Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2022 22:30 Eyþór og Páley auk blaðamannanna sem hafa stöðu sakborninga í máli sem tengist kæru Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja, sem snýr að byrlun og stuldi á síma en játning liggur fyrir í málinu. Blaðamönnunum er hins vegar gefið að sök að hafa dreift persónulegu efni úr síma Páls sem lögregla ætlar samkvæmt greinargerð að hafi verið eina gagn blaðamannanna. Þeir hafna því. Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. Þeir blaðamenn sem hafa stöðu sakborninga í málinu og Vísir hefur rætt við eiga vart orð í eigu sinni til að lýsa því hvað þeim finnst um það sem lesa má í greinargerðinni. Þeir segja hana einkennast af dylgjum, getgátum og undirfurðulegum hugmyndum um blaðamennsku. Greinargerð lögreglustjórans á Norðurlandi eystra Greinargerðina í heild sinni má sjá neðst í tengdum skjölum. Hún er í tveimur köflum og rakin í tuttugu og tveimur liðum. Eyþór lagði hana fram í máli sem flutt var í gær fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem frávísunarkrafa Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Stundarinnar, var tekin fyrir. Aðrir blaðamenn sem hafa stöðu sakbornings í málinu eru þau Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og svo Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks. Þeim er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um friðhelgi einkalífs. Hér er umræddur lagastafur úr hegningarlögum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra sendi frá sér yfirlýsingu 15. febrúar, vegna fjölmiðlaumfjöllunar þar sem sagði að embættið væri með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Í greinargerð Eyþórs segir í fyrsta lið, þar sem farið er yfir rannsókn sakamála almennt, að „engu máli skiptir hvort kærendur eru þóknanlegir eða ekki,“ og í fjórða lið er tilgreint að sakborningur sé sá maður sem borinn er sökum eða grunaður um refsiverða háttsemi. Í kafla um sakarefnið, 17. liða greinargerð um málavexti og lagarök, er tekið fram að engin þörf sé að fjalla um heimild fjölmiðla til að vernda heimildarmenn sína því lögreglan viti hver sá heimildarmaður er. „Heimildarmaðurinn er X.“ Í öðrum lið er tilgreint að „hvorki 228. gr. eða 229 gr. alm hgl., veita fjölmiðlamönnum sérstaka lagaheimild eða frítt ákvörðunarvald um hvernig og með hvaða hætti þeir afla gagna fyrir fréttaflutning.“ Í 3. lið er rannsóknin tilgreind, hún hófst 14. maí síðastliðinn „með kæru brotaþola Páls Steingrímssonar. Þau sakarefni sem er verið að rannsaka er líkamsárás (byrlun) og friðhelgisbrot. Rannsóknin snýst einnig um meint kynferðisbrot (dreifing á kynferðislegu myndefni).“ Páll segir ítrekað reynt að brjótast inn á reikninga sína Málsatvik eru rakin, Páll hafi veikst alvarlega 3. maí á síðasta ári og þá fluttur meðvitundarlaus á bráðamótttöku Sjúkrahússins á Akureyri og þá með sjúkraflugi til Reykjavíkur. „Brotaþoli kvað að á þeim tíma hafi margsinnis verið reynt að fara inn á aðganga hans á internetinu, meðal annars facebook, messenger, google og inn á heimabanka hans.