Börn eru ekki súlurit á tölvuskjá! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. febrúar 2022 16:30 Ég settist á þing í gær sem varaþingmaður og vil nýta stutta veru mína þar sem allra best. Fyrsta verkið var óundirbúin fyrirspurn mín um börnin sem bíða. Börnin sem í hundruðum talið bíða eftir sálfræðiþjónustu og annarri fagþjónustu sem er til þess fallin að hjálpa þeim að líða betur. Spurningunni var beint til hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni. Biðlistar barna eftir fagþjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska og hegðunarstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð og BUGL eru í sögulegu hámarki. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir þeirri þjónustu sem um ræðir. Þúsundir barna eyða stórum hluta æsku sinnar á biðlistum. Sem dæmi biðu í lok árs 2021 77 börn eftir göngudeildarþjónustu á BUGL, 39 börn eftir Transteymi og 17 börn eftir Átröskunarteyminu. Af þessum börnum hafa 95 beðið lengur en 3 mánuði. Rannsóknir og skýrslu sýna niðurstöður um vaxandi vanlíðan barna. Það er mikið áhyggjuefni. Vaxandi vanlíðan barna var áhyggjuefni fyrir Covid en hefur nú versnað enn frekar. Spurningin var þessi: Hefur hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra látið kanna hvernig börnin á biðlistanum eru stödd tilfinninga- og félagslega, sérstaklega þau sem hafa beðið eftir fagþjónustu í marga mánuði eða jafnvel ár? Hefur verið rætt við börnin sjálf sem eru á biðlistanum og foreldra þeirra um hvernig þau eru að höndla biðina? Ef ekki, hefur ráðherra áhuga á að ráðast í slíka úttekt? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að vandi barna, sem fá ekki viðhlítandi sálfræði- og geðlæknaþjónustu, er líklegur til að vaxa. Barn, sem þarf að bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu vegna andlegrar vanlíðunar, er í mun meiri áhættu á að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Á meðan á langri bið stendur getur mál sem flokkað er að „þoli bið“ orðið að bráðamáli. Fullvíst er að þegar mál er orðið að bráðamáli hefur vandinn átt sér aðdraganda og fengið að krauma á meðan á bið eftir þjónustu stendur. Bið getur kostað líf og því miður hefur það jafnvel raungerst. Ráðherra svaraði svona (orðrétt af vef Alþingis): Svar ráðherra var hvorki já né nei en hann fullyrti að mikið væri búið að gera í þessum málaflokki og margt fleira biði. „Mikil grunnvinna hafi farið fram á milli heilbrigðisráðuneytis og þáverandi félagsmálaráðuneytis og að þetta væri hluti af við grundvallarskipulagsbreytingar í málefnum barna vegna þess að allt eru þetta þriðja stigs úrræði og það sem við reiknum með er að þegar við innleiðum farsældarlöggjöfina, með aukna áherslu á fyrsta og annars stigs úrræði, muni að einhverju leyti draga úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði, auk þess sem aukið samtal á milli kerfa mun líka draga úr þrýstingnum þarna á. En þarna þarf að bregðast við. Við höfum verið með vinnu í gangi við það og ég vænti þess að við förum að sjá aðgerðir koma fram í því efni. En missum ekki sjónar á því að það er mikilvægt að bregðast við áfram á fyrsta og öðru stigi vegna þess að til lengri tíma dregur það úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði.“ Þá vitum við það en á meðan bíða börnin og biðlistar lengjast með hverjum degi. Við það er ekki hægt að una Höfundur er varaþingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Réttindi barna Geðheilbrigði Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég settist á þing í gær sem varaþingmaður og vil nýta stutta veru mína þar sem allra best. Fyrsta verkið var óundirbúin fyrirspurn mín um börnin sem bíða. Börnin sem í hundruðum talið bíða eftir sálfræðiþjónustu og annarri fagþjónustu sem er til þess fallin að hjálpa þeim að líða betur. Spurningunni var beint til hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni. Biðlistar barna eftir fagþjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska og hegðunarstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð og BUGL eru í sögulegu hámarki. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir þeirri þjónustu sem um ræðir. Þúsundir barna eyða stórum hluta æsku sinnar á biðlistum. Sem dæmi biðu í lok árs 2021 77 börn eftir göngudeildarþjónustu á BUGL, 39 börn eftir Transteymi og 17 börn eftir Átröskunarteyminu. Af þessum börnum hafa 95 beðið lengur en 3 mánuði. Rannsóknir og skýrslu sýna niðurstöður um vaxandi vanlíðan barna. Það er mikið áhyggjuefni. Vaxandi vanlíðan barna var áhyggjuefni fyrir Covid en hefur nú versnað enn frekar. Spurningin var þessi: Hefur hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra látið kanna hvernig börnin á biðlistanum eru stödd tilfinninga- og félagslega, sérstaklega þau sem hafa beðið eftir fagþjónustu í marga mánuði eða jafnvel ár? Hefur verið rætt við börnin sjálf sem eru á biðlistanum og foreldra þeirra um hvernig þau eru að höndla biðina? Ef ekki, hefur ráðherra áhuga á að ráðast í slíka úttekt? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að vandi barna, sem fá ekki viðhlítandi sálfræði- og geðlæknaþjónustu, er líklegur til að vaxa. Barn, sem þarf að bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu vegna andlegrar vanlíðunar, er í mun meiri áhættu á að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Á meðan á langri bið stendur getur mál sem flokkað er að „þoli bið“ orðið að bráðamáli. Fullvíst er að þegar mál er orðið að bráðamáli hefur vandinn átt sér aðdraganda og fengið að krauma á meðan á bið eftir þjónustu stendur. Bið getur kostað líf og því miður hefur það jafnvel raungerst. Ráðherra svaraði svona (orðrétt af vef Alþingis): Svar ráðherra var hvorki já né nei en hann fullyrti að mikið væri búið að gera í þessum málaflokki og margt fleira biði. „Mikil grunnvinna hafi farið fram á milli heilbrigðisráðuneytis og þáverandi félagsmálaráðuneytis og að þetta væri hluti af við grundvallarskipulagsbreytingar í málefnum barna vegna þess að allt eru þetta þriðja stigs úrræði og það sem við reiknum með er að þegar við innleiðum farsældarlöggjöfina, með aukna áherslu á fyrsta og annars stigs úrræði, muni að einhverju leyti draga úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði, auk þess sem aukið samtal á milli kerfa mun líka draga úr þrýstingnum þarna á. En þarna þarf að bregðast við. Við höfum verið með vinnu í gangi við það og ég vænti þess að við förum að sjá aðgerðir koma fram í því efni. En missum ekki sjónar á því að það er mikilvægt að bregðast við áfram á fyrsta og öðru stigi vegna þess að til lengri tíma dregur það úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði.“ Þá vitum við það en á meðan bíða börnin og biðlistar lengjast með hverjum degi. Við það er ekki hægt að una Höfundur er varaþingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun