Þríhálsbrotnaði lífshættulega en lætur nú drauminn rætast Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 20:01 Henning Jónasson er þaulreyndur líkamsræktarþjálfari en lenti í slysi fyrir þremur árum sem hefði getað endað mjög illa. Nú er hann að láta drauminn rætast og opna stöð með bestu vinum sínum. Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs. Í dag er hann að láta draum sinn rætast og opna líkamsræktarstöð ásamt bestu vinum sínum, Afrek. Það er eins konar samfélagsleg líkamsræktarstöð, sem hefur verið komið á laggirnar á mettíma í gömlu pústverkstæði í Skógarhlíðinni. Henning rifjaði upp slysið í Íslandi í dag, þar sem einnig má sjá myndband af sjálfu slysinu. Það myndband hefur Henning sjálfur aldrei getað horft á: Slysið bar þannig að Henning var staddur ásamt kærustu sinni í fríi rétt utan við Nice í Suður-Frakklandi sumarið 2018. „Við vorum þarna bara í algerri paradís að hoppa fram af klettum og taka hjólabátinn upp gljúfrið. Svo er það þannig að þegar við erum komin töluvert inn gljúfrið að ég þóttist hafa séð ákjósanlegan pall til að stökkva af. Það er ótrúleg tilviljun að þarna, eina skiptið af þessum palli sem ég finn, að ég ákveð að stinga mér með höfuðið á undan. Og ég lendi á kollinum. Svo tekur sársaukinn við. Ég man frekar skýrt eftir þessu. Sársaukinn var óbærilegur og ég vissi um leið að það hefði eitthvað mikið gerst.” Í hönd fór sjúkrahúsvist, endurnýjun en svo tók lífið bara við. Henning var farinn að standa á höndum nokkrum mánuðum eftir slysið. Tilviljunin í málinu er sú að nokkrum árum áður en hann stakk sér með þessum afdrifaríku afleiðingum hafði hann fengið hálfgerða áráttu fyrir því að standa á höndum og þar með styrkja hálsinn til muna. Það varð honum sannarlega til happs. View this post on Instagram A post shared by Afrek Functional Fitness (@afrek.fitness) Í Afreki á að bjóða upp á hóptíma, hvort sem er í þreki eða lyftingum. Afrek er svo sem ekki fyrst inn á hóptímamarkaðinn á Íslandi. Á undanförnum árum hefur orðið að heita má sprenging í svona þjónustu, sem hefst kannski einkum með Crossfit en sést svo í Mjölni, World Fit og Granda 101, svo eitthvað sé nefnt. Henning segir aðspurður að vissulega sé fyrirtækið á leið inn á harðan markað: „En það verður bara skemmtilegra hjá okkur.“ Líkamsræktarstöðvar Áramót Slysavarnir Heilsa Ísland í dag Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Í dag er hann að láta draum sinn rætast og opna líkamsræktarstöð ásamt bestu vinum sínum, Afrek. Það er eins konar samfélagsleg líkamsræktarstöð, sem hefur verið komið á laggirnar á mettíma í gömlu pústverkstæði í Skógarhlíðinni. Henning rifjaði upp slysið í Íslandi í dag, þar sem einnig má sjá myndband af sjálfu slysinu. Það myndband hefur Henning sjálfur aldrei getað horft á: Slysið bar þannig að Henning var staddur ásamt kærustu sinni í fríi rétt utan við Nice í Suður-Frakklandi sumarið 2018. „Við vorum þarna bara í algerri paradís að hoppa fram af klettum og taka hjólabátinn upp gljúfrið. Svo er það þannig að þegar við erum komin töluvert inn gljúfrið að ég þóttist hafa séð ákjósanlegan pall til að stökkva af. Það er ótrúleg tilviljun að þarna, eina skiptið af þessum palli sem ég finn, að ég ákveð að stinga mér með höfuðið á undan. Og ég lendi á kollinum. Svo tekur sársaukinn við. Ég man frekar skýrt eftir þessu. Sársaukinn var óbærilegur og ég vissi um leið að það hefði eitthvað mikið gerst.” Í hönd fór sjúkrahúsvist, endurnýjun en svo tók lífið bara við. Henning var farinn að standa á höndum nokkrum mánuðum eftir slysið. Tilviljunin í málinu er sú að nokkrum árum áður en hann stakk sér með þessum afdrifaríku afleiðingum hafði hann fengið hálfgerða áráttu fyrir því að standa á höndum og þar með styrkja hálsinn til muna. Það varð honum sannarlega til happs. View this post on Instagram A post shared by Afrek Functional Fitness (@afrek.fitness) Í Afreki á að bjóða upp á hóptíma, hvort sem er í þreki eða lyftingum. Afrek er svo sem ekki fyrst inn á hóptímamarkaðinn á Íslandi. Á undanförnum árum hefur orðið að heita má sprenging í svona þjónustu, sem hefst kannski einkum með Crossfit en sést svo í Mjölni, World Fit og Granda 101, svo eitthvað sé nefnt. Henning segir aðspurður að vissulega sé fyrirtækið á leið inn á harðan markað: „En það verður bara skemmtilegra hjá okkur.“
Líkamsræktarstöðvar Áramót Slysavarnir Heilsa Ísland í dag Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15