Saman til heilsueflingar Sigrún V. Heimisdóttir, Katrín Ösp Jónsdóttir og Inga Dagný Eydal skrifa 2. febrúar 2022 14:31 Umræða um álagsáhrif og minnkandi úthald ákveðinna hópa, hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO varar við flótta úr framlínustörfum í heilbrigðisþjónustu vegna álags og veikinda starfsfólks og mögulegt er að slíkt gæti einnig átt við um aðrar starfsstéttir. Oft þegar álagi linnir koma afleiðingarnar fram t.d. í líkamlegri- og sálrænni þreytu og jafnvel breytingum á hegðun. Langflestir komast þó í gegnum álagstíma án langvarandi neikvæðra afleiðinga og mikilvægt er að hafa það í huga. Aðrir upplifa lítinn kraft eftir, til uppbyggingar og eiga hættu á langtíma afleiðingum á heilsu og lífsgæði. Einkenni geta birst í breytingu á hegðun og þátttöku í daglegu lífi og þau geta verið dulin. Líkamleg einkenni geta m.a. komið fram sem þróttleysi, þreyta, meltingaróþægindi, vöðvabólga eða verkir. Sálræn einkenni svo sem breytingar á skapi, tilfinningalegu jafnvægi, einbeitingu og minni eru algeng. Við drögum okkur í hlé, finnum afsakanir og hörfum inn í heim sem krefst ekki mikils af okkur. Höfum kannski ekki mikið að gefa hvort sem er. Afleiðingar langvarandi álags og streitu þar sem við upplifum litla stjórn, geta komið fram í alvarlegum veikindum. Mikilvægast er að hunsa ekki merkin sem líkaminn og taugakerfið senda okkur og muna hvað við skiptum miklu máli. Að huga að okkur sjálfum. Við eigum líklega flest allskonar bjargráð í pokahorninu. Til dæmis er gott er að tala við þá sem við treystum s.s. fjölskyldumeðlimi eða vini. Huga að lífsstílnum, halda rútínu og sköpun og iðja skiptir einnig miklu máli. Ef við þurfum frekari stuðning þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Við viljum leggja okkar af mörkum og bjóða starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og í skólum, á Akureyri, á stuðningsfundi þar sem rætt verður um áhrif langvarandi álags, hvernig við getum þekkt viðvörunarmerkin og brugðist við. Unnið verður með sjálfsumhyggju, rætt um hugtakið „samúðarþreytu“og hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags á heilsu og líðan. Fundirnir verða í sal Heilsu og sálfræðiþjónustunnar á Akureyri þann 9. og 10. febrúar nk. kl. 17:00. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.heilsaogsal.is. Heilbrigðisstarfsfólk sem og aðrar fjölmennar stéttir sem vinna við að hlúa að öðru fólki eru sérfræðingar í eigin starfsumhverfi og mikilvægt að rödd þessara hópa heyrist. Því hvetjum við til samtals um það hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags og til eflingar heilsu og lífsgæða. Tökum höndum saman, tölum saman og verið velkomin á stuðningsfund! Fh. streituteymis Heilsu og sálfræðiþjónustunnarSigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingurKatrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingurInga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Akureyri Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um álagsáhrif og minnkandi úthald ákveðinna hópa, hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO varar við flótta úr framlínustörfum í heilbrigðisþjónustu vegna álags og veikinda starfsfólks og mögulegt er að slíkt gæti einnig átt við um aðrar starfsstéttir. Oft þegar álagi linnir koma afleiðingarnar fram t.d. í líkamlegri- og sálrænni þreytu og jafnvel breytingum á hegðun. Langflestir komast þó í gegnum álagstíma án langvarandi neikvæðra afleiðinga og mikilvægt er að hafa það í huga. Aðrir upplifa lítinn kraft eftir, til uppbyggingar og eiga hættu á langtíma afleiðingum á heilsu og lífsgæði. Einkenni geta birst í breytingu á hegðun og þátttöku í daglegu lífi og þau geta verið dulin. Líkamleg einkenni geta m.a. komið fram sem þróttleysi, þreyta, meltingaróþægindi, vöðvabólga eða verkir. Sálræn einkenni svo sem breytingar á skapi, tilfinningalegu jafnvægi, einbeitingu og minni eru algeng. Við drögum okkur í hlé, finnum afsakanir og hörfum inn í heim sem krefst ekki mikils af okkur. Höfum kannski ekki mikið að gefa hvort sem er. Afleiðingar langvarandi álags og streitu þar sem við upplifum litla stjórn, geta komið fram í alvarlegum veikindum. Mikilvægast er að hunsa ekki merkin sem líkaminn og taugakerfið senda okkur og muna hvað við skiptum miklu máli. Að huga að okkur sjálfum. Við eigum líklega flest allskonar bjargráð í pokahorninu. Til dæmis er gott er að tala við þá sem við treystum s.s. fjölskyldumeðlimi eða vini. Huga að lífsstílnum, halda rútínu og sköpun og iðja skiptir einnig miklu máli. Ef við þurfum frekari stuðning þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Við viljum leggja okkar af mörkum og bjóða starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og í skólum, á Akureyri, á stuðningsfundi þar sem rætt verður um áhrif langvarandi álags, hvernig við getum þekkt viðvörunarmerkin og brugðist við. Unnið verður með sjálfsumhyggju, rætt um hugtakið „samúðarþreytu“og hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags á heilsu og líðan. Fundirnir verða í sal Heilsu og sálfræðiþjónustunnar á Akureyri þann 9. og 10. febrúar nk. kl. 17:00. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.heilsaogsal.is. Heilbrigðisstarfsfólk sem og aðrar fjölmennar stéttir sem vinna við að hlúa að öðru fólki eru sérfræðingar í eigin starfsumhverfi og mikilvægt að rödd þessara hópa heyrist. Því hvetjum við til samtals um það hvað er hjálplegt til varnar neikvæðum áhrifum álags og til eflingar heilsu og lífsgæða. Tökum höndum saman, tölum saman og verið velkomin á stuðningsfund! Fh. streituteymis Heilsu og sálfræðiþjónustunnarSigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingurKatrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingurInga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar