyrsta fórnarlamb McLeods og nefndi hann einnig húðflúrstofuna sem hún átti í bókinni. McLeod átti húðflúrstofuna á árum áður en Cardenas tók við rekstri hennar fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur sagt að McLeod hafi þekkt öll sín fórnarlömb, nema það síðasta. Það var 28 ára gömul kona sem hét Sarah Steck en hún starfaði á hóteli sem lögreglan segir McLeod hafa átt í viðskiptum við. Þá hefur Paul Pazen, lögreglustjóri Denver, sagt að McLeod hafi verið þekktur af lögreglu. Hann sagði McLeod hafa verið til rannsóknar í fyrra og árið 2020 en neitaði að segja af hverju. Skiptist ítrekað á skotum við lögreglu Árásin fór þannig fram að McLeod byrjaði á því að skjóta Cardenas og aðra konu til bana í húðflúrstofu hennar en þar særði hann einnig mann. Því næst ruddihan sér leið inn á heimili þar sem önnur húðflúrstofa var starfrækt og skaut á fólk þar, án þess þó að hæfa neinn. Skömmu eftir það lenti hann í skotbardaga við lögregluþjón en tókst að flýja eftir að hafa gert bíl lögregluþjónsins óökufæran. Í kjölfar þess myrti hann einn mann til viðbótar á annarri húðflúrstofu. Þá bar lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við McLeod sem hljóp á brott. Hann ógnaði fólki á veitingastað en hljóp svo inn á Hyatt house hótelið þar sem hann skaut hina 28 ára gömlu Söruh Steck. Um það bil mínútu eftir það varð hann á vegi lögreglukonunnar Ashley Ferris sem skipaði honum að leggja frá sér byssuna. Honum tókst að skjóta hana í kviðinn en hún svaraði skothríð McLeods og skaut hann til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05