Skoðun

Engin heiðarleg skref stigin í málssókn eða dómi

Guðbjörn Jónsson skrifar

Opið bréf til dómstólasýslu og dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness. Neðst má finna opið bréf til dómsmálaráðherra.

Hér að ofan eru þung orð látin falla, en því miður öll sönn eins og hér verða leidd fram rök fyrir í von um að ALDREI FRAMAR verði ástæða til slíkra skrifa um réttarfar á Íslandi.

Inngangur/Aðdragandi málsins

Álfhólsvegur 27, í Kópavogi, var byggt sem Parhús árið 1952, tveggja íbúða og tveggja eigenda, án nokkurra sameigna. Eignir aðgreindar annars vegar í VESTURENDA og hins vegar í AUSTURENDA.

Árið 1972 sækir eigandi að austurenda BÞG. eftir heimild til að byggja á lóð sinni bílskúr á tveimur hæðum, þar sem á neðrihæð verði einskonar vélageymsla og vinnusvæði. Árið 1974 byggir hann bílskúrinn. Á nýunda áratug síðustu aldar bendir allt til að eigandi austurenda fari að reyna að minnka við sig. Byrjar hann á að reyna að selja tveggja herbergja íbúðina sem samkvæmt teikningum hússins var í kjallaranum, en það gengur ekkert. Eitt herbergi til viðbótar var í kjallaranum, sem hafði verið notað sem þvottahús.

Þar sem sala á 2ja herbergja kjallaraíbúð gengur ekki, virðist eigandinn taka það ráð að stækka íbúðina í kjallaranum um eitt herbergi með því að láta íbúðina ná einnig yfir herbergið sem hafði verið þvottahús fjölskyldu hans. Þannig yrði íbúðin 3ja herbergja og væntanlega mun seljanlegri. Þvottahúsi fyrir íbúð efri hæða gæti hann komið fyrir á neðri hæð bílskúrsins. Þar væri nægt húsrými fyrir þvottahús fyrir íbúðina hans. Virðist það útslagið að hann ákveður að sameina íbúðinni í kjallaranum, það herbergið sem hafði verið þvottahús fjölskyldu hans og auglýsa til sölu þriggja herbergja íbúð, sérbýli á jarðhæð. Með þessu fyrirkomulagi væri allt nýtanlegt rými sem hafði verið sem kjallari íbúðar á efri hæðum eignarinnar, orðið að sjálfstæðri jarðhæð með þriggja herbergja íbúð. Í kaupsamningi um íbúðina dags 17.09.1987 segir svo:

„Seljandi lofar að selja og kaupandi lofar að kaupa 3ja herbergja íbúð í kjallara austurenda hússins nr. 27 við Álfhólsveg í Kópavogi, ásamt öllu sem fylgir og fylgja ber þ. m. t. tilheyrandi hlutdeild í sameign og leigulóðarréttindum. Seljandi lætur þinglýsa eignaskiptalýsingu um húsið fyrir útgáfu afsals.“

Kaupandinn RÞE, kaupir þessa 3ja herbergja íbúð á jarðhæð ásamt sambýliskonu sinni. Við stækkun í 3ja herbergja fékk íbúðin eignarnúmer 02 00 01, staðfesti í kaupsamningi þann 17. september árið 1987. Síðan gerist það að árið 1989 slítur þetta par samvistum. Þá afsalar konan sínum eignarhlut til sambýlismannsins, sem á þar með einn 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í austurenda Álfhólsvegar 27 í Kópavogi.

Síðan er það í október 1987 sem BÞG, fyrsti eigandi austurendans að Álfhólsveg 27, selur þann 70,61% eignarhlut sem hann átti eftir að lokinni sölunni á kjallaranum. Þennan eignarhlut selur hanntil IJ/GRJ og taka nýju eigendurnir við eigninni þann 1. nóvember 1987, eins og fram kemur í meðfylgjandi Afsali dagsettu þann 26. september 1988. Þar segir að hið afsalaða séu: Tvær efstu hæðir í austurenda hússins nr. 27 við Álfhólsveg í Kópavogi, ásamt bílskúr og öllu öðru sem fylgir og fylgja ber, þ. m. t. tilheyrandi hlutdeild í sameign og leigulóðarréttindum. Þær eignir sem tilheyra þessari sölu eru merktar 02.01.01, 02.02.01, og 03.01.01. Þessir eigendur eiga eignina til 19. maí 2014, er þau selja.