“ Eyþór saksóknari og Páley þegar hún tók við sem nýr lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, í júlí í fyrra. Eyþór hafði þá gengt lögreglustjóraembættinu tímabundið.Lögreglan á Norðurlandi eystra Í fimmta lið er tilgreint að Páll hafi aftur gefið skýrslu 10. og 21. maí og þá hafi hann kært X fyrir að hafa eitrað fyrir sér, tekið síma hans og afhent hann fjölmiðlamönnum. Í greinargerðinni kemur fram að Páll hafi fengið sér tvo bjóra sem honum þóttu beiskir á bragðið og minnt hann á svefnlyfið Imovane. Hann drakk þá samt og vaknaði svo veikur um nóttina. Í greinargerðinni er tíundað nákvæmlega hvað kann að vera að finna í símum fólks, viðkvæmar persónuupplýsingar og meðan Páll var meðvitundarlaus og lá á sjúkrahúsinu hafi einhver annar verið með síma hans. Í áttunda lið segir af yfirheyrslum yfir X 5. október 2021 sem viðurkennir að hafa óskað eftir því að fá að skoða síma Páls, ekki fengið og þá snöggreiðst og farið fram og náð í svefnlyf óþekkt og sett í drykk Páls. „Þegar þarna var komið í yfirheyrslunni greip verjandinn inn í og truflaði yfirheyrsluna með þeim afleiðingum að X tjáði sig ekki frekar.“ Hljóta að hafa skoðað kynlífsefnið Seinna kemur fram að X viðurkenni að hafa skoðað innihald símans og að hafa afhent „fjölmiðlamönnum símann daginn eftir að flogið var með brotaþola í sjúkraflugi til Reykjavíkur.“ X neitaði við yfirheyrslu að gefa upp hvaða fjölmiðlamönnum. en í síma brotaþola hafi verið mikið af myndböndum sem X telji að séu af Páli í kynlífsathöfnum. „Lögregla hefur staðfest að myndbönd af kynferðislegum toga hafi verið í síma brotaþola og að afrit slíkra myndbanda hafi verið send úr símanum.“ Þá kemur fram að Páll staðfesti að myndbönd af sér hafi verið að finna í símanum. Skjáskot úr greinargerðinni umræddu. Nú tekur að herðast róðurinn í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Í annarri skýrslu yfir X, sem tekin var 5. janúar, segir að X hafi ekki átt frekari samskipti við þann fjölmiðlamann sem hann afhenti símann, heldur hafi hann í framhaldinu átt samskipti við annan fjölmiðlamann. Í greinargerð segir að X hafi ekki afhent gögn úr símanum heldur afhent símann „með öllu sem í honum var“. Ekki liggi fyrir hvort síminn var afritaður með öllu sem í honum var eða að hluta. „En ljóst að þeir sem afrituðu símann hafa þurft að skoða allt sem í símanum var þó þeir hafi bara afritað hann að hluta. Það er ljóst að gögnum úr þessum afritaða síma var dreift á milli fjölmiðlamanna, þ.á.m. hugsanlega kynlífsmyndböndum.“ X hent út úr útvarpshúsinu Fjórtándi liður stingur í stúf en hann er í heild sinni svohljóðandi: „Brotaþoli segist hafa talað við X sem kvaðst hafa farið til Reykjavíkur þann 23. júní s.l. til að biðja þá hjá RÚV að hætta að birta gögn úr síma brotaþola. Brotaþoli hitti X, 24. júní og þá hafi X sagt honum að sér hafi verið hent út af RÚV af sama starfsmanni sem tók við símanum. X hafi ekki sagt hver starfsmaðurinn hafi verið en vísaði til starfsmannsins sem „hennar“. Að sögn brotaþola var X hágrátandi þegar hann sagði honum frá þessu.“ Þá er tekið fram að lögreglan hafi töluvert af símasamskiptum, tölvupótum og annars konar samskiptum X við ákveðna fjölmiðlamenn. „Í símasamskiptum þessum kemur fram að fjölmiðlamaður er með í fórum sínum síma í eigu X. X biður fjölmiðlamanninn um að hitta sig ofl. T.d. er tölvupóstur sem X ræðir við fjölmiðlamanninn um minnislykil, eignarhald og aðgangsorð.“ Í 16. lið er tiltekið að í gögnum málsins sé tölvupóstur, „meðal annars til Aðalsteins Kjartanssonar þar sem hann ræðir væntanlega skýrslutöku hjá lögreglu og fleira. Meðal annars er í gögnum málsins tölvupóstur m.a. til Aðalsteins og fleiri aðila sem fjallar um klámmyndir og klámmyndbönd í síma xxx-xxxx, sem er sími brotaþola.