Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.
Þar segir að á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum með skráða búsetu á Íslandi um 542 einstaklinga. Einstaklingum með afganskt ríkisfang fjölgaði um 13,9 prósent og eru nú 238 talsins og ríkisborgurum frá Venesúela fjölgaði um 19,1 prósent, eða úr 455 í 542.
„Pólskum ríkisborgurum fækkaði á ofangreindu tímabili um 89 einstaklinga og voru 21.102 talsins um síðustu mánaðarmót eða 5,6% landsmanna,“ segir á vef Þjóðskrár.