Voru allir á sama aldursbili og tengdir fatalínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. febrúar 2022 12:10 Af vettvangi í gær. vísir/bjarni Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar. Ferðamennirnir virðast hafa verið í útsýnisflugi með íslenska flugmanninum Haraldi Diego og á ferð um landið á vegum belgíska fatahönnunarfyrirtækisins Suspicious Antwerp. Tveir þeirra voru áhrifavaldar, sem hafa unnið með fyrirtækinu, en sá þriðji starfsmaður fyrirtækisins. Sá yngsti var 22 ára gamall bandarískur hjólabrettakappi, Josh Neuman. Nicola Bellavia, 32 ára gamall áhrifavaldur sem búsettur er í Belgíu var einnig í vélinni og starfsmaður fatahönnunarfyrirtækisins hét Tim Alings og var 27 ára gamall Hollendingur. Lík þeirra fundust seinni partinn í gær á minnst 37 metra dýpi í Þingvallavatni með hjálp kafbáts. Þeir voru allir í um 300 metra fjarlægð frá þeim stað sem flak flugvélarinnar fannst á. Flókið að sækja þá á botninn „Köfun á þessu dýpi er áhættusöm og þegar undirbúningi var lokið þá versnaði veðrið það mikið að við hættum öllum aðgerðum,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi eftir aðgerðirnar í gærkvöldi. Reynt verður að sækja þá látnu um leið og veður leyfir. „Við stefnum að því að sækja brakið á fimmtudag eða föstudag. Veðuglugginn... það lægir og verður orðið skaplegt veður seinni partinn á miðvikudag. Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp og ef að það er veðurgluggi verður fyrr þá verður farið af stað í það en aldrei áður en öryggi kafaranna og þeirra sem að þessu koma verður tryggt,“ sagði Oddur. Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Ferðamennirnir virðast hafa verið í útsýnisflugi með íslenska flugmanninum Haraldi Diego og á ferð um landið á vegum belgíska fatahönnunarfyrirtækisins Suspicious Antwerp. Tveir þeirra voru áhrifavaldar, sem hafa unnið með fyrirtækinu, en sá þriðji starfsmaður fyrirtækisins. Sá yngsti var 22 ára gamall bandarískur hjólabrettakappi, Josh Neuman. Nicola Bellavia, 32 ára gamall áhrifavaldur sem búsettur er í Belgíu var einnig í vélinni og starfsmaður fatahönnunarfyrirtækisins hét Tim Alings og var 27 ára gamall Hollendingur. Lík þeirra fundust seinni partinn í gær á minnst 37 metra dýpi í Þingvallavatni með hjálp kafbáts. Þeir voru allir í um 300 metra fjarlægð frá þeim stað sem flak flugvélarinnar fannst á. Flókið að sækja þá á botninn „Köfun á þessu dýpi er áhættusöm og þegar undirbúningi var lokið þá versnaði veðrið það mikið að við hættum öllum aðgerðum,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi eftir aðgerðirnar í gærkvöldi. Reynt verður að sækja þá látnu um leið og veður leyfir. „Við stefnum að því að sækja brakið á fimmtudag eða föstudag. Veðuglugginn... það lægir og verður orðið skaplegt veður seinni partinn á miðvikudag. Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp og ef að það er veðurgluggi verður fyrr þá verður farið af stað í það en aldrei áður en öryggi kafaranna og þeirra sem að þessu koma verður tryggt,“ sagði Oddur.
Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira