Engin framtíð án fólks Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 09:31 Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk. Vandamál leikskóla á Íslandi er fyrst og fremst mannekla og æ erfiðara er að fá starfsfólk í skólana. Það er ekki nóg að byggja húsnæði ef við höfum ekki öflugt og gott starfsfólk til að sinna börnunum. Við þurfum að gera ákveðnar breytingar á leikskólakerfinu til þess að styrkja það og bæta. Það er engin framtíð án fólksins. Bætum starfsumhverfið og menntum fleira fólk Starfsumhverfi leikskóla snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað. Frá því við fórum að bjóða börnum í Garðabæ leikskóladvöl frá eins árs aldri höfum við gert breytingar á skólahúsnæði og lagað það betur að þörfum yngstu barnanna. Lítil börn eru viðkvæm, ekki síst fyrir streitu og ónæði og ekki má gleyma mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin. Með þetta að leiðarljósi þurfum við að endurskoða rými og nýtingu m.t.t. fjölda barna og starfsfólks í leikskólunum okkar. Við viljum öll veita góða þjónustu en hún má ekki vera á kostnað yngstu bæjarbúanna. Við þurfum fleira vandað fólk til starfa í leikskólana. Aðlaðandi starfsumhverfi og laun hafa áhrif þegar við veljum okkur starfsvettvang en sveigjanleiki í starfi, vinnutími og álag skiptir einnig miklu máli. Þessum þáttum þarf að veita meiri athygli því þannig búum við til betri leikskóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi leikskólakennara verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Einnig er mikilvægt að í boði séu styttri námsleiðir. Leikskólabrú á framhaldsskólastigi er í því samhengi mikilvægur valkostur. Þar getur ófaglært starfsfólk í leikskólum, eða aðrir sem hafa áhuga á starfinu, tekið sín fyrstu skref í námi sem síðan er metið inn í háskóla. Framtíðarsýn eða kerfi í þrot Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Í Garðabæ munum við áfram bjóða upp á góða þjónustu. Við munum halda áfram að bjóða upp á leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur en við þurfum að bæta starfsumhverfi barna og starfsfólks. Við þurfum að hafa kjark til þess að ráðast í ákveðnar kerfisbreytingar því annars fer núverandi leikskólakerfi í þrot. Við þurfum að endurskoða hugmyndafræðina með ábyrgð, þekkingu og fagmennsku. Horfum til framtíðar með hagsmuni yngstu barnanna að leiðarljósi. Þau eru framtíðin. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk. Vandamál leikskóla á Íslandi er fyrst og fremst mannekla og æ erfiðara er að fá starfsfólk í skólana. Það er ekki nóg að byggja húsnæði ef við höfum ekki öflugt og gott starfsfólk til að sinna börnunum. Við þurfum að gera ákveðnar breytingar á leikskólakerfinu til þess að styrkja það og bæta. Það er engin framtíð án fólksins. Bætum starfsumhverfið og menntum fleira fólk Starfsumhverfi leikskóla snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað. Frá því við fórum að bjóða börnum í Garðabæ leikskóladvöl frá eins árs aldri höfum við gert breytingar á skólahúsnæði og lagað það betur að þörfum yngstu barnanna. Lítil börn eru viðkvæm, ekki síst fyrir streitu og ónæði og ekki má gleyma mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin. Með þetta að leiðarljósi þurfum við að endurskoða rými og nýtingu m.t.t. fjölda barna og starfsfólks í leikskólunum okkar. Við viljum öll veita góða þjónustu en hún má ekki vera á kostnað yngstu bæjarbúanna. Við þurfum fleira vandað fólk til starfa í leikskólana. Aðlaðandi starfsumhverfi og laun hafa áhrif þegar við veljum okkur starfsvettvang en sveigjanleiki í starfi, vinnutími og álag skiptir einnig miklu máli. Þessum þáttum þarf að veita meiri athygli því þannig búum við til betri leikskóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi leikskólakennara verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Einnig er mikilvægt að í boði séu styttri námsleiðir. Leikskólabrú á framhaldsskólastigi er í því samhengi mikilvægur valkostur. Þar getur ófaglært starfsfólk í leikskólum, eða aðrir sem hafa áhuga á starfinu, tekið sín fyrstu skref í námi sem síðan er metið inn í háskóla. Framtíðarsýn eða kerfi í þrot Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Í Garðabæ munum við áfram bjóða upp á góða þjónustu. Við munum halda áfram að bjóða upp á leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur en við þurfum að bæta starfsumhverfi barna og starfsfólks. Við þurfum að hafa kjark til þess að ráðast í ákveðnar kerfisbreytingar því annars fer núverandi leikskólakerfi í þrot. Við þurfum að endurskoða hugmyndafræðina með ábyrgð, þekkingu og fagmennsku. Horfum til framtíðar með hagsmuni yngstu barnanna að leiðarljósi. Þau eru framtíðin. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun