Leit frestað til tíu í fyrramálið Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 4. febrúar 2022 06:26 Leit verður haldið áfram inn í kvöldið þrátt fyrir niðamyrkur. Vísir/Vilhelm Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. Þetta vitum við um málið: Flugmaðurinn heitir Haraldur Diego. Hann er tæplega fimmtugur, reynslumikill flugmaður og hefur getið sér gott orð fyrir útsýnisflug með erlenda ferðamenn Flugvélin er af gerðinni Cessna 172 N með skráningarnúmerið TF-ABB Einn erlendu ferðamannanna er frá Bandaríkjunum, annar frá Hollandi og sá þriðji búsettur í Belgíu. Þeir tilheyra stærri hópi ferðamanna sem Rauði krossinn hefur veitt áfallahjálp Leitarsvæðið hefur þrengst og er nú aðallega leitað í og við sunnanvert Þingvallavatn Olíubrák hefur sést á vatninu og var sýni tekið og sent til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er myndefni úr eftirlitsmyndavélum nærliggjandi sumarbústaða til skoðunar Hundruð björgunarsveitarmanna hafa komið að leitinni og sömuleiðis íslenskir flugmenn sem hafa lagt hönd á plóg Leit verður frestað frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 10 í fyrramálið Fylgst er með gangi mála við leitina í vaktinni að neðan.
Þetta vitum við um málið: Flugmaðurinn heitir Haraldur Diego. Hann er tæplega fimmtugur, reynslumikill flugmaður og hefur getið sér gott orð fyrir útsýnisflug með erlenda ferðamenn Flugvélin er af gerðinni Cessna 172 N með skráningarnúmerið TF-ABB Einn erlendu ferðamannanna er frá Bandaríkjunum, annar frá Hollandi og sá þriðji búsettur í Belgíu. Þeir tilheyra stærri hópi ferðamanna sem Rauði krossinn hefur veitt áfallahjálp Leitarsvæðið hefur þrengst og er nú aðallega leitað í og við sunnanvert Þingvallavatn Olíubrák hefur sést á vatninu og var sýni tekið og sent til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er myndefni úr eftirlitsmyndavélum nærliggjandi sumarbústaða til skoðunar Hundruð björgunarsveitarmanna hafa komið að leitinni og sömuleiðis íslenskir flugmenn sem hafa lagt hönd á plóg Leit verður frestað frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 10 í fyrramálið Fylgst er með gangi mála við leitina í vaktinni að neðan.
Fréttir af flugi Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08