Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. janúar 2022 12:21 Rannsóknin hefur verið í gangi í rúmt hálft ár. getty/jon super Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester-borg þann 16. júlí síðastliðinn. Gylfi var strax látinn laus gegn tryggingu og hefur það fyrirkomulag nú verið framlengt þrisvar sinnum. Sá tímafrestur átti að renna út á morgun en lögreglan í Manchester staðfesti það við fréttastofu í dag að hún hefði framlengt tímafrestinn um þrjá daga, fram að næsta miðvikudegi, 19. janúar. Hún vildi ekkert gefa upp um gang rannsóknarinnar eða við hverju mætti búast að þeim fresti liðnum en þó mátti skilja hana svo að rannsókninni væri nú á lokametrunum og loks að ljúka í næstu viku. Vegna þess hve lögreglan framlengdi í stuttan tíma má einnig gera ráð fyrir að rannsókninni sé alveg að ljúka og lögreglan hafi aðeins framlengt um nokkra daga til að binda hnúta á lausa enda hennar. Óljóst í hverju brotin felast Að frestinum liðnum kemur síðan tvennt til greina; annað hvort gefur lögregla út ákæru á hendur Gylfa eða fellir málið niður. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp í sumar. Heimildir erlendra götumiðla herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Hann hefur ekki spilað einn einasta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni í ár og hefur knattspyrnufélagið gefið það út að hann muni ekki spila á meðan lögreglurannsóknin sé enn í gangi. Enn hefur ekkert komið fram um í hverju meint brot Gylfa eigi að felast en kjósi lögregla að leggja fram ákæru í næstu viku má búast við að málið verði þar skýrt betur. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar England Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Enski boltinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester-borg þann 16. júlí síðastliðinn. Gylfi var strax látinn laus gegn tryggingu og hefur það fyrirkomulag nú verið framlengt þrisvar sinnum. Sá tímafrestur átti að renna út á morgun en lögreglan í Manchester staðfesti það við fréttastofu í dag að hún hefði framlengt tímafrestinn um þrjá daga, fram að næsta miðvikudegi, 19. janúar. Hún vildi ekkert gefa upp um gang rannsóknarinnar eða við hverju mætti búast að þeim fresti liðnum en þó mátti skilja hana svo að rannsókninni væri nú á lokametrunum og loks að ljúka í næstu viku. Vegna þess hve lögreglan framlengdi í stuttan tíma má einnig gera ráð fyrir að rannsókninni sé alveg að ljúka og lögreglan hafi aðeins framlengt um nokkra daga til að binda hnúta á lausa enda hennar. Óljóst í hverju brotin felast Að frestinum liðnum kemur síðan tvennt til greina; annað hvort gefur lögregla út ákæru á hendur Gylfa eða fellir málið niður. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp í sumar. Heimildir erlendra götumiðla herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Hann hefur ekki spilað einn einasta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni í ár og hefur knattspyrnufélagið gefið það út að hann muni ekki spila á meðan lögreglurannsóknin sé enn í gangi. Enn hefur ekkert komið fram um í hverju meint brot Gylfa eigi að felast en kjósi lögregla að leggja fram ákæru í næstu viku má búast við að málið verði þar skýrt betur.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar England Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Enski boltinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira