Eldgosið hófst snemma í gærmorgun og olli flóðbylgju á Tonga eyjunum. Bylgjan var rúmlega metri á hæð og voru gefnar út viðvaranir bæði í Tonga og í Nýja-Sjálandi.
Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern, segir flóðbylgjuna hafa valdið skemmdum víða, skolað bátum á haf út sem lágu við bryggju og eyðilagt verslanir við ströndina en þetta kemur fram í frétt BBC um málið.
This family were in church. They d just finish having choir practice and the tsunami hit pic.twitter.com/DLLFRJ9BAc
— KNOWKNEE (@JohnnyTeisi) January 15, 2022
Vegna öskufallsins hafa íbúar verið hvattir til þess að neyta vatns úr flöskum og bera grímur sér til verndar en fín askan mengaði vatnsból á svæðinu.
Eins og áður segir eru litlar fréttir um áhrif eldgossins og öskufallsins á Tonga en net- og símasamband hefur verið takmarkað síðan nokkrum klukkustundum áður en eldgosið hófst. Jacinda Ardern segir enn fremur að unnið sé að því að koma á rafmagni á nýjan leik og segir farsímanetið smám saman vera að komast í gagnið aftur.
Höggbylgja frá gosinu mældist á Íslandi
Í kjölfar eldgossins mældist gríðarleg höggbylgja sem varð vart um allan heim og meðal annars hér á Íslandi. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur birti færslu á Twitter þar sem kom fram að bylgjunnar hefði fyrst orðið vart í Bolungarvík auk þess sem bylgjan mældist á fleiri stöðum hér á landi.
And here is Iceland this afternoon. It first hit Bolungarvík (far north-west). pic.twitter.com/ZENZy1EmcU
— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022
Þá hafa fjölmörg myndbönd birst á samfélagsmiðlum sem sýna mögnuð myndbönd úr gervihnöttum þar sem umfang sprenginga í eldfjallinu sjást.
The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6
— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022