“ Skeytingarleysi blaðamanna gagnvart sínum heimildarmanni Að endingu er svo klásúla, í lið númer 17., þar sem Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skammar blaðamenn og gefur ekki mikið fyrir tal um að þeim sé umhugað um vernd heimildamanna. Því þeir hafi verið að hagnýta sér viðkvæma stöðu heimildarmanns síns. „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega. Þeir huga ekki að því að þarna sé einstaklingur í viðkvæmri stöðu og sýna af sér algjört skeytingarleysi um hans líðan og líf.“ Vísir leitaði viðbragða sakborninga við þessum ásökunum og samandregið finnst þeim þetta galið sem lagt er á borð af hálfu þeirra Eyþórs og Páleyjar. Fjarstæðukennt rugl Ritstjóra Kjarnans er ekki skemmt: „Þetta eru aðalega einhverjir gildisdómar sem saksóknari er að fella yfir okkur, giskar í eyðurnar og svo er þarna innra ósamræmi. Að þetta snúist ekki um Samherjaskjöl en við eigum samt að hafa hagnast á þessu fjárhagslega og faglega. Selja það?! Hver er faglegi ávinningurinn? Þetta er eiginlega texti sem er engum sæmandi og verra en maður átti von á.“ Þórður Snær vísar þarna til síðasta töluliðs greinargerðarinnar þar sem blaðamenn hljóta ákúrur frá lögreglu. Ritstjórinn skrifaði grein á Kjarnann fyrir tæpri viku þar sem hann taldi einsýnt að verið væri að misnota lög sem ætlað er að stemma stigu við stafrænu kynferðisofbeldi. „Það sem var verið að gera í fyrra var að búa til ákæruferil fyrir stafræn kynferðisbrot. Það var refsivert en þú þurftir að fara í einkamál. Í lögunum er sérstakur varnagli, að það þurfi að verja blaðamenn sérstaklega gangvart þessum lögum. Öll nefndin stendur sameiginlega að lögunum og þingheimur allur samþykkir. Og hvað gerist?“ Þórður Snær segir að sér sé ekki kunnugt um að þessum lagastaf hafi verið beitt fyrr en nú, og það gegn blaðamönnum sem eiga að vera sérstaklega varðir. „Á engum grunni. Það er einfaldur grunur sem liggur því til grundvallar sem þau eru að gera, hvorki rök né sannanir. Ekki rökstuddur grunur og er í lagi að lögreglan sé að fara eftir blaðamönnum, með einfaldan grun og geta í eyðurnar?“ Þóru brugðið Þórður Snær segir að allir sem eitthvað viti um blaðamennsku viti að gögn geti borist með ýmsum hætti. Þó einn hafi játað símastuld leiði ekki af sjálfu að hann sé heimildamaður allra. „Þau geta ekki gefið sér það fyrir fram. Og við getum ekkert sagt. Grunnforsenda fyrir þessum málatilbúnaði er þannig alveg galin. En það sem þó er gott í þessu er að við erum ekki sökuð um að hafa eitrað fyrir skipstjóranum eða stolið af honum síma,“ segir Þórður Snær. Hann segir um að ræða hálfbakaða gildisdóma um að mögulega hafi einhver sem hafi einhver gögn undir höndum dreift þeim. En þau viti ekki hvaða gögn hver og einn hefur né hvort sá hafi dreift gögnum sem er að finna í þessum símtækjum. „Samt gefa þau okkur stöðu sakbornings. Þetta er fjarstæðukennt rugl,“ segir Þórður Snær. Þóru var brugðið við lestur greinargerðarinnar. Hún segir hana einkennast af getgátum.ruv Þóra Arnórsdóttir er á sama máli og Þórður Snær. Henni er reyndar ofboðið eftir lestur greinargerðarinnar og telur þarna um eintómar getgátur að ræða. Og ýmislegt í því fái ekki staðist. „Af greinargerð lögreglunnar á Norðurlandi eystra má ráða að ef þessir blaðamenn