„Skjóta fjandans veiruna á braut“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 13:00 Flugeldasala í morgun. stöð2 Flugeldasala Landsbjargar hefur gengið vel í ár. Viðskiptavinur segir að í kvöld verði kórónuveiran skotin burt fyrir fullt og allt. Flugeldasala hefur gengið vel í ár að sögn sölustjóra hjá Landsbjörg. Stjörnuljós, rakettur og stórar bombur eru venju samkvæmt vinsælastar. Þetta hefur að einhverju leyti verið hamfaraár. Er fólk spennt að sprengja það burt? „Já eigum við ekki að segja að fólk sé mjög spennt fyrir kvöldinu. Það er að minnsta kosti mjög mikil spenna hér inni,“ sagði Edda Anika Einarsdóttir, sölustjóri Gróubúð. „Ég kaupi nú alltaf eitthvað pínu lítið en það hefur minnkað verulega með árunum en nú sá ég ástæðu til þess að reyna að finna mér eitthvað til þess að skjóta fjandans veiruna á braut. Nú verður hún skotin á braut,“ sagði Stefán Guðsteinsson. Þegar fréttastofu bar að garði var hópur ferðamanna í kynningarferð í flugeldasölunni, en það er árleg hefð. „Ég skýri fyrir þeim sprengigleði Íslendinga. Ég skýri fyrir þeim samtökin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitina og hvernig við byggjum þetta upp. Þetta vekur alltaf mikla athygli þegar við segjum frá því hvernig við gerum þetta á Íslandi. Bæði flugeldarnir og björgunarstarfið,“ sagði Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður. „En það eru útlendingar sem hafa komið hingað nokkur ár í röð og eru komnir til Íslands til þess að skjóta flugeldum og þeir koma og kaupa almennilega flugelda. Styrkja okkur vel.“ Á að taka á því í kvöld? „Já svona eins og aðstæður bjóða upp á já,“ sagði Stefán. Einhver skilaboð inn í nýja árið? „Fara varlega. Bæði í flugeldamálum og veirumálum. Það hlýtur að vera markmið okkar að komast út úr þessum fjanda.“ Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Tengdar fréttir Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 31. desember 2021 09:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Flugeldasala hefur gengið vel í ár að sögn sölustjóra hjá Landsbjörg. Stjörnuljós, rakettur og stórar bombur eru venju samkvæmt vinsælastar. Þetta hefur að einhverju leyti verið hamfaraár. Er fólk spennt að sprengja það burt? „Já eigum við ekki að segja að fólk sé mjög spennt fyrir kvöldinu. Það er að minnsta kosti mjög mikil spenna hér inni,“ sagði Edda Anika Einarsdóttir, sölustjóri Gróubúð. „Ég kaupi nú alltaf eitthvað pínu lítið en það hefur minnkað verulega með árunum en nú sá ég ástæðu til þess að reyna að finna mér eitthvað til þess að skjóta fjandans veiruna á braut. Nú verður hún skotin á braut,“ sagði Stefán Guðsteinsson. Þegar fréttastofu bar að garði var hópur ferðamanna í kynningarferð í flugeldasölunni, en það er árleg hefð. „Ég skýri fyrir þeim sprengigleði Íslendinga. Ég skýri fyrir þeim samtökin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitina og hvernig við byggjum þetta upp. Þetta vekur alltaf mikla athygli þegar við segjum frá því hvernig við gerum þetta á Íslandi. Bæði flugeldarnir og björgunarstarfið,“ sagði Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður. „En það eru útlendingar sem hafa komið hingað nokkur ár í röð og eru komnir til Íslands til þess að skjóta flugeldum og þeir koma og kaupa almennilega flugelda. Styrkja okkur vel.“ Á að taka á því í kvöld? „Já svona eins og aðstæður bjóða upp á já,“ sagði Stefán. Einhver skilaboð inn í nýja árið? „Fara varlega. Bæði í flugeldamálum og veirumálum. Það hlýtur að vera markmið okkar að komast út úr þessum fjanda.“
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Tengdar fréttir Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 31. desember 2021 09:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 31. desember 2021 09:15