Þann 19. maí 2014, kaupir H.S.samkvæmt meðfylgjandi kaupsamningi eign sem er merkt 02 01 01, ásamt öllu sem fylgir og fylgja ber þ. m. t. tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum. Þann 1.10. 2014 var gengið frá afsali og því þinglýst. Þessi eigandi á eignina til 18. apríl 2017 er sala fer fram.

Þann 18. apríl 2017 kaupir BHG, samkvæmt meðfylgjandi kaupsamning, eftirtalda eignir í austurenda að Álfhólsvegi 27, í Kópavogi. Eignir eru samkvæmt því sem skráð er á kaupsamning: Íbúð 02-0101, bílskúr 03-0101. Fastanúmer 205-8044, ásamt öllu sem fylgir og fylgja ber að engu undanskyldu, þ. m. t. tilheyrandi hlutdeild í sameign hússins og lóðarréttindum. Útgáfudagur afsals 4.9. 2017.

Árekstrar við nýjan eiganda

Þegar BHG, sem nýr eigandi 70,61% eignahluta í austurenda parhúss að Álfhólsveg 27 í Kópavogi, flytur inn í húsið, hefur hún þegar notkun á þvottahúsi á jarðhæð, eins og það væri hennar eign. Er umgengni hennar með allt öðrum hætti en fyrri eigenda, sem lagt höfðu metnað í góð samskiptivið eiganda jarðhæðar og fengið að launum, án endurgjalds, heimild til að nota þvottahúsið meðan eigandi jarðhæðar hefði ekki þörf fyrir aðra notkun herbergisins. Eiganda jarðhæðar var það að meinalausu þar sem fjölskyldan stækkaði ekki eins og áform voru uppi um þegar íbúðin var keypt.

Umgengni BHG, var með allt öðrum hætti, eins og þar þyrfti hún ekki að taka tillit neins annars. Ekki er hér ætlun að fara í upptalningu á því sem á milli bar en þar sem húsið er gamalt og lítið einangraðir innveggir truflaði það næturfrið þeirra sem á jarðhæð búa þegar þvottavél eða þurrkari voru að störfum að næturlagi og tilmælum um að virða næturfrið var ekki sinnt. Varð þessi ágreiningur til þess að eigandi jarðhæðar tilkynnti BHG, að nærveru hennar væri ekki óskað á jarðhæð og hún beðin að fjarlægja vélar sínar úr þvottahúsinu. Svör BHG, voru að hóta málssókn, vegna 70,61% eignar hennar á þvottahúsinu sem sameign beggja eignarhluta. Á þetta gat stefndi ekki fallist og BHG, setti fram stefnu gegn stefnda.

Stefndi í málinu RÞE, sem hafði í 30 ár verið þinglýstur eigandi jarðhæðar í austurenda parhúss að Álfhólsveg 27 í Kópavogi, hafði enga ákvörðun tekið um á hvern hátt sú 3ja herbergja íbúð á jarðhæð austurenda parhúss að Álfhólsveg 27, í Kópavogi var skipulögð. Sú skipulagning hafði verið ákveðin af þáverandi eiganda, seld af honum og sölupappírar frágengnir af löggiltri fateignasölu. Og sölupappírum ásamt lögmætri eignaskiptalýsingu þinglýst án athugasemda. Stefndi hafði því einungis keypt það sem boðið var til sölu af sannanlega lögmætum eiganda og hafði í höndum lögmæt eignaskjöl. BHG, hafði engin sönnunargögn til stuðnings sínum málflutning en málið þó þingfest og tekið til dómsmeðferðar. Í stefnu málsins segir eftirfarandi:

Stefandi gerir þá kröfu að viðurkennt verði með dómi að þvottahús á neðri hæð fasteignarinnar Álfhólsvegur 27, austurendi, Kópavogi sé óskipt sameign stefanda og stefnda í þeim hlutföllum sem leiðir af hlutdeild hvors um sig íséreign fasteignarinnarhverju sinni.“

Ekki mun vera unnt að meina stefnanda að gera þær kröfur sem hugur stefnir til, en hvort stefnandi getur vænst þess að fá dóm kröfum sínum í vil, fer að sjálfsögðu í meginatriðum eftir tvennu.

Í fyrsta lagi þarf stefnandi að færa skilmerkileg rök fyrir því að stefnandi eigi eignarréttarlega kröfu til þeirra eignarréttinda sem hann vill fá dæmda sér í hag. Ennfremur þarf stefnandi að færi fyrir því gild rök að stefndi eigi einhverja sök á því að meintar breytingar hafi verið gerðar á meintum eignarhlut stefnanda í meintu sameiginlegu þvottahúsi sem að mati stefnanda ætti að vera í óskiptri sameign eignarhluta beggja eigenda. Stefnandi virðist ganga út frá því að tvær sjálfstæðar og að öllu leyti ótengdar íbúðir parhúss við Álfholtsveg 27 í Kópavogi, sé lögum samkvæmt fjöleignahús, án þess að færa nokkur rök fyrir slíku.Árið 1987, þegar upphaflegur eigandi austurenda selur sína eign í tveimur sjálfstæðum sérbýlum, sem einungis eiga sameiginlegt viðhald utanhúss og lóðarréttindi, er annar sjálfstæður eigandi að vesturenda hússins. og ekki neinir sameignarsamningar þeirra á milli, enda engir eignarþættir sem skerast.

Stefndi kannast ekki við að vera á neinn hátt valdur að neinum breytingum en sú ljóst að herbergið sem áður hafi verið þvottahús, hafi verið fært undir eignamörk íbúðar á jarðhæð, sem með því hafi orðið sjálfstætt sérbýli, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð eins og fram komi í þinglýstum kaupsamning 17. september 1987. Eignin keypt af upphaflegum eiganda, sem sjálfur lét framkvæma breytinguna og bauð þannig íbúðina til sölu samkvæmt meðfylgjandi kaupsamning með daufu letri en skýru afsali, sem væri 3ja herbergja íbúð á jarðhæð umrædds húss, eftir að upphaflegur eigandi alls austurendans hafði breytt íbúðinni úr 2ja herbergja íbúð í kjallara íbúðar sinnar í nefndum austurenda Álfhólsvegar 27, í 3ja herbergja íbúðar sérbýli á jarðhæð sama húss; íbúð sem eftir stækkun, í 3ja herbergja íbúð, náði yfir allt nýtanlegt íverusvæði jarðhæðar austurenda að Álfhólsvegi 27 í Kópavogi, skráningarnúmer 02.00.01.

Allt málið án lögmætra réttarheimilda

Sú stefna sem gefin var út f. h. stefnanda í þessu máli, ber með sér afar takmarkaðan skilning á lögum um fjöleignahús nr. 26/1994. En jafnframt takmörkuðum skilningi á því hvernig réttilegar verði greindir þættir í framvinduferli, sem skýri ábyrgðir aðila á hverjum tíma fyrir sig. Lög um fjöleignahús nr. 26/1994, geta t. d. ekki verið nothæf með tveimur eigendum, því sá sem eigi minnihlutann. verði alltaf háður vilja þess sem á meirihlutann. Upp á slíkt getur löggjöf í lýðræðisríki ekki boðið.

Jafnframt verður vart framhjá því litið að ýmislegt er ábótavant við vinnubrögð viðkomandi héraðsdóms, við mat á því hvort útgefin stefna sem lögð er fram til þingfestingar, uppfylli eðlilegar kröfur lýðræðislegs réttarfars. Krafa stefnanda lýtur að því hvort seljandi hafi vanrækt að tilgreina eignarrétt efri hæðar til hlutdeildar í þvottahúsi á jarðhæð hússins. Áður en stefna var gefin út til birtingar hinum stefnda, hefði dómstjóri viðkomandi héraðsdóms átt að meta það hvort stefndi gæti réttarfarslega talist bera ábyrgð meintri vanreifun eignarþátta í söluferli eða hvor stefndi teldist utan þess viðskiptaferlis sem til skoðunar væri samkvæmt stefnu málsins. Reynist ábyrgð stefnda á meintri vanefnd söluskráningar ekki fyrir hendi, verði saklausum aðila ekki stefnt fyrir rétt til að svara fyrir gerðir annarra, samtímis því að krafa sé gerð um að stefndi verði sviptur þinglýstri eign sinni eða hljóta þungar dagssektir ella.

Það er einnig sorglegt að sjá hve dómstjóri viðkomandi héraðsdóms hefur falið reynslulitlum dómara meðferð máls þar sem meta skuli hvort 30 ára þinglýst eignaréttindi skuli víkja fyrir nýrri kröfu eiganda sem keypti tveimur árum fyrr annan eignarhluta í húsinu. Í engu breytir það áliti undirritaðs þó umræddur dómari hafi verið um tíma skipaður dómari við Landsrétt.

Dómarinn nær afar fáum tengingum við raunverulega efnisþætti máls, en villist af leið í algengu flækjuferli lögfræðings stefnanda, sem iðulega virðist ekki ná að skilja hinn rétta raunveruleikaþráð málsins, sem oftast má greina sundurslitinn og framvinduruglaðan í hinum skrautlega orðaforða, sem leitar forsendna fyrir röngum málstað.

Engu bætir það við réttar málsástæður eða aðra framvindu málsins að því skildi hafa verið vísað til Landsréttar. Afgreiðsla Landsréttar á málinu ber augljóslega með sér að efnislega réttra forsendna um lögmæti ásökunar, eða hvort réttum eða saklausum aðila hafi verið stefnt fyrir dóm, er hvergi að sjá í ummælum Landsréttar. Að sinni er því óþarfi að eyða tíma og plássi í rökstyðja ítarlega órökstuddar fullyrðingar Landsréttar um hinn að öllu leyti óskiljanlega héraðsdóm, miðað við það réttarfar sem þjóðinni er talin trú um að hér sé ástundað. Því miður er of mikið um klaufaleg fljótfærnismistök að ræða, sem iðulega verða réttlætinu afar sársaukafull og dýr. Auk þess sem slíkt rænir þjóðina viljakrafti réttlætis til opinskárrar baráttu gegn hverskonar óheiðarleika, en eflir farveg hverskonar misferlis, álík því sem mikið er um í öllum kimum þess máls sem hér hefur verið rakið.

Ég á mér þann draum að sjá hér vaxa virkan útbreiddan viljakraft sem leggi pressu á dómstóla landsins að hefja til æðra veldis afl réttlætis og heiðarleika, sem verði sprotar að samfélagsmynd, sem leiði þjóðina út úr óöld neikvæðni og ærumeiðinga. Og leggist á sveif með Bændablaðinu sem stöðugt elur á jákvæðni og hvetur til betra og heilbrigðara lífs.

Undirritaður hefur í mörg ár grandskoðað marga mistakadóma á þeim 59 árum sem hann hefur lagt stund á lestur laga og réttarfars. Það er ekki hótum, heldur áskorun til vandaðri vinnubragða við eitt mikilvægasta svið sjálfsvirðingar og jákvæðara samfélags, að undirritaður skorar á dómstóla landsins, að undirritaður fái ekki fleiri sannanir fyrir óvönduðum vinnubrögðum. Handrit slíkra samantekta er þegar að fyllast.

Opið bréf til dómsmálaráðherra

Dómsmálaráðherra

Hr. Jón Gunnarsson

Dómsmálaráðuneyti Arnarhváli

101 Reykjavík

Ég reikna með að þú hafir áður heyrt af því að ég skoði dómsmál sem mér finnist á einhvern máta sérstök. En vegna þess hve fjölmiðlar eru tregir til að birta aðfinnsluatriði við dómstóla, frá öðrum en lögmönnum eða öðru háskólagengnu fólki, safna ég þessu upp í skrá hjá mér sem síðar mun afhent til varðveislu og úrvinnslu ef áhugi vaknar fyrir vandvirkni í dómsniðurstöðum.

Nú eftir áramótin rakst ég á dóm Landsréttar sem mér þótti afar dularfullur svo ég varð mér úti um héraðadóminn. Þar bar að líta mjög sérkennilega framgöngu konu sem ákæranda, sem er menntuð lögfræðingur en einnig með réttindi fasteignasala. Ég gerði hefðbundna úttekt á dómslýsingu samkvæmt dómsskjali og nokkrum frekari opinberum gögnum, til að sýna svart áhvítu og vægt til orða tekið þann kjánaskap sem þarna er viðhafður af dómstjóra héraðsdóms og dómara málsins. Það er í raun sérstakt hvað þeir láta teyma sig á asnaeyrum til að dæma lögmæta eign af manni sem aldrei hefur átt viðskipti við stefnanda og stefnandi því alls ekki haft lögformlega heimild til að stefna manninum fyrir dómstóla út af viðskiptum sem konan heldur sig hafa átt, en þá við einhvern annan, því hún hefur enga lögformlega eignarheimild til þeirrar eignar sem hún krefst að sér verði dæmd 70% eign að, innan íbúðar manns sem hefur aldrei átt nein viðskipti við konuna.

Landsréttur virðist ekkert skoða málið en staðfestir alla hringavitleysuna sem fram kemur í héraðsdómi. Hér er um það alvarlegt réttarfarsslys að ræða að ég ákvað að senda dómstólasýslunni og dómstjóra héraðsdóms Reykjaness samskonar úttekt og ég sendi þér hérna með. Út frá sjónarmiði heiðarleika með hugsanleg dómafordæmi í huga, þá er þessi dómur mikill skaðvaldur í dómaskrá, sem nauðsynlega þarf að finna leið til að ógilda og afnema. Sá sem þarna var dæmdur til að afhenda stefnanda málsins 70% eignarrétt í herbergi innan hans íbúðar án þess að kröfuhafi leggi fram nein eignaskjöl það að lútandi, hefur þar að auki verið dæmdur til að greiðslu ótrúlega mikils málskostnaðar, miðað við hvað málið er efnislega lítið, en mikið sent inn af málsskjölum sem koma málinu ekkert við.

Sá dæmdi sagðist hafa leitað eftir við Hæstarétt að málið yrði tekið fyrir þar, en verið hafnað.

Ég tel að Hæstiréttur hafi hafnað málinu á röngum forsendum þar sem einungis hafi verið skoðaðar forsendur dómarans fyrir niðurstöðu sinni en þær forsendur ekkert skoðaðar. Ég leyfi mér því að vona að þegar þú og þinn goði aðstoðarmaður hafið skoðað greinargerð mína um málsframvinduna, verðið þið sammála mér að flækjuminnsti farvegur þessa máls verði sá að ég útbúi erindi til Hæstaréttar þar sem farið verður fram á að á grundvelli meðfylgjandi sömu gagna og þér, dómstólasýslunni og dómstjóra héraðsdóms Reykjaness er sent, verði málið tekið til meðferðar hjá Hæstarétti. Úr því sem komið er væri hreinlegast fyrir dómaskrá og framtíðina að hinn felldi dómur yrði ógiltur og málinu vísað frá héraðsdómi og dómþola endurgreiddur útlagður kostnaður vegna ólögmæts málareksturs.

Vænti þess að heyra um álit þitt á svona máli.

Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×