hafi einhvern tímann með einhverjum hætti haft aðgang að síma kæranda, þá gætu þeir hafa séð myndbönd af honum í kynlífsathöfnum. Og þá gætu þeir hugsanlega hafa sent þau eitthvað. Það er reyndar óljóst hvert og hver tilgangur þess ætti að vera,“ segir Þóra og leggur áherslu á því að allt sé þetta byggt á einhverju sem er hugsanlegt. Ljóst er að henni er brugðið. Hún segir að sér sé, eftir tuttugu ár í starfi fullkunnugt um þær skorður sem blaðamönnum eru settar bæði lagalega og siðferðilega. Og hún hafi meira að segja fjallað ítarlega um þær og þau lög sem um ræðir. „Þessi málflutningur er þannig að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Það verður að minnsta kosti ákaflega áhugavert að sjá úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Aðalsteins Kjartanssonar.“ Meintur óheiðarleiki lögreglunnar Gunnar Ingi Jóhannsson er lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar og Vísir ræddi við hann um þessa greinargerð en Vísir fylgdist með málflutningnum í gær. Lögmaðurinn er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvenær niðurstaða dómarans, sem er Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari, sem reyndar er eiginkona Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar, liggur fyrir. Gunnar Ingi segir fulla ástæðu til að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar; greinargerðin sé ekki heiðarleg. „Það er margt sem ekki stemmir í þessu máli,“ segir Gunnar Ingi sérstaklega spurður um 16. lið þar sem vísað er til tölvupósts til Aðalsteins. „Þarna er lögreglan að snúa út úr og það er ekki til sóma. Þarna er verið að vísa til tölvupósts sem viðkomandi skrifaði til lögfræðings síns, Láru V. Júlíusdóttur. Sendir henni tölvupóst og er að upplýsa um að í þessum síma hafi verið svona myndbönd. Af einhverjum ástæðum ákveður hún að senda Aðalsteini og fleiri blaðamönnum sem ekkert hafa fjallað um málið afrit (e. cc) af þeim pósti. Þetta er í fyrsta skipti sem minn umbjóðandi frétti að slíkt efni væri í þessum síma. Og þetta telur lögreglan vísbendingu um að Aðalsteinn hafi séð þetta efni og jafnvel dreift því?!“ segir Gunnar Ingi sem veit ekki hvaða orð má hafa um slíka ályktunargáfu. Frá málflutningi í héraðsdómi í gær en á myndinni má sjá Gunnar Inga, Arnbjörgu Sigurðardóttur dómara og Eyþór saksóknara.Vísir/Amanda Guðrún „Þetta er auðvitað ekki vísbending um eitt eða neitt en lögreglan er að reyna að láta líta út fyrir að þetta skipti einhverju máli, að af þessum tölvupósti megi ráða að Aðalsteini hafi verið fullkunnugt um þessi myndbönd, sem honum var ekki. Það er ekki mjög heiðarlegt að setja þetta fram svona í greinargerðinni.“ Gunnar Ingi veltir því fyrir sér hvers vegna lögreglan hafi ekki einfaldlega lokað málinu þegar játning liggi fyrir í málinu, er varðar símastuld og byrlun. „En lögreglan telur sig þurfa að ganga svo langt í rannsókninni að athuga það sérstaklega hvort myndbönd í síma hafi verið afrituð, myndbönd sem koma þessu máli ekki við, enginn sem kærði en þess vegna er málið komið á þetta stig. Af hverju ákvað lögreglan óumbeðið að fara að kanna þetta?“ Tengd skjöl greinargerð_lögr_á_nePDF2.1MBSækja skjal Lögreglumál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Dómsmál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 23. febrúar 2022 17:39 Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. 23. febrúar 2022 11:58 Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. 19. febrúar 2022 22:00 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þeir blaðamenn sem hafa stöðu sakborninga í málinu og Vísir hefur rætt við eiga vart orð í eigu sinni til að lýsa því hvað þeim finnst um það sem lesa má í greinargerðinni. Þeir segja hana einkennast af dylgjum, getgátum og undirfurðulegum hugmyndum um blaðamennsku. Greinargerð lögreglustjórans á Norðurlandi eystra Greinargerðina í heild sinni má sjá neðst í tengdum skjölum. Hún er í tveimur köflum og rakin í tuttugu og tveimur liðum. Eyþór lagði hana fram í máli sem flutt var í gær fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem frávísunarkrafa Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Stundarinnar, var tekin fyrir. Aðrir blaðamenn sem hafa stöðu sakbornings í málinu eru þau Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og svo Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks. Þeim er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um friðhelgi einkalífs. Hér er umræddur lagastafur úr hegningarlögum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra sendi frá sér yfirlýsingu 15. febrúar, vegna fjölmiðlaumfjöllunar þar sem sagði að embættið væri með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Í greinargerð Eyþórs segir í fyrsta lið, þar sem farið er yfir rannsókn sakamála almennt, að „engu máli skiptir hvort kærendur eru þóknanlegir eða ekki,“ og í fjórða lið er tilgreint að sakborningur sé sá maður sem borinn er sökum eða grunaður um refsiverða háttsemi. Í kafla um sakarefnið, 17. liða greinargerð um málavexti og lagarök, er tekið fram að engin þörf sé að fjalla um heimild fjölmiðla til að vernda heimildarmenn sína því lögreglan viti hver sá heimildarmaður er. „Heimildarmaðurinn er X.“ Í öðrum lið er tilgreint að „hvorki 228. gr. eða 229 gr. alm hgl., veita fjölmiðlamönnum sérstaka lagaheimild eða frítt ákvörðunarvald um hvernig og með hvaða hætti þeir afla gagna fyrir fréttaflutning.“ Í 3. lið er rannsóknin tilgreind, hún hófst 14. maí síðastliðinn „með kæru brotaþola Páls Steingrímssonar. Þau sakarefni sem er verið að rannsaka er líkamsárás (byrlun) og friðhelgisbrot. Rannsóknin snýst einnig um meint kynferðisbrot (dreifing á kynferðislegu myndefni).“ Páll segir ítrekað reynt að brjótast inn á reikninga sína Málsatvik eru rakin, Páll hafi veikst alvarlega 3. maí á síðasta ári og þá fluttur meðvitundarlaus á bráðamótttöku Sjúkrahússins á Akureyri og þá með sjúkraflugi til Reykjavíkur. „Brotaþoli kvað að á þeim tíma hafi margsinnis verið reynt að fara inn á aðganga hans á internetinu, meðal annars facebook, messenger, google og inn á heimabanka hans.“ Eyþór saksóknari og Páley þegar hún tók við sem nýr lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, í júlí í fyrra. Eyþór hafði þá gengt lögreglustjóraembættinu tímabundið.Lögreglan á Norðurlandi eystra Í fimmta lið er tilgreint að Páll hafi aftur gefið skýrslu 10. og 21. maí og þá hafi hann kært X fyrir að hafa eitrað fyrir sér, tekið síma hans og afhent hann fjölmiðlamönnum. Í greinargerðinni kemur fram að Páll hafi fengið sér tvo bjóra sem honum þóttu beiskir á bragðið og minnt hann á svefnlyfið Imovane. Hann drakk þá samt og vaknaði svo veikur um nóttina. Í greinargerðinni er tíundað nákvæmlega hvað kann að vera að finna í símum fólks, viðkvæmar persónuupplýsingar og meðan Páll var meðvitundarlaus og lá á sjúkrahúsinu hafi einhver annar verið með síma hans. Í áttunda lið segir af yfirheyrslum yfir X 5. október 2021 sem viðurkennir að hafa óskað eftir því að fá að skoða síma Páls, ekki fengið og þá snöggreiðst og farið fram og náð í svefnlyf óþekkt og sett í drykk Páls. „Þegar þarna var komið í yfirheyrslunni greip verjandinn inn í og truflaði yfirheyrsluna með þeim afleiðingum að X tjáði sig ekki frekar.“ Hljóta að hafa skoðað kynlífsefnið Seinna kemur fram að X viðurkenni að hafa skoðað innihald símans og að hafa afhent „fjölmiðlamönnum símann daginn eftir að flogið var með brotaþola í sjúkraflugi til Reykjavíkur.“ X neitaði við yfirheyrslu að gefa upp hvaða fjölmiðlamönnum. en í síma brotaþola hafi verið mikið af myndböndum sem X telji að séu af Páli í kynlífsathöfnum. „Lögregla hefur staðfest að myndbönd af kynferðislegum toga hafi verið í síma brotaþola og að afrit slíkra myndbanda hafi verið send úr símanum.“ Þá kemur fram að Páll staðfesti að myndbönd af sér hafi verið að finna í símanum. Skjáskot úr greinargerðinni umræddu. Nú tekur að herðast róðurinn í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Í annarri skýrslu yfir X, sem tekin var 5. janúar, segir að X hafi ekki átt frekari samskipti við þann fjölmiðlamann sem hann afhenti símann, heldur hafi hann í framhaldinu átt samskipti við annan fjölmiðlamann. Í greinargerð segir að X hafi ekki afhent gögn úr símanum heldur afhent símann „með öllu sem í honum var“. Ekki liggi fyrir hvort síminn var afritaður með öllu sem í honum var eða að hluta. „En ljóst að þeir sem afrituðu símann hafa þurft að skoða allt sem í símanum var þó þeir hafi bara afritað hann að hluta. Það er ljóst að gögnum úr þessum afritaða síma var dreift á milli fjölmiðlamanna, þ.á.m. hugsanlega kynlífsmyndböndum.“ X hent út úr útvarpshúsinu Fjórtándi liður stingur í stúf en hann er í heild sinni svohljóðandi: „Brotaþoli segist hafa talað við X sem kvaðst hafa farið til Reykjavíkur þann 23. júní s.l. til að biðja þá hjá RÚV að hætta að birta gögn úr síma brotaþola. Brotaþoli hitti X, 24. júní og þá hafi X sagt honum að sér hafi verið hent út af RÚV af sama starfsmanni sem tók við símanum. X hafi ekki sagt hver starfsmaðurinn hafi verið en vísaði til starfsmannsins sem „hennar“. Að sögn brotaþola var X hágrátandi þegar hann sagði honum frá þessu.“ Þá er tekið fram að lögreglan hafi töluvert af símasamskiptum, tölvupótum og annars konar samskiptum X við ákveðna fjölmiðlamenn. „Í símasamskiptum þessum kemur fram að fjölmiðlamaður er með í fórum sínum síma í eigu X. X biður fjölmiðlamanninn um að hitta sig ofl. T.d. er tölvupóstur sem X ræðir við fjölmiðlamanninn um minnislykil, eignarhald og aðgangsorð.“ Í 16. lið er tiltekið að í gögnum málsins sé tölvupóstur, „meðal annars til Aðalsteins Kjartanssonar þar sem hann ræðir væntanlega skýrslutöku hjá lögreglu og fleira. Meðal annars er í gögnum málsins tölvupóstur m.a. til Aðalsteins og fleiri aðila sem fjallar um klámmyndir og klámmyndbönd í síma xxx-xxxx, sem er sími brotaþola.