Þarf ég að biðjast vægðar? Ingvar Arnarson skrifar 9. janúar 2022 15:00 Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Það að gera opinbera starfsmenn á einhvern hátt ábyrga þegar að kemur að vali foreldra um bólusetningu barna sinna er algjörlega út í hött. Allur þessi áróður er settur fram í nafni frelsis, en frelsis hverra. Þeirra sem vilja svipta foreldra frelsi til að láta bólusetja börn sín eða frelsi þeirra sem vilja banna foreldrum að láta bólusetja börn sín. Koma í veg fyrir að þú hafir val. Það er algjörlega óumdeilt að foreldrar hafa frelsi þegar að kemur að bólusetningu barna, það er alveg ljóst. En þó er til fólk sem vill svipta foreldra því frelsi. Og það í nafni frelsis. (Hvað eru mörg frelsi í því?) Nú hef ég unnið í tæp tuttugu ár við að kenna börnum og ungmennum líkamsrækt og hreyfingu, mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Hreyfingu fylgir jafnan áhætta á meiðslum og er þ.a.l. mikilvægt að kenna réttar aðferðir líkamsræktar og hreyfingu til að koma í veg fyrir líkamstjón. Allt það sem ég hef kennt er byggt á rannsóknum, þó svo að það séu til efasemdarraddir um ávinning af slíku að þá hef ég jafnan bent mínum nemendum á mismunandi rannsóknir sem tengjast hreyfingu. Mikill meirihluti þeirra rannsókna sýna fram á að ávinningur af hreyfingu sé meiri en áhættan af líkamstjóni. Nú bíð ég spenntur eftir hótunarbréfi vegna framgöngu minnar sem opinber starfsmaður fyrir slíka kennslu og vegna hvatningar til hreyfingu, þar sem að mínir nemendur hafa mögulega orðið fyrir líkamstjóni við það að viðhalda og bæta sína heilsu með hreyfingu. Vona svo innilega að það verði einhver þarna úti sem í nafni frelsis hóti mér ákæru fyrir þá vinnu sem ég hef unnið út frá vísindalegum rannsóknum. Í allri þessari umræðu má ekki gleymast að stærstu framfaraskref í lýðheilsu mannkyns eru vegna aukins hreinlætis, hreyfingar og bólusetninga. Væri fróðlegt að sjá hver meðallífaldur væri án þessara þátta. Þó svo að mér sé ofboðið vegna framgöngu varaþingmanns sjálfstæðisflokksins í þessu máli að þá finnst mér mikilvægt að allar skoðanir komi fram, skoðun hans og fleiri eiga fullan rétt á sér líkt og skoðanir annarra. Þess vegna er mikilvægt að við höldum vel í það að kenna gagnrýna hugsun, það er eitt það mikilvægasta sem við höfum. Ég hvet þá sem gáfu sér tíma til að lesa þessa grein til að kynna sér rannsóknir á ávinning hreyfingar og bólusetninga og í framhaldi að taka upplýsta ákvörðun um hvort slíkt sé eitthvað sem gagnist ykkur. Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ingvar Arnarson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Það að gera opinbera starfsmenn á einhvern hátt ábyrga þegar að kemur að vali foreldra um bólusetningu barna sinna er algjörlega út í hött. Allur þessi áróður er settur fram í nafni frelsis, en frelsis hverra. Þeirra sem vilja svipta foreldra frelsi til að láta bólusetja börn sín eða frelsi þeirra sem vilja banna foreldrum að láta bólusetja börn sín. Koma í veg fyrir að þú hafir val. Það er algjörlega óumdeilt að foreldrar hafa frelsi þegar að kemur að bólusetningu barna, það er alveg ljóst. En þó er til fólk sem vill svipta foreldra því frelsi. Og það í nafni frelsis. (Hvað eru mörg frelsi í því?) Nú hef ég unnið í tæp tuttugu ár við að kenna börnum og ungmennum líkamsrækt og hreyfingu, mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Hreyfingu fylgir jafnan áhætta á meiðslum og er þ.a.l. mikilvægt að kenna réttar aðferðir líkamsræktar og hreyfingu til að koma í veg fyrir líkamstjón. Allt það sem ég hef kennt er byggt á rannsóknum, þó svo að það séu til efasemdarraddir um ávinning af slíku að þá hef ég jafnan bent mínum nemendum á mismunandi rannsóknir sem tengjast hreyfingu. Mikill meirihluti þeirra rannsókna sýna fram á að ávinningur af hreyfingu sé meiri en áhættan af líkamstjóni. Nú bíð ég spenntur eftir hótunarbréfi vegna framgöngu minnar sem opinber starfsmaður fyrir slíka kennslu og vegna hvatningar til hreyfingu, þar sem að mínir nemendur hafa mögulega orðið fyrir líkamstjóni við það að viðhalda og bæta sína heilsu með hreyfingu. Vona svo innilega að það verði einhver þarna úti sem í nafni frelsis hóti mér ákæru fyrir þá vinnu sem ég hef unnið út frá vísindalegum rannsóknum. Í allri þessari umræðu má ekki gleymast að stærstu framfaraskref í lýðheilsu mannkyns eru vegna aukins hreinlætis, hreyfingar og bólusetninga. Væri fróðlegt að sjá hver meðallífaldur væri án þessara þátta. Þó svo að mér sé ofboðið vegna framgöngu varaþingmanns sjálfstæðisflokksins í þessu máli að þá finnst mér mikilvægt að allar skoðanir komi fram, skoðun hans og fleiri eiga fullan rétt á sér líkt og skoðanir annarra. Þess vegna er mikilvægt að við höldum vel í það að kenna gagnrýna hugsun, það er eitt það mikilvægasta sem við höfum. Ég hvet þá sem gáfu sér tíma til að lesa þessa grein til að kynna sér rannsóknir á ávinning hreyfingar og bólusetninga og í framhaldi að taka upplýsta ákvörðun um hvort slíkt sé eitthvað sem gagnist ykkur. Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar