Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 14:03 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er stödd í Lundúnum þar sem nú fer fram fundur í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Vilhelm Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. Frakkar áttu frumkvæðið að leiðtogafundinum. Hvíta húsið þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Með fundinum er hugmyndin að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi í Úkraínu en spennan í landinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum Kalda stríðsins. Til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á fimmtudag. Hins vegar kom fram hjá talsmanni Rússlandsforseta í hádeginu að ótímabært væri að tilkynna leiðtogafund milli forsetanna. Þó væri ekki útilokað að forsetarnir hittist í eigin persónu en ekkert sé þó frágengið í þeim efnum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að fari slíkur fundur fram gefi það tilefni til bjartsýni. „Það er jákvætt að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ákveði að funda. Við höfum lagt áherslu á að samtalið og diplómatískar leiðir séu ennþá möguleiki,“ segir Þórdís. Hún segir hins vegar að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. „Það er mjög mikil spenna á svæðinu og ekki hægt að segja að annað hvort gerist ekkert eða það verði innrás. Staðan á svæðinu hefur þegar versnað það mikið og er mun alvarlegri en hún var áður og bitnar verst á almennum borgurum. Við þurfum að stíga skref til baka ef við ætlum að komast í þá stöðu sem var áður en þetta hófst nú,“ segir Þórdís. Þórdís er stödd í Lundúnum þar sem fundur verður haldinn í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. „Við erum að funda seinni partinn í dag og morgun. Þetta er fundur sem átti að vera í apríl en var flýtt vegna stöðunnar,“ segir Þórdís að lokum. Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Frakkar áttu frumkvæðið að leiðtogafundinum. Hvíta húsið þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Með fundinum er hugmyndin að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi í Úkraínu en spennan í landinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum Kalda stríðsins. Til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á fimmtudag. Hins vegar kom fram hjá talsmanni Rússlandsforseta í hádeginu að ótímabært væri að tilkynna leiðtogafund milli forsetanna. Þó væri ekki útilokað að forsetarnir hittist í eigin persónu en ekkert sé þó frágengið í þeim efnum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að fari slíkur fundur fram gefi það tilefni til bjartsýni. „Það er jákvætt að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ákveði að funda. Við höfum lagt áherslu á að samtalið og diplómatískar leiðir séu ennþá möguleiki,“ segir Þórdís. Hún segir hins vegar að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. „Það er mjög mikil spenna á svæðinu og ekki hægt að segja að annað hvort gerist ekkert eða það verði innrás. Staðan á svæðinu hefur þegar versnað það mikið og er mun alvarlegri en hún var áður og bitnar verst á almennum borgurum. Við þurfum að stíga skref til baka ef við ætlum að komast í þá stöðu sem var áður en þetta hófst nú,“ segir Þórdís. Þórdís er stödd í Lundúnum þar sem fundur verður haldinn í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. „Við erum að funda seinni partinn í dag og morgun. Þetta er fundur sem átti að vera í apríl en var flýtt vegna stöðunnar,“ segir Þórdís að lokum.
Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57