“ Skeytingarleysi blaðamanna gagnvart sínum heimildarmanni Að endingu er svo klásúla, í lið númer 17., þar sem Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skammar blaðamenn og gefur ekki mikið fyrir tal um að þeim sé umhugað um vernd heimildamanna. Því þeir hafi verið að hagnýta sér viðkvæma stöðu heimildarmanns síns. „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega. Þeir huga ekki að því að þarna sé einstaklingur í viðkvæmri stöðu og sýna af sér algjört skeytingarleysi um hans líðan og líf.“ Vísir leitaði viðbragða sakborninga við þessum ásökunum og samandregið finnst þeim þetta galið sem lagt er á borð af hálfu þeirra Eyþórs og Páleyjar. Fjarstæðukennt rugl Ritstjóra Kjarnans er ekki skemmt: „Þetta eru aðalega einhverjir gildisdómar sem saksóknari er að fella yfir okkur, giskar í eyðurnar og svo er þarna innra ósamræmi. Að þetta snúist ekki um Samherjaskjöl en við eigum samt að hafa hagnast á þessu fjárhagslega og faglega. Selja það?! Hver er faglegi ávinningurinn? Þetta er eiginlega texti sem er engum sæmandi og verra en maður átti von á.“ Þórður Snær vísar þarna til síðasta töluliðs greinargerðarinnar þar sem blaðamenn hljóta ákúrur frá lögreglu. Ritstjórinn skrifaði grein á Kjarnann fyrir tæpri viku þar sem hann taldi einsýnt að verið væri að misnota lög sem ætlað er að stemma stigu við stafrænu kynferðisofbeldi. „Það sem var verið að gera í fyrra var að búa til ákæruferil fyrir stafræn kynferðisbrot. Það var refsivert en þú þurftir að fara í einkamál. Í lögunum er sérstakur varnagli, að það þurfi að verja blaðamenn sérstaklega gangvart þessum lögum. Öll nefndin stendur sameiginlega að lögunum og þingheimur allur samþykkir. Og hvað gerist?“ Þórður Snær segir að sér sé ekki kunnugt um að þessum lagastaf hafi verið beitt fyrr en nú, og það gegn blaðamönnum sem eiga að vera sérstaklega varðir. „Á engum grunni. Það er einfaldur grunur sem liggur því til grundvallar sem þau eru að gera, hvorki rök né sannanir. Ekki rökstuddur grunur og er í lagi að lögreglan sé að fara eftir blaðamönnum, með einfaldan grun og geta í eyðurnar?“ Þóru brugðið Þórður Snær segir að allir sem eitthvað viti um blaðamennsku viti að gögn geti borist með ýmsum hætti. Þó einn hafi játað símastuld leiði ekki af sjálfu að hann sé heimildamaður allra. „Þau geta ekki gefið sér það fyrir fram. Og við getum ekkert sagt. Grunnforsenda fyrir þessum málatilbúnaði er þannig alveg galin. En það sem þó er gott í þessu er að við erum ekki sökuð um að hafa eitrað fyrir skipstjóranum eða stolið af honum síma,“ segir Þórður Snær. Hann segir um að ræða hálfbakaða gildisdóma um að mögulega hafi einhver sem hafi einhver gögn undir höndum dreift þeim. En þau viti ekki hvaða gögn hver og einn hefur né hvort sá hafi dreift gögnum sem er að finna í þessum símtækjum. „Samt gefa þau okkur stöðu sakbornings. Þetta er fjarstæðukennt rugl,“ segir Þórður Snær. Þóru var brugðið við lestur greinargerðarinnar. Hún segir hana einkennast af getgátum.ruv Þóra Arnórsdóttir er á sama máli og Þórður Snær. Henni er reyndar ofboðið eftir lestur greinargerðarinnar og telur þarna um eintómar getgátur að ræða. Og ýmislegt í því fái ekki staðist. „Af greinargerð lögreglunnar á Norðurlandi eystra má ráða að ef þessir blaðamenn hafi einhvern tímann með einhverjum hætti haft aðgang að síma kæranda, þá gætu þeir hafa séð myndbönd af honum í kynlífsathöfnum. Og þá gætu þeir hugsanlega hafa sent þau eitthvað. Það er reyndar óljóst hvert og hver tilgangur þess ætti að vera,“ segir Þóra og leggur áherslu á því að allt sé þetta byggt á einhverju sem er hugsanlegt. Ljóst er að henni er brugðið. Hún segir að sér sé, eftir tuttugu ár í starfi fullkunnugt um þær skorður sem blaðamönnum eru settar bæði lagalega og siðferðilega. Og hún hafi meira að segja fjallað ítarlega um þær og þau lög sem um ræðir. „Þessi málflutningur er þannig að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Það verður að minnsta kosti ákaflega áhugavert að sjá úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Aðalsteins Kjartanssonar.