Sendi Valentínusarkveðju á ástina sína í kvöldfréttum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 20:15 Tveir rómantíkusar, alls ótengdir en eiga það sameiginlegt að ætla að gleðja maka sína í dag. vísir/arnar Elskendur hafa margir haldið Valentínusardaginn hátíðlegan í dag með blómum, böngsum og súkkulaðimolum. Við litum við í blómabúð þar sem rómantískt andrúmsloftið var nánast áþreifanlegt. Þar ræddum við við blómasala og tvo rómantíkusa, sem voru í leit að gjöfum fyrir maka sína í tilefni dagsins. „Dagurinn byrjaði alveg vel og þó svo að það hafi verið mikið ófært og mikill snjór að þá lata menn sig hafa það að kaupa blóm á Valentínusardaginn. Og konur líka, að sjálfsögðu,“ segir Þórdís Zophia, fagstjóri blómadeildar Garðheima. Færðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun kom ekki í veg fyrir blómakaup fólks. „Ástin sigrar allt. Bæði ófærð og Covid,“ segir Þórdís. Þórdís segir mikið hafa verið að gera í dag enda sigri ástin allt, einnig vonda færð.vísir/arnar Hún segir konur og karla jafndugleg við að gleðja maka sína í tilefni dagsins. Karlarnir eiga það þó til að kaupa veglegri gjafir. „Fólk er alveg að eyða um þúsund krónum í eina rós og alveg upp í tuttugu, þrjátíu þúsund,“ segir Þórdís. Rauðar rósir eru þó alltaf vinsælastar og súkkulaðihjörtun gera einnig gott mót. Sjónvarpskveðja og blómvöndur Salan á blómum eykst alltaf mjög í kring um Valentínusardaginn og virðist komin mikil hefð fyrir deginum hér á landi. Allavega voru viðmælendur okkar í blómabúðinni á því máli. „Ég vaknaði við blóm klukkan 6 í morgun þannig að greinilega,“ segir Margrét Sól sem var stödd í Garðheimum að leita að gjöf til að endurgjalda manninum greiðann. „Ég vona að hann verði ánægður með þetta,“ segir Margrét Sól. Hún vill þó ekki gefa upp hvað var í pakkanum enda óviss um hvort kærastinn yrði búinn að opna hann á kvöldfréttatíma. Jakob Fannar Stefánsson er annar rómantíker sem við rákumst á í Garðheimum í dag. Hann gefur blómvönd í ár. Gefurðu alltaf blóm á Valentínusardaginn? „Já, ég held það nú. Ég er líka mikill blómamaður og gef reglulega blóm,“ segir Jakob Fannar, sem ákveður að nýta tækifærið í kvöldfréttum til að senda ástinni sinni stutta kveðju í tilefni dagsins: „Ásdís Halla Einarsdóttir, til hamingju með daginn. Ég elska þig.“ Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
„Dagurinn byrjaði alveg vel og þó svo að það hafi verið mikið ófært og mikill snjór að þá lata menn sig hafa það að kaupa blóm á Valentínusardaginn. Og konur líka, að sjálfsögðu,“ segir Þórdís Zophia, fagstjóri blómadeildar Garðheima. Færðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun kom ekki í veg fyrir blómakaup fólks. „Ástin sigrar allt. Bæði ófærð og Covid,“ segir Þórdís. Þórdís segir mikið hafa verið að gera í dag enda sigri ástin allt, einnig vonda færð.vísir/arnar Hún segir konur og karla jafndugleg við að gleðja maka sína í tilefni dagsins. Karlarnir eiga það þó til að kaupa veglegri gjafir. „Fólk er alveg að eyða um þúsund krónum í eina rós og alveg upp í tuttugu, þrjátíu þúsund,“ segir Þórdís. Rauðar rósir eru þó alltaf vinsælastar og súkkulaðihjörtun gera einnig gott mót. Sjónvarpskveðja og blómvöndur Salan á blómum eykst alltaf mjög í kring um Valentínusardaginn og virðist komin mikil hefð fyrir deginum hér á landi. Allavega voru viðmælendur okkar í blómabúðinni á því máli. „Ég vaknaði við blóm klukkan 6 í morgun þannig að greinilega,“ segir Margrét Sól sem var stödd í Garðheimum að leita að gjöf til að endurgjalda manninum greiðann. „Ég vona að hann verði ánægður með þetta,“ segir Margrét Sól. Hún vill þó ekki gefa upp hvað var í pakkanum enda óviss um hvort kærastinn yrði búinn að opna hann á kvöldfréttatíma. Jakob Fannar Stefánsson er annar rómantíker sem við rákumst á í Garðheimum í dag. Hann gefur blómvönd í ár. Gefurðu alltaf blóm á Valentínusardaginn? „Já, ég held það nú. Ég er líka mikill blómamaður og gef reglulega blóm,“ segir Jakob Fannar, sem ákveður að nýta tækifærið í kvöldfréttum til að senda ástinni sinni stutta kveðju í tilefni dagsins: „Ásdís Halla Einarsdóttir, til hamingju með daginn. Ég elska þig.“
Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira