Skoðun

Stóra skíta­bombu­á­rásin á SÁÁ

Birgir Dýrfjörð skrifar

Útvarpsmaðurinn Frosti Logason, starfsmaður Sýnar sem á Vísi, segir í viðtali við Vísi að ramkvæmdastjórn SÁÁ sé gríðarlega samheldinn hópur, sem verði fyrir stöðugum árásum, meðal annars í formi tölvupósta, undir forystu fyrrverandi formanns SÁÁ“. (Arnþórs Jónssonar.)

„Hann hefur hent í okkur hverri skítabombunni á fætur annarri allan þennan tíma,“ segir Frosti „gert tölur frá okkur tortryggilegar, rengt ársreikninga. Öll 48 manna stjórnin sér þessa pósta“.

Þvílík ósvífni. Hann kjaftaði í 48 manna stjórnina hvað menn höfðu gert í hennar umboði.

Frosti sagði að fregnir af athugasemdum Sjúkratrygginga og mögulegri lögreglurannsókn hafa komið inn á borð stjórnar í gegnum Arnþór og kallaði eftir stjórnsýsluúttekt á samskiftum Sjúkratrygginga og SÁÁ, og málinu öllu.

Spurt er:

  • Er þá skítabomba frá Arnþóri ástæða þess,að Sjúkratryggingar vilja endurgreiðslu á „3.801 tilhæfulausum reikningum“ frá SÁÁ?
  • Opnaði skítabomba frá Arnþóri augu sjúkratrygginga til að endurkrefja SÁÁ um 108 milljónir.
  • Kærði pesónunefnd SÁÁ til héraðssaksóknara vegna skítabombu?
  • Kærðu Sjúkratryggingar SÁÁ til héraðssaksóknara vegna skítabombu frá Arnþóri Jónssyni?
  • Stjórnar Arnþór Jónsson Sjúkratryggingum? Stjórnar Arnþór líka Ðersónuvernd?
  • Eru engin takmörk fyrir bullinu í því fólki, sem nú stjórnar SÁÁ?
  • Getur verið að stjórnendur SÁÁ séu svo veruleikafirrtir, að þeir trúi sjálfir bullinu í sér?

Sé svo þá er það sönnun þess, að stundum er sitt hvað að vera ódrukkinn og vera allsgáður.

Dramb og hroki eru falli næst.

„Frosti sagði óvirka alkóhólista skiptast í tvo hópa; þá sem væru í bata og lifðu í auðmýkt og hina sem væru að fara áfram á hnefunum, fullir gremju. Arnþór væri í síðarnefnda hópnum“.

Svona ummæli og sleggjudómar eru smánarblettur á samtökum okkar alkóhólista, og síst samboðin fulltrúa í framkvæmdastjórn SÁÁ. Hann verður að kunna, að gæta sóma síns,og samtaka okkar.

Í Lúkasarguðsspjalli, 18.11 segir af bæn faríseans: „Guð ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar, eða þá eins og þessi tollheimtumaður“.

Hér gæti Frosti verið faríseinn. Hann er í bata, og lifir í auðmýkt. Skúrkurinn Arnþór er þá tollheimtumaðurinn. Fullur gremju upplýsti 48 manna stjórn SÁÁ um meint svik og misferli.

Það eru fleiri persónur tilnefndar í dæmisögu Lúkasar. Ég læt þó lesendum eftir að finna fulltrúa í hlutverk Ræningja, ranglátra og hórkarla. Það ætti ekki að vera erfitt.

Höfundur hefur verið óvirkur alkóhólisti í 40 ár.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×