Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. janúar 2022 00:28 Vaktmaður hjá slökkviliðinu segir ástandið skelfilegt. Sírenuvæl hefur borist víða um borgina í kvöld og nótt. „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. „Þetta er bara út um allt, það er bara þannig,“ sagði vaktmaðurinn, sem er nafnlaus þar sem hann hafði ekki tíma til að svara spurningum blaðamanns. Hann sagði sum útköllin hafa verið vegna smærri uppákoma en önnur vegna mikilla elda. Allt tiltækt lið væri nú úti að berjast við eld og skilaboð vaktmannsins einföld: Hættið að skjóta flugeldum. Vísir heyrði í íbúa í Grafarvogi sem hóf árið á sótsvörtum skóm og í sviðnuðum náttbuxum en sá hljóp út þegar hann varð var við eld við Víkurskóla í Grafarvogi. Tókst honum að slökkva eldinn en sagði að illa hefði getað farið. Nágrannar höfðu hringt á slökkvilið en manninum var ekki kunnugt um hvort það hefði komið á staðinn. Sagði hann eldinn líklega hafa kviknað vegna flugelda. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi um klukkan 00.40 að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu til að aðstoða við slökkvistörf. Sagði hann fordæmi fyrir því að sveitirnar veittu slökkviliðinu hjálparhönd en það hefði síðast gerst þegar gróðureldar geisuðu í Heiðmörk í vor. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa nokkrir eldar kviknað í Grafarvogi og í Mosfellsbæ. Þá hafa fregnir einnig borist af eldum á Selfossi, í Grímsnesi, á Patreksfirði og víðar. Hafnarfréttir hafa meðal annars greint frá sinubruna vestan Eyjahrauns en þar virðist slökkvistarf ganga vel. Þá logar mikill eldur í Tjarnabyggð skammt frá Eyrarbakka. Slökkvilið Áramót Flugeldar Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Þetta er bara út um allt, það er bara þannig,“ sagði vaktmaðurinn, sem er nafnlaus þar sem hann hafði ekki tíma til að svara spurningum blaðamanns. Hann sagði sum útköllin hafa verið vegna smærri uppákoma en önnur vegna mikilla elda. Allt tiltækt lið væri nú úti að berjast við eld og skilaboð vaktmannsins einföld: Hættið að skjóta flugeldum. Vísir heyrði í íbúa í Grafarvogi sem hóf árið á sótsvörtum skóm og í sviðnuðum náttbuxum en sá hljóp út þegar hann varð var við eld við Víkurskóla í Grafarvogi. Tókst honum að slökkva eldinn en sagði að illa hefði getað farið. Nágrannar höfðu hringt á slökkvilið en manninum var ekki kunnugt um hvort það hefði komið á staðinn. Sagði hann eldinn líklega hafa kviknað vegna flugelda. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi um klukkan 00.40 að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu til að aðstoða við slökkvistörf. Sagði hann fordæmi fyrir því að sveitirnar veittu slökkviliðinu hjálparhönd en það hefði síðast gerst þegar gróðureldar geisuðu í Heiðmörk í vor. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa nokkrir eldar kviknað í Grafarvogi og í Mosfellsbæ. Þá hafa fregnir einnig borist af eldum á Selfossi, í Grímsnesi, á Patreksfirði og víðar. Hafnarfréttir hafa meðal annars greint frá sinubruna vestan Eyjahrauns en þar virðist slökkvistarf ganga vel. Þá logar mikill eldur í Tjarnabyggð skammt frá Eyrarbakka.
Slökkvilið Áramót Flugeldar Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira