Hvernig má fyrirbyggja sálrænar afleiðingar COVID-19? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 19. janúar 2022 17:31 Flestir geta viðurkennt að kórónuveiran hafi á einn eða annan hátt haft áhrif á líf sitt, hvort sem það eru bein eða óbein áhrif. Þ.e. áhrifin hafa ekki einungis verið á líkamlega heilsu fólks eða ástvina þeirra af völdum veirunnar heldur einnig óbein áhrif á ótal marga þætti í lífinu eins og félagslega-, atvinnu-, fjárhagslega og síðast en ekki síst sálræna þætti. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sálrænar afleiðingar kórónuveirunnar séu töluverðar. Xiong og rannsakendur (2020) gerðu nýlega allsherjargreiningu á áhrifum COVID-19 á geðheilsu í Kína, Spáni, Danmörku, Bandaríkjunum, Ítalíu, Nepal, Tyrklandi og Íran, þeir fundu hátt hlutfall af einkennum kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun og streitu. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alþjóðlegt forgangsverkefni fyrir lýðheilsu að koma í veg fyrir áhrif COVID-19 á geðheilbrigði. Í nýlegri allsherjargreiningu kom í ljós að algengi þunglyndis- og kvíðaraskana hefur aukist á alþjóðavísu vegna COVID-19 (Santomauro et al., 2021). Þá kom einnig í ljós að aukningin var meiri fyrir konur en það víkkar bilið meira á milli algengi kvíða og þunglyndisraskana hjá körlum og konum umfram þann mun sem var nú þegar til staðar (Santomauro et al., 2021). Nokkrar ástæður eru taldar vera fyrir meiri aukningu í algengi hjá konum. Þ.á.m. að þær eru taldar líklegri til að verða fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins. Aðrir áhrifaþættir eru lokanir í skóla eða veikindi í fjölskyldu sem leggast oft meira á konur þar sem þær eru líklegri til að taka meiri ábyrgð á heimilishaldi. Konur eru einnig líklegri til að verða fórnalömb heimilisofbeldis sem hefur aukist vegna útgöngubanns og tilmæla um að halda sig heima (Santamauro et al., 2021). Af þessum rannsókarniðurstöðum má því draga þá ályktun að sálrænar afleiðinlegar kórónuveirunnar séu og munu líklega verða töluverðar fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Það er því mikil þörf á að geta mælt og greint andlegt ástand einstaklinga og greina stöðuna á andlegri heilsu innan fyrirtækja og opinbera stofnanna. Það verður sérstaklega mikilvægt fyrir bæði fyritæki og stofnanir að fyrirbyggja bæði beinar og óbeinar afleiðingar af völdum kórónuveirunnar á geðheilsu. Einnig verður mikilvægt að bregðast við og sinna þeim hópum sem virðast verða fyrir meiri sálrænum áhrifum vegna COVID-19. Hægt er að sameina og nýta krafta úr nýsköpun þar sem mikil þróun hefur verið í heilbrigðistæknilausnum. Það er því brýnt að tryggja aðgerðir sem koma í veg fyrir að sálrænar afleiðingar COVID-19 verði ekki langvarandi né alvarlegar fyrir einstaklinga og samfélagið. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði og eigandi Proency. Santomauro, D. F., Herrera, A. M. M., Shadid, J., Zheng, P., Ashbaugh, C., Pigott, D. M., ... & Ferrari, A. J. (2021). Global prevalence and burden of depressive and anxiety disorders in 204 countries and territories in 2020 due to the COVID-19 pandemic. The Lancet. Xiong, J., Lipsitz, O., Nasri, F., Lui, L. M., Gill, H., Phan, L., ... & McIntyre, R. S. (2020). Impact of COVID-19 pandemic on mental health in the general population: A systematic review. Journal of affective disorders. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir geta viðurkennt að kórónuveiran hafi á einn eða annan hátt haft áhrif á líf sitt, hvort sem það eru bein eða óbein áhrif. Þ.e. áhrifin hafa ekki einungis verið á líkamlega heilsu fólks eða ástvina þeirra af völdum veirunnar heldur einnig óbein áhrif á ótal marga þætti í lífinu eins og félagslega-, atvinnu-, fjárhagslega og síðast en ekki síst sálræna þætti. Nýlegar rannsóknir benda til þess að sálrænar afleiðingar kórónuveirunnar séu töluverðar. Xiong og rannsakendur (2020) gerðu nýlega allsherjargreiningu á áhrifum COVID-19 á geðheilsu í Kína, Spáni, Danmörku, Bandaríkjunum, Ítalíu, Nepal, Tyrklandi og Íran, þeir fundu hátt hlutfall af einkennum kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskun og streitu. Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alþjóðlegt forgangsverkefni fyrir lýðheilsu að koma í veg fyrir áhrif COVID-19 á geðheilbrigði. Í nýlegri allsherjargreiningu kom í ljós að algengi þunglyndis- og kvíðaraskana hefur aukist á alþjóðavísu vegna COVID-19 (Santomauro et al., 2021). Þá kom einnig í ljós að aukningin var meiri fyrir konur en það víkkar bilið meira á milli algengi kvíða og þunglyndisraskana hjá körlum og konum umfram þann mun sem var nú þegar til staðar (Santomauro et al., 2021). Nokkrar ástæður eru taldar vera fyrir meiri aukningu í algengi hjá konum. Þ.á.m. að þær eru taldar líklegri til að verða fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins. Aðrir áhrifaþættir eru lokanir í skóla eða veikindi í fjölskyldu sem leggast oft meira á konur þar sem þær eru líklegri til að taka meiri ábyrgð á heimilishaldi. Konur eru einnig líklegri til að verða fórnalömb heimilisofbeldis sem hefur aukist vegna útgöngubanns og tilmæla um að halda sig heima (Santamauro et al., 2021). Af þessum rannsókarniðurstöðum má því draga þá ályktun að sálrænar afleiðinlegar kórónuveirunnar séu og munu líklega verða töluverðar fyrir einstaklinginn sjálfan, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Það er því mikil þörf á að geta mælt og greint andlegt ástand einstaklinga og greina stöðuna á andlegri heilsu innan fyrirtækja og opinbera stofnanna. Það verður sérstaklega mikilvægt fyrir bæði fyritæki og stofnanir að fyrirbyggja bæði beinar og óbeinar afleiðingar af völdum kórónuveirunnar á geðheilsu. Einnig verður mikilvægt að bregðast við og sinna þeim hópum sem virðast verða fyrir meiri sálrænum áhrifum vegna COVID-19. Hægt er að sameina og nýta krafta úr nýsköpun þar sem mikil þróun hefur verið í heilbrigðistæknilausnum. Það er því brýnt að tryggja aðgerðir sem koma í veg fyrir að sálrænar afleiðingar COVID-19 verði ekki langvarandi né alvarlegar fyrir einstaklinga og samfélagið. Höfundur er doktorsnemi í sálfræði og eigandi Proency. Santomauro, D. F., Herrera, A. M. M., Shadid, J., Zheng, P., Ashbaugh, C., Pigott, D. M., ... & Ferrari, A. J. (2021). Global prevalence and burden of depressive and anxiety disorders in 204 countries and territories in 2020 due to the COVID-19 pandemic. The Lancet. Xiong, J., Lipsitz, O., Nasri, F., Lui, L. M., Gill, H., Phan, L., ... & McIntyre, R. S. (2020). Impact of COVID-19 pandemic on mental health in the general population: A systematic review. Journal of affective disorders.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar