Gaf góðri vinkonu sæti sitt á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2022 20:16 Brittany Bowe og Erin Jackson. NBC Bandaríski skautahlauparinn Brittany Bowe er einkar gjafmild ef marka má nýjustu fréttir Vestanhafs. Hún gaf vinkonu sinni, Erin Jackson, sæti sitt á Ólympíuleikunum eftir að Jackson datt til jarðar í úrtökumóti fyrir leikana og náði þar af leiðandi ekki að vinna sér inn sæti á leikunum sem fram fara í Peking frá 4. til 20. febrúar næstkomandi. Erin Jackson er besti 500 metra skautahlaupari heims í dag. Hún er efst á styrkleikalista greinarinnar og var talin einkar líkleg til afreka í febrúar. Þá hefur hún unnið fjögur af átta heimsbikarmótum á yfirstandandi tímabili.Henni tókst þó ekki að tryggja sér sæti á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar sem hún rann og féll til jarðar í tímatökunni í úrtökumóti um síðustu helgi. Fall Jacksons þýddi að hún endaði í þriðja sæti sem dugði ekki til þess að komast á leikana þar sem Bandaríkjunum var aðeins úthlutað tveimur sætum í 500 metra skautahlaupi kvenna að þessu sinni. Á undan Erin voru þær Brittany Bowe og Kimi Goetz sem þýðir að þær eru á leið til Peking að keppa í 500 metra skautahlaupi. Nú hefur Bowe hins vegar ákveðið að gefa Jackson sæti sitt. Proud is an understatement. Thank you @BrittanyBowe and @ErinJackson480 for showing the true meaning of the Olympic spirit. #SpeedskatingTrials22 pic.twitter.com/AtCexDatWO— Team USA (@TeamUSA) January 10, 2022 Hún hafði þegar tryggt sér þátttöku í 1000 og 1500 metra skautahlaupi og verður því meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum. Hún sagði að það hefði í raun ekkert annað komið til greina en að gefa Jackson sæti sitt þar sem hún hefði komist áfram hefði hún ekki dottið. Bowe og Jackson eru báðar frá Flórída og eru nánar vinkonur. Mögulega hefur það spilað inn í ákvörðun hennar. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Erin Jackson er besti 500 metra skautahlaupari heims í dag. Hún er efst á styrkleikalista greinarinnar og var talin einkar líkleg til afreka í febrúar. Þá hefur hún unnið fjögur af átta heimsbikarmótum á yfirstandandi tímabili.Henni tókst þó ekki að tryggja sér sæti á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar sem hún rann og féll til jarðar í tímatökunni í úrtökumóti um síðustu helgi. Fall Jacksons þýddi að hún endaði í þriðja sæti sem dugði ekki til þess að komast á leikana þar sem Bandaríkjunum var aðeins úthlutað tveimur sætum í 500 metra skautahlaupi kvenna að þessu sinni. Á undan Erin voru þær Brittany Bowe og Kimi Goetz sem þýðir að þær eru á leið til Peking að keppa í 500 metra skautahlaupi. Nú hefur Bowe hins vegar ákveðið að gefa Jackson sæti sitt. Proud is an understatement. Thank you @BrittanyBowe and @ErinJackson480 for showing the true meaning of the Olympic spirit. #SpeedskatingTrials22 pic.twitter.com/AtCexDatWO— Team USA (@TeamUSA) January 10, 2022 Hún hafði þegar tryggt sér þátttöku í 1000 og 1500 metra skautahlaupi og verður því meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum. Hún sagði að það hefði í raun ekkert annað komið til greina en að gefa Jackson sæti sitt þar sem hún hefði komist áfram hefði hún ekki dottið. Bowe og Jackson eru báðar frá Flórída og eru nánar vinkonur. Mögulega hefur það spilað inn í ákvörðun hennar.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira