Hákon Gunnarsson í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni í Kópavogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 08:18 Hákon Gunnarsson sækist eftir 1.-2. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi. Aðsend Hákon Gunnarsson hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í forvali Samfylkingarinnar í forvali fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor og gefur hann kost á sér í 1.-2. sæti. Hákon er fæddur og uppalinn í Kópavogi og segir hann í tilkynningu að foreldrar hans hafi verið meðal frumbyggjanna í bænum og hafi tekið virkan þátt í mótun samfélagsins þar. Hann hafi um áratugaskeið verið virkur í knattspyrnudeild Breiðabliks, spilað þar og starfað. Hákon hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var í framkvæmdastjórn í HM 1995 sem haldið var á Íslandi, framkvæmdastjóri Samsölubakarís og fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu. Þá var hann framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna á tímabili og frá aldamótum komið að stefnumótunarráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum, lengst af hjá IMG/Capacent. „Kópavogur stendur á tímamótum. Í stað vaxtar og landnáms með tilheyrandi fólksfjölgun er kominn tími á að huga að innviðum og samfélagsuppbyggingu. Eldri hverfi bæjarins þarfnast endurskipulagningar frá grunni. Það gengur ekki lengur í nútímasamfélagi að beita sömu aðferðafræði við þéttingu byggðar og endurskipulagningu eldri hverfa í bænum og var gert þegar byggð var brotin í austurátt,“ skrifar Hákon í tilkynningu sinni. Hann segist lengi hafa tekið þátt í starfi grasrótarsamtakanna Vinir Kópavogs. Meðal baráttumála samtakanna hafi verið að fram fari hönnunarsamkeppni um skipulag í miðbæ Kópavogs, sem meirihluti Kópavogsbúa séu hlynntir. „Örlítill minnihluti Kópavogsbúa eru sammála þeirri aðferðafræði sem núverandi meirihluti ákvað að fara. Hún var sú að afhenda skipulagsvaldið til þóknanlegs verktaka og fyrsta hugmynd hans um heildarskipulag í þessari mikilvægu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu var látin gilda og samþykkt 6-5 í bæjarstjórn,“ segir Hákon. „Það þarf ekki eingöngu að vinda ofan af þessari ákvörðun. Það þarf algerlega að kúvenda allri aðferðafræði og stjórnunarháttum í stjórn og rekstri bæjarfélagsins. Til þess er Samfylkingin reiðubúin – til þess er ég reiðubúinn og býð því fram krafta mína til að leiða slíka vinnu.“ Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Hákon er fæddur og uppalinn í Kópavogi og segir hann í tilkynningu að foreldrar hans hafi verið meðal frumbyggjanna í bænum og hafi tekið virkan þátt í mótun samfélagsins þar. Hann hafi um áratugaskeið verið virkur í knattspyrnudeild Breiðabliks, spilað þar og starfað. Hákon hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var í framkvæmdastjórn í HM 1995 sem haldið var á Íslandi, framkvæmdastjóri Samsölubakarís og fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu. Þá var hann framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna á tímabili og frá aldamótum komið að stefnumótunarráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum, lengst af hjá IMG/Capacent. „Kópavogur stendur á tímamótum. Í stað vaxtar og landnáms með tilheyrandi fólksfjölgun er kominn tími á að huga að innviðum og samfélagsuppbyggingu. Eldri hverfi bæjarins þarfnast endurskipulagningar frá grunni. Það gengur ekki lengur í nútímasamfélagi að beita sömu aðferðafræði við þéttingu byggðar og endurskipulagningu eldri hverfa í bænum og var gert þegar byggð var brotin í austurátt,“ skrifar Hákon í tilkynningu sinni. Hann segist lengi hafa tekið þátt í starfi grasrótarsamtakanna Vinir Kópavogs. Meðal baráttumála samtakanna hafi verið að fram fari hönnunarsamkeppni um skipulag í miðbæ Kópavogs, sem meirihluti Kópavogsbúa séu hlynntir. „Örlítill minnihluti Kópavogsbúa eru sammála þeirri aðferðafræði sem núverandi meirihluti ákvað að fara. Hún var sú að afhenda skipulagsvaldið til þóknanlegs verktaka og fyrsta hugmynd hans um heildarskipulag í þessari mikilvægu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu var látin gilda og samþykkt 6-5 í bæjarstjórn,“ segir Hákon. „Það þarf ekki eingöngu að vinda ofan af þessari ákvörðun. Það þarf algerlega að kúvenda allri aðferðafræði og stjórnunarháttum í stjórn og rekstri bæjarfélagsins. Til þess er Samfylkingin reiðubúin – til þess er ég reiðubúinn og býð því fram krafta mína til að leiða slíka vinnu.“
Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira