Í frétt Aftonbladet segir að þjóðin hyggist feta í fótspor Norðmanna og Dana, en Danir lögðu grímuna á hilluna í gær. Þá hyggjast Norðmenn afnema allar takmarkanir þann 17. febrúar næstkomandi en stórum hluta takmarkana hefur þegar verið aflétt.
Samkvæmt frétt blaðsins eru smittölur enn háar í Svíþjóð en heilbrigðiskerfið talið ráða við ástandið. Veikindi af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar séu þar að auki minni og mikill fjöldi Svía bólusettur.
Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar kaus að tjá sig ekki um málið og vísaði til ríkisstjórnarfundar sem haldinn verður á morgun, klukkan 14.00 að staðartíma.