Stórt verkefni – skammur tími Þorkell Heiðarsson skrifar 4. febrúar 2022 12:31 Hringrásarhagkerfið er nær okkur en margir gera sér grein fyrir. Það var í raun leitt í lög á alþingi og nú er það hlutverk Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og fylgja lögunum eftir. Þetta kallar á samhent viðbrögð og vinnusemi. Samkvæmt lögunum verður skylt að safna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa. Einnig verður skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa, við heimili eða í grenndarstöðvum. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023. Framundan eru því tímamót í umhverfismálum borgarinnar sem kalla að sjálfsögðu á breytingar á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægust verður samt aðkoma grasrótarinnar, íbúanna – okkar sjálfra. Fjögurra flokka kerfi Fjögurra flokka kerfið er kannski á útleið í íslenskri pólitík, en sannarlega á innleið í þessum málaflokki. Ný fjögurra flokka skipting verður tekin upp við öll heimili: tvær tvískiptar tunnur fyrir lífrænan eldhúsúrgang, blandað sorp auk pappírs og plasts sem við þekkjum nú þegar.Þetta er stórt verkefni sem snýr annars vegar flokkun og söfnun heimilisúrgangs og hins vegar að sanngjarnri innheimtu endurgjalds af einstaklingum og lögaðilum fyrir þann kostnað sem hlýst af meðhöndlun úrgangs. Í nýjum tillögum starfshóps um samræmt úrgangsflokkunarkerfi er lagt er til að komið verði uppi neti stærri og smærri grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í öruggri göngufjarlægð og í alfaraleið þar sem tekið verður við gleri, skilagjaldsskyldum umbúðum, málmi og textíl.Borgin þarf því að endurhanna alla hirðu úrgangs, staðsetningu og merkingu íláta og innheimtu gjalda af einstaklingum og lögaðilum fyrir meðhöndlunina. Sá borgar sem mengar Frá og með 1. janúar 2023 verður innleidd svokölluð greiðsluregla sem er ein af meginreglum umhverfisréttarins. Þetta þýðir einfaldlega að sá borgar sem mengar. Það er því verkefni borgarinnar að innheimta gjald sem tekur mið af magni úrgangs, gerð, losunartíðni, frágangi úrgangs og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kostnað við meðhöndlun hans. Þeir sem minnka úrganginn sinn, flokka betur borga einfaldlega minna. Það hefur sýnt sig að þetta er eitt áhrifamesta kerfi í evrópskum borgum til að minnka úrgang og mengun og innleiða hringrásarhagkerfið. Skammur tími til stefnu Reykjavík þarf að endurskoða alla svæðisáætlun um úrgangsmeðhöndlun, samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem og gjaldskrá. Nú þarf að greina í þaula allan þann kostnað sem tengist úrgangsmálum borgarinnar. Nýtt kerfi muni stórauka flokkun og endurvinnslu og mikilvægt er að fá alla með á vagninn.Það er skammur tími til stefnu, einungis 10 mánuðir, og mikið verk að vinna! Borgin þarf að bregðast við strax og vinna hratt á næstunni – verkefnið er klárt. Þetta er hið raunverulega stóra verkefni borgarinnar á þessu ári. Hringrásarhagkerfi kallar á breiða sátt og samvinnu almennings, atvinnulífs og stjórnvalda. Það er okkar allra hagur að þetta verkefni takist vel enda hagur umhverfis og náttúru sem við erum jú hluti af.Rusl er ekki úrgangur heldur hráefni sem ber að koma aftur inn í hringrásarhagkerfið. Þess vegna þurfum við að öll flokka og endurvinna. Hringrásarhagkerfið er ekki bara eitt mikilvægasta aflið gegn loftlagsbreytingum heldur líka hagkvæmara kerfi fyrir alla. Það er nefnilega aldrei skynsamlegt að henda verðmætum. Höfundur er náttúrufræðingur og frambjóðandi í 5. