Heiðarleiki eða stéttarsvik? Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 4. mars 2022 11:01 Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi. Við undirritaðir erum sannfærðir um að til þess að ná sem bestum samningum fyrir sjómenn þurfa sjómannafélögin að standa saman. Núna eru lausir kjarasamningar og sjómannafélögin hafa unnið náið og vel saman og er það að öðrum ólöstuðum að miklu leyti Guðmundi Helga, núverandi formanni VM, að þakka. Hann hefur með lagni náð að kalla saman öll félögin að borðinu, Guðmundur er tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og er fyrst og fremst mikill baráttumaður fyrir kjörum sinna manna. Viljum við því hvetja félagsmenn VM til þess að fylkja sér að baki núverandi formanni. Sterkt umboð til hans mun styrkja okkur við kjarasamningaborðið – um það erum við sannfærðir. Guðmundur fyrrverandi Annar af mótframbjóðendum Guðmundar Helga er fyrrverandi formaður VM Guðmundur Ragnarsson, en undirritaðir unnu báðir með honum í síðustu kjarasamningum. Það er okkar reynsla að Guðmundur Ragnarsson er ekki maður sátta, erfitt sé að taka mark á því sem hann segir, og oft og tíðum var hann hallur undir málflutning útgerðarmanna. Það kom svo í ljós fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Ragnarsson er bæði óheiðarlegur og ekki síst stéttarsvikari þegar hann réð sig í vinnu til Guðmundar í Brim og átti að selja stéttarfélögum sjómanna þá hugmynd að lækka laun frystitogarasjómanna. Um þetta höfum við gögn þarsem kemur m.a fram að lækka þurfi launahlutfall áhafna úr 38-43% í 30-32%. Auðvitað vísuðum við þessum hugmyndum Guðmundar til föðurhúsanna en höfum jafnframt áhyggjur af því að maður eins og hann gæti komist til áhrifa aftur hjá stéttarfélagi sjómanna. Maður sem finnst það frábær hugmynd að lækka laun sjómanna um 30% á hvert veitt kg. Við skrifum þessi orð þar sem okkur finnst mikilvægt fyrir félagsmenn VM að vita hvaða valkosti þeir standa frammi fyrir. Einar Hannes Harðarson er formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Bergur Þorkelsson er formaður sjómannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi. Við undirritaðir erum sannfærðir um að til þess að ná sem bestum samningum fyrir sjómenn þurfa sjómannafélögin að standa saman. Núna eru lausir kjarasamningar og sjómannafélögin hafa unnið náið og vel saman og er það að öðrum ólöstuðum að miklu leyti Guðmundi Helga, núverandi formanni VM, að þakka. Hann hefur með lagni náð að kalla saman öll félögin að borðinu, Guðmundur er tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og er fyrst og fremst mikill baráttumaður fyrir kjörum sinna manna. Viljum við því hvetja félagsmenn VM til þess að fylkja sér að baki núverandi formanni. Sterkt umboð til hans mun styrkja okkur við kjarasamningaborðið – um það erum við sannfærðir. Guðmundur fyrrverandi Annar af mótframbjóðendum Guðmundar Helga er fyrrverandi formaður VM Guðmundur Ragnarsson, en undirritaðir unnu báðir með honum í síðustu kjarasamningum. Það er okkar reynsla að Guðmundur Ragnarsson er ekki maður sátta, erfitt sé að taka mark á því sem hann segir, og oft og tíðum var hann hallur undir málflutning útgerðarmanna. Það kom svo í ljós fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Ragnarsson er bæði óheiðarlegur og ekki síst stéttarsvikari þegar hann réð sig í vinnu til Guðmundar í Brim og átti að selja stéttarfélögum sjómanna þá hugmynd að lækka laun frystitogarasjómanna. Um þetta höfum við gögn þarsem kemur m.a fram að lækka þurfi launahlutfall áhafna úr 38-43% í 30-32%. Auðvitað vísuðum við þessum hugmyndum Guðmundar til föðurhúsanna en höfum jafnframt áhyggjur af því að maður eins og hann gæti komist til áhrifa aftur hjá stéttarfélagi sjómanna. Maður sem finnst það frábær hugmynd að lækka laun sjómanna um 30% á hvert veitt kg. Við skrifum þessi orð þar sem okkur finnst mikilvægt fyrir félagsmenn VM að vita hvaða valkosti þeir standa frammi fyrir. Einar Hannes Harðarson er formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Bergur Þorkelsson er formaður sjómannafélag Íslands.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun