Berglind: Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega Smári Jökull Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 22:25 Það var hart barist á Ásvöllum í kvöld Vísir/Hulda Margrét Berglind Gunnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stóð vaktina á hliðarlínunni í kvöld í fjarveru Ólafs Sigurðssonar þjálfara. Hún hafði lítið jákvætt að segja um frammistöðu Valsliðsins gegn Haukum. „Ég er nú jákvæð að eðlisfari og það er alltaf hægt að tína eitthvað til en það er kannski ekki mikið sem mér dettur í hug núna. Við skorum 71 stig sem er ekki alslsæmt,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hvað Valsliðið gæti tekið með sér jákvætt úr leiknum í kvöld. „Við fáum á okkur 97 stig sem er auðvitað alltof mikið. Þær voru með tæplega 50% þriggja stiga nýtingu í dag og hittu vel. Stigaskorið var frekar einhæft hjá okkur sem við viljum ekki að það sé. Við eigum eftir að skoða leikinn og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að taka út.“ Það vantaði leikmenn í Valsliðið í dag. Dagbjörg Dögg Karlsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru ekki með liðinu og ekki heldur Hildur Kjartansdóttir sem er að snúa til baka eftir erfið höfuðmeiðsli. „Auðvitað söknum við þeirra. Hildur er búin að vera að koma sterk inn, það er gott að hafa hana í hóp og á vellinum með reynsluna og allt sem hún kemur með. Það eru bara fimm inni á vellinum og við erum með mannskap til þess þannig að þetta er ekki nein afsökun.“ „Við eigum að geta gert mikið betur og mér fannst mikið andleysi yfir liðinu. Við lendum undir og svo einhvern veginn er erfitt að elta allan tímann. Við náum forskotinu niður í öðrum leikhluta en komum svo bara slappar inn í þriðja leikhluta. Það var einhver deyfð yfir okkur allan leikinn“ Í þriðja leikhlutanum gengu Haukar svo gott sem frá leiknum. Þær juku muninn upp í 23 stig og það var of mikið bil fyrir Valskonur að brúa. Keira Robinson skoraði 31 stig fyrir Hauka í fyrri hálfleik og lék sér að Valsvörninni. „Við vorum með ákveðið plan og ætluðum að fara undir á hindrunum á hana. Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega og setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik. Við breyttum í hálfleik og spiluðum betri vörn á hana í seinni hálfleik.“ „Þær eru með frábæra skotmenn alls staðar og voru að setja niður stór skot í dag sem einhvern veginn drap okkur alltaf niður aftur. Þegar við spiluðum betri vörn á Keiru stigu aðrar upp. Heilt yfir var varnarleikurinn slakur og mikið andleysi. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og gera betur,“ sagði Berglind að lokum. Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
„Ég er nú jákvæð að eðlisfari og það er alltaf hægt að tína eitthvað til en það er kannski ekki mikið sem mér dettur í hug núna. Við skorum 71 stig sem er ekki alslsæmt,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hvað Valsliðið gæti tekið með sér jákvætt úr leiknum í kvöld. „Við fáum á okkur 97 stig sem er auðvitað alltof mikið. Þær voru með tæplega 50% þriggja stiga nýtingu í dag og hittu vel. Stigaskorið var frekar einhæft hjá okkur sem við viljum ekki að það sé. Við eigum eftir að skoða leikinn og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að taka út.“ Það vantaði leikmenn í Valsliðið í dag. Dagbjörg Dögg Karlsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru ekki með liðinu og ekki heldur Hildur Kjartansdóttir sem er að snúa til baka eftir erfið höfuðmeiðsli. „Auðvitað söknum við þeirra. Hildur er búin að vera að koma sterk inn, það er gott að hafa hana í hóp og á vellinum með reynsluna og allt sem hún kemur með. Það eru bara fimm inni á vellinum og við erum með mannskap til þess þannig að þetta er ekki nein afsökun.“ „Við eigum að geta gert mikið betur og mér fannst mikið andleysi yfir liðinu. Við lendum undir og svo einhvern veginn er erfitt að elta allan tímann. Við náum forskotinu niður í öðrum leikhluta en komum svo bara slappar inn í þriðja leikhluta. Það var einhver deyfð yfir okkur allan leikinn“ Í þriðja leikhlutanum gengu Haukar svo gott sem frá leiknum. Þær juku muninn upp í 23 stig og það var of mikið bil fyrir Valskonur að brúa. Keira Robinson skoraði 31 stig fyrir Hauka í fyrri hálfleik og lék sér að Valsvörninni. „Við vorum með ákveðið plan og ætluðum að fara undir á hindrunum á hana. Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega og setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik. Við breyttum í hálfleik og spiluðum betri vörn á hana í seinni hálfleik.“ „Þær eru með frábæra skotmenn alls staðar og voru að setja niður stór skot í dag sem einhvern veginn drap okkur alltaf niður aftur. Þegar við spiluðum betri vörn á Keiru stigu aðrar upp. Heilt yfir var varnarleikurinn slakur og mikið andleysi. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og gera betur,“ sagði Berglind að lokum.
Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum