Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 21:28 Um 1400 manns fá boð um að taka þátt í rannsókninni. Getty/Artur Widak Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron. Kathrin U. Jansen, yfirmaður bóluefnarannsókna og þróunar hjá Pfizer, segir í tilkynningu um málið að þau gögn sem nú standa til boða bendi til þess að örvunarskammtur með fyrri bóluefni gegn Covid-19 veiti mikla vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum ómíkron. Þau þurfi þó að vera viðbúin ef sú vernd minnkar með tímanum og vera þá tilbúin til að bregðast sérstaklega við ómíkron eða öðrum afbrigðum veirunnar sem kunna að koma upp. „Til að vera á varðbergi gegn veirunni verðum við að finna nýjar leiðir fyrir fólk til að viðhalda mikilli vernd, og við trúum því að þróun og rannsóknir bóluefna sem einblína á afbrigðin, eins og þetta, skipti sköpum,“ segir Jansen. Fá einn til þrjá skammta af ómíkron bóluefninu Rannsóknin verður gerð meðal heilbrigðra einstaklinga átján til 55 ára og skiptist í þrjá hópa. Í heildina fá rúmlega 1400 manns boð til að taka þátt í rannsókninni. Rúmlega 600 sem hafa þegar fengið tvo skammta af bóluefni fá einn til tvo skammta af ómíkron bóluefninu, 600 sem hafa fengið þrjá skammta fá einn skammt af ómíkron bóluefninu, og rúmlega 200 sem ekki hafa fengið neina bólusetningu fá þrjá skammta af nýju ómíkron bóluefni. Fyrr í mánuðinum kölluðu sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti þar sem það væri ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Auk Pfizer og BioNTech hafa fleiri lyfjafyrirtæki greint frá því að þau stefni að þróa nýtt bóluefni, þar á meðal Moderna og AstraZeneca. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Kathrin U. Jansen, yfirmaður bóluefnarannsókna og þróunar hjá Pfizer, segir í tilkynningu um málið að þau gögn sem nú standa til boða bendi til þess að örvunarskammtur með fyrri bóluefni gegn Covid-19 veiti mikla vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum ómíkron. Þau þurfi þó að vera viðbúin ef sú vernd minnkar með tímanum og vera þá tilbúin til að bregðast sérstaklega við ómíkron eða öðrum afbrigðum veirunnar sem kunna að koma upp. „Til að vera á varðbergi gegn veirunni verðum við að finna nýjar leiðir fyrir fólk til að viðhalda mikilli vernd, og við trúum því að þróun og rannsóknir bóluefna sem einblína á afbrigðin, eins og þetta, skipti sköpum,“ segir Jansen. Fá einn til þrjá skammta af ómíkron bóluefninu Rannsóknin verður gerð meðal heilbrigðra einstaklinga átján til 55 ára og skiptist í þrjá hópa. Í heildina fá rúmlega 1400 manns boð til að taka þátt í rannsókninni. Rúmlega 600 sem hafa þegar fengið tvo skammta af bóluefni fá einn til tvo skammta af ómíkron bóluefninu, 600 sem hafa fengið þrjá skammta fá einn skammt af ómíkron bóluefninu, og rúmlega 200 sem ekki hafa fengið neina bólusetningu fá þrjá skammta af nýju ómíkron bóluefni. Fyrr í mánuðinum kölluðu sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti þar sem það væri ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Auk Pfizer og BioNTech hafa fleiri lyfjafyrirtæki greint frá því að þau stefni að þróa nýtt bóluefni, þar á meðal Moderna og AstraZeneca.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56
Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45