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Umhverfismál Þorkell Heiðarsson Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hringrásarhagkerfið er nær okkur en margir gera sér grein fyrir. Það var í raun leitt í lög á alþingi og nú er það hlutverk Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og fylgja lögunum eftir. Þetta kallar á samhent viðbrögð og vinnusemi. Samkvæmt lögunum verður skylt að safna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa. Einnig verður skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa, við heimili eða í grenndarstöðvum. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023. Framundan eru því tímamót í umhverfismálum borgarinnar sem kalla að sjálfsögðu á breytingar á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægust verður samt aðkoma grasrótarinnar, íbúanna – okkar sjálfra. Fjögurra flokka kerfi Fjögurra flokka kerfið er kannski á útleið í íslenskri pólitík, en sannarlega á innleið í þessum málaflokki. Ný fjögurra flokka skipting verður tekin upp við öll heimili: tvær tvískiptar tunnur fyrir lífrænan eldhúsúrgang, blandað sorp auk pappírs og plasts sem við þekkjum nú þegar.Þetta er stórt verkefni sem snýr annars vegar flokkun og söfnun heimilisúrgangs og hins vegar að sanngjarnri innheimtu endurgjalds af einstaklingum og lögaðilum fyrir þann kostnað sem hlýst af meðhöndlun úrgangs. Í nýjum tillögum starfshóps um samræmt úrgangsflokkunarkerfi er lagt er til að komið verði uppi neti stærri og smærri grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í öruggri göngufjarlægð og í alfaraleið þar sem tekið verður við gleri, skilagjaldsskyldum umbúðum, málmi og textíl.Borgin þarf því að endurhanna alla hirðu úrgangs, staðsetningu og merkingu íláta og innheimtu gjalda af einstaklingum og lögaðilum fyrir meðhöndlunina. Sá borgar sem mengar Frá og með 1. janúar 2023 verður innleidd svokölluð greiðsluregla sem er ein af meginreglum umhverfisréttarins. Þetta þýðir einfaldlega að sá borgar sem mengar. Það er því verkefni borgarinnar að innheimta gjald sem tekur mið af magni úrgangs, gerð, losunartíðni, frágangi úrgangs og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kostnað við meðhöndlun hans. Þeir sem minnka úrganginn sinn, flokka betur borga einfaldlega minna. Það hefur sýnt sig að þetta er eitt áhrifamesta kerfi í evrópskum borgum til að minnka úrgang og mengun og innleiða hringrásarhagkerfið. Skammur tími til stefnu Reykjavík þarf að endurskoða alla svæðisáætlun um úrgangsmeðhöndlun, samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem og gjaldskrá. Nú þarf að greina í þaula allan þann kostnað sem tengist úrgangsmálum borgarinnar. Nýtt kerfi muni stórauka flokkun og endurvinnslu og mikilvægt er að fá alla með á vagninn.Það er skammur tími til stefnu, einungis 10 mánuðir, og mikið verk að vinna! Borgin þarf að bregðast við strax og vinna hratt á næstunni – verkefnið er klárt. Þetta er hið raunverulega stóra verkefni borgarinnar á þessu ári. Hringrásarhagkerfi kallar á breiða sátt og samvinnu almennings, atvinnulífs og stjórnvalda. Það er okkar allra hagur að þetta verkefni takist vel enda hagur umhverfis og náttúru sem við erum jú hluti af.Rusl er ekki úrgangur heldur hráefni sem ber að koma aftur inn í hringrásarhagkerfið. Þess vegna þurfum við að öll flokka og endurvinna. Hringrásarhagkerfið er ekki bara eitt mikilvægasta aflið gegn loftlagsbreytingum heldur líka hagkvæmara kerfi fyrir alla. Það er nefnilega aldrei skynsamlegt að henda verðmætum. Höfundur er náttúrufræðingur og frambjóðandi í 5. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar