Mjög vindasamt var á Reykjanesbraut og að sögn Jóns hvessti mjög skyndilega á umræddu svæði.
„Bílstjórinn er í lagi og er að fá áfallahjálp. Annars er búið að fjarlægja bílinn af vettvangi.“ Ekki er búið að meta hvort miklar skemmdir séu á bifreiðinni.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni mældist vindhraði 25,5 m/s á Reykjanesbraut skömmu fyrir klukkan átta í morgun og náði 33,9 m/s í hviðum. Áfram er hvasst á svæðinu og var vindhraði 23 m/s klukkan 10:20 og náði í 30 m/s í hviðum.
