Verkefnisstjórinn býst ekki við mótmælum í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2022 18:32 Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit. Egill Aðalsteinsson Verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit býst ekki við að mótmælendur hlekki sig við jarðýtur þegar vegagerð hefst um Teigsskóg. Búið sé að fara vel yfir málið og verkið verði unnið í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og sveitarfélagið Reykhólahrepp. Vegagerðin hefur formlega boðið út vegagerð um Teigsskóg og á vegurinn að vera tilbúinn í október á næsta ári. Samkvæmt útboðsauglýsingu, sem birt var á vef Vegagerðarinnar í morgun, felst verkið í nýbyggingu nærri ellefu kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, milli Þórisstaða og Hallsteinsness í Þorskafirði, en þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja.Vegagerðin Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og rennur tilboðsfrestur út þann 23. mars næstkomandi. Þessum verkáfanga skal svo að fullu lokið 15. október 2023. Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, gerir ráð fyrir að vinna geti hafist með vorinu, í apríl eða maí. En er ástæða til að ætla að mótmælendur muni freista þess að hindra vegagerðina, í ljósi þess að deilt hefur verið um málið í hartnær tuttugu ár? Býst verkefnisstjórinn við að einhverjir mæti á vinnusvæðið og hlekki sig við jarðýtur? „Ég vona ekki. Ég veit svo sem ekki hvað kemur til. En ég held nú ekki. Ég held að það sé búið að fara vel yfir þessi mál. Og við erum í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og vinnum með þeim í þessu verkefni og sveitarfélaginu líka,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, í viðtali sem birtist í hádegisfréttum Bylgjunnar, og heyra má hér: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðustu viku um útboðið: Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Reykhólahreppur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Vegagerðin hefur formlega boðið út vegagerð um Teigsskóg og á vegurinn að vera tilbúinn í október á næsta ári. Samkvæmt útboðsauglýsingu, sem birt var á vef Vegagerðarinnar í morgun, felst verkið í nýbyggingu nærri ellefu kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, milli Þórisstaða og Hallsteinsness í Þorskafirði, en þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja.Vegagerðin Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og rennur tilboðsfrestur út þann 23. mars næstkomandi. Þessum verkáfanga skal svo að fullu lokið 15. október 2023. Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, gerir ráð fyrir að vinna geti hafist með vorinu, í apríl eða maí. En er ástæða til að ætla að mótmælendur muni freista þess að hindra vegagerðina, í ljósi þess að deilt hefur verið um málið í hartnær tuttugu ár? Býst verkefnisstjórinn við að einhverjir mæti á vinnusvæðið og hlekki sig við jarðýtur? „Ég vona ekki. Ég veit svo sem ekki hvað kemur til. En ég held nú ekki. Ég held að það sé búið að fara vel yfir þessi mál. Og við erum í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og vinnum með þeim í þessu verkefni og sveitarfélaginu líka,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, í viðtali sem birtist í hádegisfréttum Bylgjunnar, og heyra má hér: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðustu viku um útboðið:
Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Reykhólahreppur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29