Daníel Guðni: Þetta sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið Smári Jökull Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 22:34 Daníel Guðni var ánægður með fyrsta sigur hans manna á þessu ári. Vísir/Bára Dröfn „Það er gott að verja heimavöllinn og ná loksins í sigur á þessu ári,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn á Tindastól í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. „Þetta er búið að vera erfitt. Mér fannst við spila vel sóknarlega en fjórði leikhlutinn var bara erfiður og bæði lið að skora lítið þá,“ bætti Daníel við en eftir hátt skor allan leikinn gekk báðum liðum frekar illa að finna netmöskvana í lokafjórðungnum. Grindvíkingar höfðu forystu nær allan tímann en náðu aldrei að hrista Stólana af sér. Gestirnir náðu hins vegar aldrei að taka skrefið í síðari hálfleiknum og jafna metin. „Þeir gerðu áhlaup á okkur í þriðja leikhluta og gerðu vel í að koma okkur út úr okkar kerfi. Við gerðum svo mjög vel í að halda forskotinu.“ Grindvíkingar náðu einhvern veginn alltaf að setja stig þegar Stólarnir voru komnir hættulega nálægt og heimamenn hittu mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Javon Bess var frábær hjá þeim í kvöld og Taiwo Badmus gerði mjög vel í að sækja á körfuna okkar. Við náðum einhvern veginn alltaf að svara, Ólafur (Ólafsson) kom með einhverja partýþrista, í raun til að halda okkur inni í leiknum þegar við áttum erfitt með að skora.“ „Við héldum þetta út og það sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið.“ Naor Sharabani, leikstjórnandi Grindvíkinga, var sjóðandi heitur í kvöld, skoraði 27 stig og setti niður fimm þriggja stiga körfur. „Þegar liðin eru að fara undir hindranir á hann þá er búið að gefa honum grænt ljós á að hann verður að taka skotin. Hann gerði það vel í kvöld og skaut 50% fyrir utan línuna. Ef liðin ætla að dekka hann öðruvísi þá finnum við leiðir. Hann er frábær leikstjórnandi, stýrir leiknum vel og það er plús að hann skori svona mikið.“ UMF Grindavík Tindastóll Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt. Mér fannst við spila vel sóknarlega en fjórði leikhlutinn var bara erfiður og bæði lið að skora lítið þá,“ bætti Daníel við en eftir hátt skor allan leikinn gekk báðum liðum frekar illa að finna netmöskvana í lokafjórðungnum. Grindvíkingar höfðu forystu nær allan tímann en náðu aldrei að hrista Stólana af sér. Gestirnir náðu hins vegar aldrei að taka skrefið í síðari hálfleiknum og jafna metin. „Þeir gerðu áhlaup á okkur í þriðja leikhluta og gerðu vel í að koma okkur út úr okkar kerfi. Við gerðum svo mjög vel í að halda forskotinu.“ Grindvíkingar náðu einhvern veginn alltaf að setja stig þegar Stólarnir voru komnir hættulega nálægt og heimamenn hittu mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Javon Bess var frábær hjá þeim í kvöld og Taiwo Badmus gerði mjög vel í að sækja á körfuna okkar. Við náðum einhvern veginn alltaf að svara, Ólafur (Ólafsson) kom með einhverja partýþrista, í raun til að halda okkur inni í leiknum þegar við áttum erfitt með að skora.“ „Við héldum þetta út og það sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið.“ Naor Sharabani, leikstjórnandi Grindvíkinga, var sjóðandi heitur í kvöld, skoraði 27 stig og setti niður fimm þriggja stiga körfur. „Þegar liðin eru að fara undir hindranir á hann þá er búið að gefa honum grænt ljós á að hann verður að taka skotin. Hann gerði það vel í kvöld og skaut 50% fyrir utan línuna. Ef liðin ætla að dekka hann öðruvísi þá finnum við leiðir. Hann er frábær leikstjórnandi, stýrir leiknum vel og það er plús að hann skori svona mikið.“
UMF Grindavík Tindastóll Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum