Böðvar heldur því áfram í sænsku 1. deildinni eftir að hafa spilað þar með Helsinborg á síðustu leiktíð.
Böðvar, sem er 26 ára vinstri bakvörður, hóf ferilinn hjá FH. Hann gekk í raðir Jagiellonia Bialystok í Póllandi í byrjun árs 2018 og fór þaðan til Helsingborgar fyrir ári síðan.
Trelleborg hafnaði í 7. sæti af liðunum 16 í næstefstu deild Svíþjóðar á síðustu leiktíð, en Helsingborg í 3. sæti og komst upp í úrvalsdeild eftir umspil.
Böðvar á að baki 5 A-landsleiki.