Einar Örn smitaður og lýsir næstu leikjum af hótelherberginu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2022 14:07 Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson hefur lýst leikjum við góðan orðstír. Hann hyggst færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi greinist hann jákvæður á PCR-prófi. RÚV Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er líklega kominn í hóp covid-smitaðra í Ungverjalandi en hann greindist jákvæður á hraðprófi í morgun. Hann spyr þó að leikslokum og segir að talsvert sé um að hraðprófin gefi falskar niðurstöður. „Ég er bara að fara í PCR-próf núna og svo kemur þetta í ljós,“ segir Einar Örn í samtali við Vísi. Smituðum fjölgar ört í íslenska hópnum. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, greindist jákvæður á hraðprófi í dag en hann bíður sömuleiðis eftir niðurstöðu úr PCR prófi. Sex íslenskir landsliðsmenn hafa greinst smitaðir síðustu daga auk leikmanna annarra þjóða. Aðspurður segist Einar Örn ekki kenna sér meins. Hans sé hins vegar raddlaus sem hann telur þó frekar skýrast af mikilli raddbeitingu í lýsingu sinni á leik Íslands og Danmerkur í gær. Þá vill hann bíða með hvers kyns yfirlýsingar að svo stöddu og bindur vonir við að hafa fengið falskar niðurstöður úr hraðprófinu. Hvað lýsingar hans varðar, muni það ekki koma að sök – hann muni einfaldlega færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi og lýsa leikjunum þaðan. Þeir sem þegar hafa smitast af Covid19 eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Má Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri ljósi stöðunnar. Uppfært klukkan 16:00 Einar Örn hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10 Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
„Ég er bara að fara í PCR-próf núna og svo kemur þetta í ljós,“ segir Einar Örn í samtali við Vísi. Smituðum fjölgar ört í íslenska hópnum. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, greindist jákvæður á hraðprófi í dag en hann bíður sömuleiðis eftir niðurstöðu úr PCR prófi. Sex íslenskir landsliðsmenn hafa greinst smitaðir síðustu daga auk leikmanna annarra þjóða. Aðspurður segist Einar Örn ekki kenna sér meins. Hans sé hins vegar raddlaus sem hann telur þó frekar skýrast af mikilli raddbeitingu í lýsingu sinni á leik Íslands og Danmerkur í gær. Þá vill hann bíða með hvers kyns yfirlýsingar að svo stöddu og bindur vonir við að hafa fengið falskar niðurstöður úr hraðprófinu. Hvað lýsingar hans varðar, muni það ekki koma að sök – hann muni einfaldlega færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi og lýsa leikjunum þaðan. Þeir sem þegar hafa smitast af Covid19 eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Má Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri ljósi stöðunnar. Uppfært klukkan 16:00 Einar Örn hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10 Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26
„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10
Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57