Unnið er að stofnun verkalýðsfélaga starfsmanna Starbucks á fleiri en 50 stöðum í Bandaríkjunum en eitt slíkt hefur þegar litið dagsins ljós, í Buffalo í New York ríki.
Starfsmenn Starbucks freista þess að sameinast og knýja fram samninga um betri kjör og vinnuaðstæður. Forsvarsmenn keðjunnar segja starfsmennina sem sagt var upp hins vegar hafa brotið gegn reglum fyrirtækisins, meðal annars með því að hafa notað verslun eftir lokun.
Þeir neita því að um hefndaraðgerðir sé að ræða.
Starbucks Workers United, samtök sem hafa aðstoðað starfsmenn í baráttu sinni, segjast munu höfða mál vegna uppsagna sjö starfsmanna í versluninni í Memphis. Flestir starfsmannanna hefðu átt óaðfinnanlegan starfsferil hjá fyrirtækinu.
Starbucks starfrækir 8 þúsund verslanir í Bandaríkjunum en framkvæmdastjórar fyrirtækisins upplýstu hluthafa um það á dögunum að kostnaður vegna þjálfunar starfsmanna og aðgerða til að halda þeim í vinnu hefðu veruleg áhrif á afkomu fyrirtækisins.