„Þetta er einfaldlega orkustigið sem þarf ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. febrúar 2022 21:20 Jóhann Þór stýrði Grindavík í kvöld. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var við stjórnvölin í kvöld þar sem Daníel Guðni tók út leikbann. Hann tók undir þá greiningu mína að það hefði verið engu líkara en tvö mismunandi Grindavíkurlið hefðu mætt til leiks í fyrri og seinni hálfleik, en frammistaðan var eins og svart og hvítt hjá þeim gulklæddu í kvöld. „Já það er alveg rétt hjá þér. Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og varnarleikurinn mjög langt frá því sem við ætluðum okkur. Við vorum með ákveðna hluti í „scouting“ fyrir leik sem við ætluðum að nýta okkur sem var bara alls ekki að ganga í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins til í hálfleik og komum þá loksins orkustiginu upp hjá okkur sem þarf einfaldlega bara að vera til staðar ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild. Við erum bara mjög sáttir við seinni hálfleikinn.“ Talandi um orkustigið þá tók Grindavík 16-0 áhlaup á Val og utanfrá séð hefði ekki komið neinum á óvart þó svo að orkan hefði klárast eftir þriðja leikhluta. Sú varð þó heldur betur ekki raunin. „Við náttúrulega fengum svakalegt framlag frá EC í þriðja leikhluta, og raunar í fjórða líka þó hann hafi ekki verið að skora þá. Við gerðum líka vel í að skipta og rótera og þær breytingar sem við vorum að gera komu þokkalega vel út. Ég verð bara að senda mikið hrós á drengina fyrir það hvernig þeir spiluðu hér í seinni hálfleik.“ Jói vildi lítið spá um framhaldið enda deildin æði óútreiknanleg og staðan í töflunni þétt. „Eins og ég sagði fyrir leik, það er bara „on to the next one“. Við erum að fara að spila við Njarðvík á föstudaginn og svo kemur landsleikjahlé. Það er bara sá leikur næst. Við vorum flottir í kvöld og náum vonandi að byggja ofan á þessa frammistöðu í næsta leik.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira
„Já það er alveg rétt hjá þér. Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og varnarleikurinn mjög langt frá því sem við ætluðum okkur. Við vorum með ákveðna hluti í „scouting“ fyrir leik sem við ætluðum að nýta okkur sem var bara alls ekki að ganga í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins til í hálfleik og komum þá loksins orkustiginu upp hjá okkur sem þarf einfaldlega bara að vera til staðar ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild. Við erum bara mjög sáttir við seinni hálfleikinn.“ Talandi um orkustigið þá tók Grindavík 16-0 áhlaup á Val og utanfrá séð hefði ekki komið neinum á óvart þó svo að orkan hefði klárast eftir þriðja leikhluta. Sú varð þó heldur betur ekki raunin. „Við náttúrulega fengum svakalegt framlag frá EC í þriðja leikhluta, og raunar í fjórða líka þó hann hafi ekki verið að skora þá. Við gerðum líka vel í að skipta og rótera og þær breytingar sem við vorum að gera komu þokkalega vel út. Ég verð bara að senda mikið hrós á drengina fyrir það hvernig þeir spiluðu hér í seinni hálfleik.“ Jói vildi lítið spá um framhaldið enda deildin æði óútreiknanleg og staðan í töflunni þétt. „Eins og ég sagði fyrir leik, það er bara „on to the next one“. Við erum að fara að spila við Njarðvík á föstudaginn og svo kemur landsleikjahlé. Það er bara sá leikur næst. Við vorum flottir í kvöld og náum vonandi að byggja ofan á þessa frammistöðu í næsta leik.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira