Nefndin krefst þess að Guiliani og þrír aðrir nánir samstarfsmenn Trumps á þessum tíma afhendi ýmis konar gögn sem nefndin telur geta varðað málið.
Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, segir að fólkið eigi það allt sameiginlegt að hafa stutt við bakið á þeim sem héldu því fram að svindlað hafi verið í forsetakosningunum síðustu og því væri Joe Biden ekki réttkjörinn forseti landsins.
Trump sjálfur hélt og heldur enn slíku fram þótt ekkert bendi til að þessar ásakanir eigi við minnstu rök að styðjast. Óljóst er hvort fjórmenningarnir ætli að verða við kröfum nefndarinnar en ef þau neita gætu þau átt dómsmál yfir höfði sér.