“ Meintur óheiðarleiki lögreglunnar Gunnar Ingi Jóhannsson er lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar og Vísir ræddi við hann um þessa greinargerð en Vísir fylgdist með málflutningnum í gær. Lögmaðurinn er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvenær niðurstaða dómarans, sem er Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari, sem reyndar er eiginkona Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar, liggur fyrir. Gunnar Ingi segir fulla ástæðu til að gagnrýna vinnubrögð lögreglunnar; greinargerðin sé ekki heiðarleg. „Það er margt sem ekki stemmir í þessu máli,“ segir Gunnar Ingi sérstaklega spurður um 16. lið þar sem vísað er til tölvupósts til Aðalsteins. „Þarna er lögreglan að snúa út úr og það er ekki til sóma. Þarna er verið að vísa til tölvupósts sem viðkomandi skrifaði til lögfræðings síns, Láru V. Júlíusdóttur. Sendir henni tölvupóst og er að upplýsa um að í þessum síma hafi verið svona myndbönd. Af einhverjum ástæðum ákveður hún að senda Aðalsteini og fleiri blaðamönnum sem ekkert hafa fjallað um málið afrit (e. cc) af þeim pósti. Þetta er í fyrsta skipti sem minn umbjóðandi frétti að slíkt efni væri í þessum síma. Og þetta telur lögreglan vísbendingu um að Aðalsteinn hafi séð þetta efni og jafnvel dreift því?!“ segir Gunnar Ingi sem veit ekki hvaða orð má hafa um slíka ályktunargáfu. Frá málflutningi í héraðsdómi í gær en á myndinni má sjá Gunnar Inga, Arnbjörgu Sigurðardóttur dómara og Eyþór saksóknara.Vísir/Amanda Guðrún „Þetta er auðvitað ekki vísbending um eitt eða neitt en lögreglan er að reyna að láta líta út fyrir að þetta skipti einhverju máli, að af þessum tölvupósti megi ráða að Aðalsteini hafi verið fullkunnugt um þessi myndbönd, sem honum var ekki. Það er ekki mjög heiðarlegt að setja þetta fram svona í greinargerðinni.“ Gunnar Ingi veltir því fyrir sér hvers vegna lögreglan hafi ekki einfaldlega lokað málinu þegar játning liggi fyrir í málinu, er varðar símastuld og byrlun. „En lögreglan telur sig þurfa að ganga svo langt í rannsókninni að athuga það sérstaklega hvort myndbönd í síma hafi verið afrituð, myndbönd sem koma þessu máli ekki við, enginn sem kærði en þess vegna er málið komið á þetta stig. Af hverju ákvað lögreglan óumbeðið að fara að kanna þetta?“ Tengd skjöl greinargerð_lögr_á_nePDF2.1MBSækja skjal
Lögreglumál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Dómsmál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 23. febrúar 2022 17:39 Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. 23. febrúar 2022 11:58 Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. 19. febrúar 2022 22:00 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 23. febrúar 2022 17:39
Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. 23. febrúar 2022 11:58
Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. 19. febrúar 2022 22:00
Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44