Vilborg pólfari opnar sig um heimilisofbeldi: „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 15:59 Vilborg Arna Gissurardóttir, segir ofbeldið hafa fengið mikið á sig og styður frásögn annars þolanda. Vísir/Vilhelm Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, segist hafa staðið í sömu sporum og kona sem opnaði sig um ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi fjallagarpsins Tomaszar Þórs Verusonar. Kona, sem er leiðsögumaður, sagði frá reynslu sinni í pistli sem hún birti á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Síðan þá hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru slitið samstarfi við Tomasz vegna ásakananna. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í færslu á Facebook að hún hafi verið í sömu sporum og konan sem greindi frá ofbeldinu, en Vilborg og Tomasz voru um tíma í sambandi. „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa. Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt,“ skrifar Vilborg í færslu sem hún birti í dag. „Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg,“ skrifar Vilborg. Hún segir sinn bakpoka ansi þungan eftir lífreynslu síðustu ára sem hafi markað hana á ýmsan hátt þó hún beri það ekki utan á sér. Ofbeldið hafi haft á hana afleiðingar sem tekið hafi tíma að vinna úr og sú vinna haldi áfram. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi. Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðustu vikum,“ skrifar Vilborg. Hún segir miklu máli skipta að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ Ekki hefur náðst í Vilborgu vegna málsins í dag. Heimilisofbeldi Fjallamennska MeToo Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira
Kona, sem er leiðsögumaður, sagði frá reynslu sinni í pistli sem hún birti á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Síðan þá hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru slitið samstarfi við Tomasz vegna ásakananna. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í færslu á Facebook að hún hafi verið í sömu sporum og konan sem greindi frá ofbeldinu, en Vilborg og Tomasz voru um tíma í sambandi. „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa. Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt,“ skrifar Vilborg í færslu sem hún birti í dag. „Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg,“ skrifar Vilborg. Hún segir sinn bakpoka ansi þungan eftir lífreynslu síðustu ára sem hafi markað hana á ýmsan hátt þó hún beri það ekki utan á sér. Ofbeldið hafi haft á hana afleiðingar sem tekið hafi tíma að vinna úr og sú vinna haldi áfram. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi. Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðustu vikum,“ skrifar Vilborg. Hún segir miklu máli skipta að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ Ekki hefur náðst í Vilborgu vegna málsins í dag.
Heimilisofbeldi Fjallamennska MeToo Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira