Skóli án aðgreiningar án fagfólks Stein Olav Romslo skrifar 9. febrúar 2022 07:30 Kennarar eru frábærir! Þeir sinna óeigingjörnu starfi og leggja sig mikið fram á hverjum einasta degi. Ég veit það af því ég vinn með þeim. En það eru sker í sjónum. Verkefni og úrlausnarefni kennara verða sífellt fleiri og flóknari án þess að næg úrræði komi á móti. Það er til dæmis allt annað starf að vera umsjónarkennari í dag en fyrir einungis nokkrum árum – það segja reyndir kennarar sem ég tala við. Skóli án aðgreiningar er mikilvæg stefna og hugmyndafræði en eykur álag kennara sem þegar er mikið fyrir. Kennarar sinna ákveðnu hlutverki í uppeldi barna, er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um og frá nemendum, veita félagslegan stuðning og fleira. Ég er sjálfur að taka mín fyrstu skref sem umsjónarkennari og þetta er miklu víðtækara starf en ég hefði nokkurn tímann séð fyrir mér – þó svo að ég sé búinn að vinna í grunnskóla í meira en þrjú ár. Það þarf að bæta úrræði og stuðning við kennara og draga úr álagi okkar. Ein helsta áskorun barna og unglinga í dag er geðheilsa þeirra sem verður með árunum mun stærri hluti af starfi kennara og annarra sem vinna í skólum. Það hefur lengi verið kallað eftir fleiri og bættum lausnum fyrir þau – og ákallið frá þeim sjálfum er skýrt! Ég þekki dæmi úr Hagaskóla. Þar hafa nemendur unnið stjórnmálaverkefni í mörg ár þar sem þau búa til stjórnmálaflokka og ákveða stefnumál. Eitt stefnumál sem kemur aftur og aftur og aftur er að fá sálfræðinga í skólann. Ég tel að sálfræðingar í skóla væri frábær og ekki síður mikilvæg viðbót við það starfsfólk sem vinnur með börnum okkar í skólum. Þá eru nemendur líklegri til að leita sér aðstoðar í nærumhverfi sínu og því væri það mikil bragarbót fyrir þau sem gæti hjálpað svo mörgum. Bæði fyrir þau sem þurfa á aukinni aðstoð að halda og einnig þau sem vilja bara fara í reglulegt tékk – eins og að fara til tannlæknis! Í skólum borgarinnar vinna ekki einungis kennarar, heldur er þar til staðar yfirgripsmikil starfsemi fyrir börnin okkar. Undanfarin ár hef ég meðal annars kynnst starfi þroskaþjálfa sem sinna lykilhlutverki fyrir skóla án aðgreiningar. Ég hef þar af leiðandi trú á því að við séum á réttri leið þegar öllum börnum er gert kleift að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Síðustu mánuði höfum við í Hagaskóla fengið til liðs við okkur öflugan tómstunda- og félagsfræðing. Hann getur náð til nemenda á allt öðruvísi hátt en við kennararnir og tengir starf félagsmiðstöðvarinnar betur við skólastarfið sem styður enn betur við félagslega hlutverk skólans. Fleira fagfólk í skólana, eins og til dæmis það sem ég hef nefnt að ofan, myndi stórauka þverfaglega nálgun í skólunum og styðja betur við skólasamfélagið sem heild. Þannig er betur unnt að koma til móts við mismunandi þarfir fjölbreytts hóps nemenda. Höldum áfram á þessari braut við að stórefla skólana í borginni með áherslu á þverfagleika innan þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 12.-13. febrúar nk. Heimasíða framboðsins er steinolav.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Kennarar eru frábærir! Þeir sinna óeigingjörnu starfi og leggja sig mikið fram á hverjum einasta degi. Ég veit það af því ég vinn með þeim. En það eru sker í sjónum. Verkefni og úrlausnarefni kennara verða sífellt fleiri og flóknari án þess að næg úrræði komi á móti. Það er til dæmis allt annað starf að vera umsjónarkennari í dag en fyrir einungis nokkrum árum – það segja reyndir kennarar sem ég tala við. Skóli án aðgreiningar er mikilvæg stefna og hugmyndafræði en eykur álag kennara sem þegar er mikið fyrir. Kennarar sinna ákveðnu hlutverki í uppeldi barna, er treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um og frá nemendum, veita félagslegan stuðning og fleira. Ég er sjálfur að taka mín fyrstu skref sem umsjónarkennari og þetta er miklu víðtækara starf en ég hefði nokkurn tímann séð fyrir mér – þó svo að ég sé búinn að vinna í grunnskóla í meira en þrjú ár. Það þarf að bæta úrræði og stuðning við kennara og draga úr álagi okkar. Ein helsta áskorun barna og unglinga í dag er geðheilsa þeirra sem verður með árunum mun stærri hluti af starfi kennara og annarra sem vinna í skólum. Það hefur lengi verið kallað eftir fleiri og bættum lausnum fyrir þau – og ákallið frá þeim sjálfum er skýrt! Ég þekki dæmi úr Hagaskóla. Þar hafa nemendur unnið stjórnmálaverkefni í mörg ár þar sem þau búa til stjórnmálaflokka og ákveða stefnumál. Eitt stefnumál sem kemur aftur og aftur og aftur er að fá sálfræðinga í skólann. Ég tel að sálfræðingar í skóla væri frábær og ekki síður mikilvæg viðbót við það starfsfólk sem vinnur með börnum okkar í skólum. Þá eru nemendur líklegri til að leita sér aðstoðar í nærumhverfi sínu og því væri það mikil bragarbót fyrir þau sem gæti hjálpað svo mörgum. Bæði fyrir þau sem þurfa á aukinni aðstoð að halda og einnig þau sem vilja bara fara í reglulegt tékk – eins og að fara til tannlæknis! Í skólum borgarinnar vinna ekki einungis kennarar, heldur er þar til staðar yfirgripsmikil starfsemi fyrir börnin okkar. Undanfarin ár hef ég meðal annars kynnst starfi þroskaþjálfa sem sinna lykilhlutverki fyrir skóla án aðgreiningar. Ég hef þar af leiðandi trú á því að við séum á réttri leið þegar öllum börnum er gert kleift að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Síðustu mánuði höfum við í Hagaskóla fengið til liðs við okkur öflugan tómstunda- og félagsfræðing. Hann getur náð til nemenda á allt öðruvísi hátt en við kennararnir og tengir starf félagsmiðstöðvarinnar betur við skólastarfið sem styður enn betur við félagslega hlutverk skólans. Fleira fagfólk í skólana, eins og til dæmis það sem ég hef nefnt að ofan, myndi stórauka þverfaglega nálgun í skólunum og styðja betur við skólasamfélagið sem heild. Þannig er betur unnt að koma til móts við mismunandi þarfir fjölbreytts hóps nemenda. Höldum áfram á þessari braut við að stórefla skólana í borginni með áherslu á þverfagleika innan þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 12.-13. febrúar nk. Heimasíða framboðsins er steinolav.is.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar